Vikan - 07.06.1945, Qupperneq 6
6
„H-h-h-hvað eigum við að gera næst?" spurði
hann. ?
; „Við ættum að taka okkur þægilega stöðu bak
við þessa hurð,“ sagði Bobby. „Og þegar vinur
okkar kemur aftur, sem ég held verði ekki alveg
strax, þá. skulum við ráðast á hann að aftan, og
fiá á nú vist ekki von á því. Hvemig lízt þér á
það Badger? Ertu til I það?“
„Já, áreiðanlega.“
„Og það er bezt að þú, Frankie, þegar þú
heyrir fótatak hans setjist aftur í stólinn þinn.
Hann sér þig þá undir eins og hann opnar dyrnar
og gengur alveg grunlaus inn.“
„Allt í lagi,“ sagði Frankie. „Og þegar þið
Badger hafið fellt hann þá skerst ég líka í Jeik-
inn og bít hann í öklann eða eitthvað þess háttar.“
„Þetta er hinn sanni, kvenlegi andi,“ sagði
Bobby viðurkennandi. „En nú skulum við setjast
hérna saman á gólfið og hcyra nánar um allt. Mig
langar tii þess að vita hvaða dularfulli kraftui'
færði okkur Badger hingað í gegnum þak-
gluggann."
„S-s-s-sjáið þið nú til,“ sagði Badger; þ-þ-þegai
þlð voruð farin, 1-1-lenti ég í ýmsum vandræðum.“
Hann þagnaði. Smám saman fengu þau að
heyra aila söguna, saga skulda, lánveitenda og
fógeta — ósvikin Badgers vandræði. Bobby hafði
farið í burtu án þess að skilja eftir nokkuð heim-
ilisfang og aðeins tekið það fram, að hann ætlaði
að aka Bentleynum til Staverley. Þess vegna kom
Badger til Staverley.
,,Ég hélt, að þú mundir k-k-k-kannske geta
hjálpað mér,“ sagði hann.
Bobby fékk sting í hjartað. Hann hafði farið
til London til þess að hjálpa Bobby, en svo hafði
hann yfirgefið stöðu sína til þess að gerast leyni-
lögregluniaður með Frankie. Og þrátt fyrir allt
þá sagði Badger ekki eitt ásökunarorð.
Badger langaði ekki til að stofna þessu leynd-
ardómsfulla fyrirtæki Bobbys í hættu, en hann
var þeirrar skoðunar að það værl ekki erfitt að
finna bíl eins og Bentleyinn í litlu þorpi eins og
Staverley.
En hann sá bílinn áður en hann'kom til Staver-
íey, þvl að hann stóð fyrir utan veitingahús mann-
laus.
,,Þ-þ-þ-þá datt mér í hug,“ hélt Badger áfrain.
’.að eg skyldi leika á þ-þ-þig. Það voru t-t-teppi
ög' ýmislegt dót í aftursætinu og enginn var
n-n-n-nálægt. Ég f-f-f-för inn í bílinn og breiddi
t-t-t-teppin yfir mig. Ég ætlaði nú aldeilis að
gera þig hissa.“
En það sem svo gerðist var það, að bílstjóri í
grænum einkennisbúningi kom út úr veitingahús-
inu og Badger var þrumulostinn, þegar hami
sá að bilstjórinn var ekki Bobby. Sá ókunnugi
fór inn í bílinn og ók af stað.
Badger var í mestu vandræðum. Hann vissi
ekki, hvað hann átti að taka til bragðs næst.
Útskýringar og afsakanir voru erfiðar, það var
að minnsta kostí ekki auðvelt að útskýra fyrir
manni, sém ók á aextíu iníina hraða á klukku-
stund. Badger ákvað að liggja niðri og læðast
út, þegar bíllinn stöðvaiðist.
Bíllinn kom að lokum á áfangastaðinn Tudoi-
Cottage. Bílstjórinn ók honum inn i bílskúr og
skildi hann eftir þar, en áður en hann fór út,
lokaði hann skúrdyrunum. Badger var fangi. Það
var lítill gluggi á annari hlið skúrsins; og um
hálfri klukkustund siðar hafði Badger séð Frankie
nálgast, heyrt hana blístra og séð að henni var
hleypt inn i húsið.
Badger hafði hvorki skilið upp né niður í þessu
öllu. Hann fór að gruna að eitthvað væri bogið
við þetta. Hann ákvað nú að minnsta kosti að
líta í kringum sig og grennslast eftir því, hvað
gengi eiginlega á.
Með hjálp nokkurra verkfæra, sem voru í bíl-
skúmuin, þá gat hann opnað læsinguna á skúr-
hurðinni og lagði síðan af stað í rannsóknarleið-
angur. Gluggamir á fyrstu hæð vom allir lokaðir,
en hann áleit að með því að komast upp á þakið
gæti hann kíkt inn um efri gluggana. Það var
ekkert erfitt að komast upp á þakið. Það var (
þægilegt rör, sem lá upp bílskúrinn og frá bíl-
skúrsþakinu og upp á húsþakið var auðvelt að
klifra. Á leið sinni hafði Badger komið á • þak-
gluggann. Náttúran og þungi Badgers hafði séð
um afganginn.
Bobby dró andann djúpt, þegar frásögntnni var
lokið.
„En þrátt fyrir allt,“ sagði hann hátíðlegur,
,,þá ertu kraftaverk — alveg einstakt kraftaverk!
/Ef þú hefðir ekki komið Badger, drengur minn,
þá hefðum við Frankie verið liðin lík eftir klukkn-
stund."
Hann sagði Badger í fáum dráttum frá þvi, sem
hafði komið fyrir þau Frankle. Þegar hann var
MAGGI
Kaggi: Er það satt, sem ég hefi heyrt, að það
eigi að fara að auka við vasapeningana þína?
Raggi: Ég hefi heyrt, að þú eigir að fá krónu
meira á viku!
Raggi: Er þetta satt eða ekki?
Maggi: Það er bara orðrómur!
Maggi: En ef þú vilt halda þessum orðrómi við,
þá skal ég gefa þér helming af öllu, sem ég fæ
í viðbót!
VIKAN, ur. 23, 1945
kominn að þvi að ijúka frásögninni, þagnaði hann.
„Einhver er að koma. Vertu á þínum stað,
Frankie. Jæja, nú held ég að vinur okkar, leikar-
inn, Basslngton-ffrench verði hissa.“
Frankie settist aftur á brotna stóiinn. Badger
og Bobby stóðu reiðubúnir bak við hurðina.
Fótatak heyrðist koma upp stigann, ljósglæta
sást fyrir neðan hurðina. Lykli var stungið i
skrána, hurðin var opnuð. Kertaljósið iýsti á
Frankie, sem sat samanhnipruð á stólnum sínum,
nú gekk fómardýr þeirra inn.
Svo tóku Badger og Bobby undir sig stökk.
Þetta gekk fljótt og vel. Maðuriim, sem átti sér
einskis ills von, var sleginn niður, missti kertið,
er Frankie greip, og nokkrum augnablikum siðar
stóðu vinimir þrír og litu með illkvittnislegri
ánægju á manninn, sem var rammlega bundinn
með sömu böndunum og þau höfðu áður verið
bundin með.
„Gott kvöld, herra Bassington-ffrench," sagði
Bobby —,og getum við álasað honum, þótt rödd
hans væri fagfnandi? „Það er ágætt jarðarfarar-
veður i kvöld.“
30. KAFLX,
Undankoma.
Maðurinn á gólfinu horfði á þau. Gleraugun
höfðu dottið af honum og einnig hatturinn. í>að
þýddi nú ekkert að látast iengur. 1 kringum
augnabrúnimar vom dauf merki þess, að' hann
hafði málað sig, en að öðm leyti var andlitið
hið skemmtilega, sviplitla andlit Roger Bassing-
ton-ffrench.
Hann talaði með sinni þægilegu, björtu tenór-
rödd.
„Mjög merkilegt," sagði hann. „Eg vissi það
vel, að maður bundinn eins og þér, gæti ekki
sparkað stígvélinu i gegnum þakgluggann. En af
því að stígvélið var þarna í glerhrúgunni, þá áleit
ég nú samt, að þetta hefði gerzt og það ómögu-
lega reynst mögulegt. Þetta er merkileg stað-
reynd um takmörk heiians."
Enginn sagði neitt, hann hélt áfram með sömu
íhugandi röddinni:
„Nú hafið þið eftir allt unnið leikinn. Mjög
óvænt og ákaflega sorglegt. Ég hélt að ég hefðl
leikið sniðuglega á ykkur öll.“
„Svo var og,“ sagði Frankie. „Ég býst við að
þú hafir falsað bréfið frá Bobby?“
„Ég hefi hæfileika í þá átt," sagði Roger
hæversklega.
„Og Bobby?“
Roger, sem lá á bakinu og brosti ánægjulega,
virtist hafa mestu ánægju af því að gefa þeim
upplýsingar.
„Ég vissi að hann mundi fara til Herragarðsins.
Ég þurfti ekki annað en að bíða á milli mnn-
anna nálægt stignum. Ég var þama rétt fyrir
aftan hann, þegar hann var á leiðinni tilbaka eftir
að hafa dottið nokkuð klaufalega niður úr tré.
Ég lét hann átta sig dálítið og sló hann svo
laglega í hnakkann með sandpoka. Svo þurfti
ég ekki að gera annað en að bera hann út í
bilinn minn, sem beið, setja hann inn i bilinn og
aka honum hingað. Ég var kominn heim aftur
fyrir dögun.“
„Og Moira?“ spurði Bobby. „Lokkuðuð þér
bana eitthvað í burtu?" ^
Roger skellihló. Þessi spumirig virtist,skemmta
honum mjög.
„Fölsun er mjög nytsamleg list, kæri Jones,"
sagði hann.
„Bölvað svínið," hvæsti Bobby.
Frankie tók til máls. Hún var ennþá full af
forvitni, og fangi þeirra virtist vera í bezta skapi
„Hvers vegna lézt þú vera Nicholson ?“ spurði
hún.
„Já, hvers vegna gerði ég það?“ Roger virtist
leggja sömu spuminguna fyrir sjálfan sig. „Sum-
part held ég af þvi, að ég hafði gaman af þvi.
að vita, hvort ég gæti blekkt ykkur bæði. Þið
vorað svo sannfærð um að veslings, gamli Nichol-
son væri höfuðpaurinn." Hann hló og Frankie