Vikan


Vikan - 30.11.1944, Qupperneq 1

Vikan - 30.11.1944, Qupperneq 1
íslenzkar Hjúkrunarkvennastéttin ís- lenzka er ekki gömul. Fyrsta lærða íslenzka hjúkrunarkon- an tekur ekki til starfa hér á landi fyrr en árið 1907. Félag íslenzkra hjúkrunarkvenna var stofnað árið 1919 og hefir unn- ið mikið og gott starf á sínu sviði, enda lagt ríka áherzlu á menntun stéttarinnar og berst nú mjög fyrir endurskipun hjúkrunarfræðslunnar. að má lengi deila um, hver stéttin sé nauðsynlegri en önnur í þjóðfélag- ínu og sjálfsagt ekki hollt að fara út í slíkan meting í neinni alvöru, en ekki er nokkur vafi á því, að þær stéttir, sem vinna að bættu heilbrigðisástandi í land- inu, starfa að einu lífsnauðsynlegasta mál- inu, er þjóðfélag hefir með höndum. í „Skipun heilbrigðismála á Islandi", er Vilmundur Jónsson landlæknir hefir samið og út kom árið 1942, segir m. a.: „Árið 1919 stofna íslenzkar hjúkrunarkonur fé- lag með sér, sem síðan hefur komið mjög við sögu íslenzkra heilbrigðismála. Til þess tíma höfðu hjúkrunarkonur orðið að sækja sérmenntun sína út úr landinu, en eftir því sem sjúkrahúsum f jölgaði og þau gerðu ákveðnari kröfur til að hafa kunn- andi hjúkrunarkonum á að skipa, varð æ tilfinnanlegri skortur lærðra hjúkrunar- kvenna í landinu. Lét hjúkrunarkvennafé- lagið það vera sitt fyrsta verk — og bætti með því úr brýnni þörf — að skipuleggja hjúkrunarfræðsluna. Var það með því að ráðstafa nemendum til náms á innlendum sjúkrahúsum, en sjá þeim síðan fyrir fram- haldsnámi erlendis. Hafði Félag íslenzkra hjúkrunarkvenna allan vanda af þessu, unz Hjúkrunarkvennaskólinn tók til starfa á, vegum Landsspítalans". í nýútkomnu Hjúkrunarkvennablaði er birt greinar- gerð landlæknis „um endurskipun hjúkr- Framhald á bls. 3. Sigríður Eiriksdóttir, form. Félags ísl. hjúkrunarkvenna. hjúkrunarkonur .. ******

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.