Vikan - 01.02.1945, Page 8
8
VIKAN, nr. 5, 1945
Rasmína vill fá nýtt húsnæði
Teikning eftir George McManus.
Rasmína: Við flytjum héðan, innréttingin • er
ómöguleg! Ég fer í dag að leita að nýju húsnæði.
Gissur: En hvar fáum við aðra íbúð, Rasmína?
Rasmína: Við finnum eitthvað — við förum bæði
út og leitum — annars kaupum við hús, ef í harð-
bakka slær!
Kláus: Þér eruð heppnar, frú Rasmína, það eru
ekki færri en níu, sem vilja fá þessa íbúð!
Rasmina: Þetta er einmitt það, sem ég hefi alltaf
verið að leita að — ég skrifa strax undir samning-
ana og borga fyrirfram tveggja mánaða leigu!
Jósafat: Það var maður héma í morgun, sem
vildi fá þessa íbúð leigða, en þér fáið hana, Gissur,
því að hann vildi ekki taka hana nema til eins árs.
Gissur: Mér þótti reglulega vænt um að sjá þessa
íbúð — ég tek hana til tveggja ára og borga tvo
mánuði fyrirfram.
Rasmína: Ég er að reyna að gera yður það skilj-
aniegt, að ég er búin að taka á leigu nýja íbúð og
að við flytjum í dag. —
Húseigandinn: Verið ekki reiðar, frú Rasmína,
ég skil þetta allt mæta vel, það er fjölskylda reiðu-
búin að flytja í íbúðina strax í dag. —
Páll: Óska þér til hamingju, Gissur! Var að frétta,
að konan þín væri búin að taka á leigu íbúð við
hliðina á minni. —
Gissur: Þú segir, að hún sé búin að skrifa undir
samninginn!
Frú Varman: Hvemig líður yður, frú Rasmína?
Maðurinn minn hringdi og sagði, að Gissur væri
nýbúinn að skrifa undir húsaleigusamning. —
Rasmína: Er það satt! 1 sama húsi og þið eruð í!
Rasmína: Ég ætla að rifta samningnum, maður-
inn minn var búinn að skrifa undir annan —
Gissur: Heldurðu að hún mamma þln lofi okkur
ekki að sofa í eldhúsinu — okkur verður að minnsta.
kosti ekki kalt þar —
R.asmína: Þegiðu! Hvað eigum við að gera? —
Rasmína: Ég er svo glöð — flutningsmennimir
koma eftir hálftíma — ég er viss um, að ég verð
ánægð með nýju íbúðina — það er ekki sama
innan um hvaða fólk maður er —
Gissur: Fínt — ég hitti Pál og hann sagði’mér,
að þú værir búin að skrifa undir samninginn, svo
að ég rifti mínum —
Rasmína: Asni! Ég heyrði, að þú værir búinn
að skrifa undir samning og rifti því mínum — og
og ég sagði húseigandanum, að við færum í dag
og nýtt fólk kemur því á hverri stundu —
Gissur: Æ!