Vikan - 25.01.1945, Qupperneq 13
VIKAN, nr. 4, 1945
13
.jtiiiiiiminiiiiiiiiiiiiiMiiiiimHiHiMiHnHiiHHiniiiiMiinMmiMiiMMiiiMMHmr »/^
| Dægrastytting 1
^IIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIMMIMIMIMIMIIIIi IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIMMt''
Felumynd.
Faðirinn: Skelfing er að sjá, hvað drengurinn
hefir fengið lágar einkunnir! Hvar er hann?
Ég œtla svei mér að gefa honum ráðningu!
Móðirin: Þú verður sjálfur að finna hann. Ekki
kann ég við að koma upp um, hvar hann er.
Hvar er drengurinn?
Kóngsdóttirin og
svarti kötturinn.
BARNASAGA.
Þú veizt líklega, að svartir kettir færa manni
gæfu. Ef þú hefir ekki vitað það áður, þá færðu
sannarlega að vita það, þegar þú lest þessa sögu,
því að hún er um svartan kött, sem kom til
kóngssonarins frá Bláfjöllum.
Fljótt á litið var kötturinn mjög ljótur á að
sjá, svo magur og aumingjalegur, að hirðmenn-
imir hlógu að kóngssyninum og sögðu:
„Skiljið köttinn heldur eftir hér úti í skóginum,
hann getur aldrei lifað og þrifist!"
Þetta var nefnilega langt inni í skóginum, og
kóngssonurinn og fylgdarlið hans hafði séð kött-
inn standa við rætur stórs trés. Hann hafði dott-
ið niður úr amarhreiðri, sem var hátt uppi í
trénu, örninn hafði náð í hann og ætlað að gefa
ungunum sínum til þess að éta.
En kóngssonurinn tók hann upp og batt um
sár hans, hann gaf honum mjólk að drekka og
tók hann með sér heim, og smám saman óx kött-
urinn og varð heilbrigður og duglegur. Hann elti
kóngssoninn um alit, hvert sem hann fór, alveg
eins og tryggur hundur, og kóngssyninum þótti
mjög vænt um hann.
Dag nokkum fékk kóngssonurinn mynd af
kóngsdótturinni á Perlueyjunni, og hún var svo
falieg, að hann sagði:
„Ég ætla að fara til Perlueyjar og reyna að fá
yndislegu kóngsdóttui'iiia fyrir brúði!“
Og það gerði hann; hann lagði af stað með
mikið og fritt fömneyti, en svarta kettinum
gleymdi hann ekki, kötturinn fylgdi honum alltaf.
Margir aðrir kóngssynir höfðu heyrt getið um
fegurð kóngsdótturinnar og séð myndina af henni,
það var þess vegna fullt af biðlum í konungs-
höllinni. Kóngsdóttirin vissi ekki hvem hún átti
að kjósa sér, af þvi að margir vom fallegir og
myndarlegir kóngssynir, allir vom þeir rikmann-
lega klæddir, og allir lofuðu að hún skyidi fá
að lifa í dýrð og gleði.
En allt i einu tók kóngsdóttirin eftir litla,
svarta kettinum, sem fylgdi kóngssyninum frá
Bláfjöllum.
„Ó, sjáið litlu, fallegu kisuna!" sagði kóngs-
dóttirin hrifin. „Kis, kis, kis! Komdu hingað til
mín!“
Og kötturinn hljóp til hennar og malaði svo
gæðalega og strauk sér upp að fínu silkisokk-
unum hennar, og hún varð svo hrifin, að hún
sagði:
„Þetta er fallegasti köttur 4 heimi, og ég ætla
að giftast kóngssyninum, sem á hann!“
Er það þá ekki satt, að svartir kettir færa
manni gæfu ? Það fannst kóngssyninum að
minnsta kosti.
En þegar brúðkaupið stóð sem hæst, birtist
allt í einu galdramaður í kolsvartiri hempu með
mörgum undarlegum táknum á; hann var með
háan oddmjóan hatt á höfðinu, og á honum voru
líka ýmsar myndir. Galdramaðurinn sagði nokk-
ur orð — og í því hvarf kóngsdóttirin! Vondi
maðurinn var líka horfinn, og enginn vissi, hvar
þau voru.
Nú ríkti mikil sorg í landinu, allra mest
syrgði veslings kóngssonurinn, hann reikaði um
aleinn og leitaði alls staðar að brúði sinni. Hann
þoldi ekki að hafa neinn nálægt sér nema litla,
svarta köttinn.
„Ef þú gætir hjálpað mér!“ andvarpaði hann
og klappaði kettinum.
Hann leit í kringum sig, mjálmaði lágt og tók
svo að hlaupa eftir mjórri tröð í skóginum. Við
og við nam hann staðar og beið eftir kóngssyn-
inum, sem kom á eftir.
„Kötturinn visar mér, ef til vill, leiðina!“ hugs-
aði hann og ruddi sér leið í gegnum greinar og
þyrna án þess að sltipta sér af því, að þeir rifu
í sundur föt hans og rispuðu andlit hans og
hendur.
Svona héldu þeir áfram lengra og lengra inn
i skóginn, og allt í einu stóðu þeir fyrir framan
höll, sem kóngssonurinn þekkti alls ekki. En
hurðin var harðlæst, og ekki sást nokkur maður,
sem gæti opnað fyrir honum.
Á meðan hann stóð þarna og hugsaði um,
hvernig hann ætti að komast inn í höllina, fór
kötturinn að klifra upp múrinn, hærra og hærra,
þangað til hann var kominn að opnum glugga;
þar stökk hann inn og hvarf inn í höllina. En
ekki leið á löngu áður en kóngsdóttirin leit út
um gluggann og sá kóngssoninn, sem stóð þar
fyrir neðan.
Hún veifaði til hans hendinni, og svo kastaði
hún kaðli út um gluggann, eftir að hún hafði
fyrst bundið hann vel fast. Kóngssonurinn klifr-
aði upp á reipinu og stóð loks við hlið sinnar
kæru kóngsdóttur.
„Við verðum að vera mjög hljóð," hvíslaði hún,
„galdramaðurinn sefur, en töfrahúfan liggur við
hlið hans, og hann vaknar við minnsta hljóð,
þrifur húfuna — og þá getum við ekkert gert!"
Þá læddist kötturinn varlega út úr stofunní,
fór inn í svefnherbergi galdramannsins og þar lá
hann og svaf með húfuna við hlið sér.
Hann læddist hljóðlega og gætilega, ýtti dálítið
við hattinum, svo að hann velt dálítið frá — svo
beit kisa í hattinn og hljóp í burtu með hann og
geymdi hann inni í herbergi kóngsdótturinnar.
Svo fór kisa inn i herbergið, þar sem kongs-
dóttirin og kóngssonurinn voru, mjálmaði lágt og
fór með þau inn, þar sem töfrahatturinn var.
„Nú hefirðu hjálpað okkur aftur!" sagði kóngs-
sonurinn glaður.
Hann þreif töfrahattinn, setti hann á höfuð
sitt og óskaði, að þau væru öll komin heim og
að galdramaðurinn væri i hlekkjum. Á sömu
stundinni, var hann kominn ásamt kóngsdóttur-
inni og litla svarta kettinum heim í konungshöll-
ina, og hjá þeim stóð galdramaðurinn i hlekkj-
um, alveg eins og kóngssonurinn hafði óskað sér.
„Nú höldum við brúðkaup, en galdramaðurinn
á að fara í fangelsi," sagði hann, og svo varð
líka.
Finnst ykkur ekki svarti kötturinn hafa fært
þeim gæfu?
Spakmæli.
Á veltandi steini vex ekki mosi.
„Ærslafull er æskan," sagði kerling og stökk
yfir sauðarlegginn.