Vikan - 07.06.1945, Page 7
VIKAN, nr. 23, 1945
7
Fyrsta fimleikasýning
Jfohátta^éia^s
Iþróttafélag Reykjavíkur hef-
ír unnið geysimikið starf í þágu
líkamsmenntunar þjóðarinnar.
Það var merkisviðburður, þegar
það hélt fyrstu fimleikasýning-
una fyrir þrjátíu og fimm ár-
um, 5. júní 1910. Um níu hundr-
uð manns komu til að horfa á
sýninguna. Á meðal þeirra var
Björn ráðherra Jónsson, sem
lengi var ritstjóri Isafoldar.
Nokkrum dögum seinna skrifaði
hann grein í Isafold og sagði
þar m. a.:
„Ekki hefi ég lifað ánægju-
legri dag langar stundir en
sunnudaginn var.
Hvað bar til?
Engin stórtíðindi.
(Sjá forsíðu).
'Rjejy.kiapílcux..
En mér fyrir mitt leyti voru
það fagnaðartíðindi.
Ég var viðstaddur leikfimis-
mótið í Barnaskólagarðinum,
kapphlaupin á Melunum og sund
suður við Skerjafjörð. Sund í
sjó, köldum sjó, og óhlýju veðri!
Það var yndi að horfa á leik-
fimissveitina. Ég segi eins og
er, að ég var meirá en lítið
hreykinn af að vita þá vera
landa mína, hina rösku, fimu og
þróttmiklu ungu menn, sem léku
þar list sína frammi fyrir al-
menningi, svo fjörlega og
skemmtilega, sem þeir gerðu
það. Menn, sem höfðu varið
tómstundum sínum eftir vinnu-
tíma til þess að iðka jafn fagra
list og þrautmikla þó, sem leik-
fimin er, hin fornfræga gríska
list, sem aflaði ungum mönnum
þá eigi minni frægð með sinni
þjóð en nú hljóta menn fyrt.'
bókvit og bóklestur. Þetta voru
flestir iðnsveinar eða búðar-
menn, sem almenningsálitið vel-
ur sæti á neðri rimlum mann-
félags metorðastigans. Ham-
ingjan gefi, að landið ætti ein-
um bókabésanum færra en
fleira af slíkum mönnum!
Og svo að sjá, hvað þeim
var prýðilega stjórnað af kenn-
ara þeirra, sem hafði eins og
þeir, varið tómstundum sínum
eftir daglegan vinnutíma til þess
að segja þeim til og reyna íþrótt
sína með þeim. Og þetta er út-
lendur maður, sem leggur þessa
rækt við annarlega þjóð: Norð-
maðurinn Bertelsen, sjálfsagt
alveg þóknunarlaust...“
Kafli þessi er tekinn úr Ald-
arfjórðungs minningarriti
Iþróttafélags Reykjavíkur, þar
sem sagt er frá sýningunni, og
segir höfundur þeirrar greinar,
„H. f. B.“ þar m. a.: „... Með
þessari sýningu má segja, að
félagið hafi hafið útbreiðslu-
starfsemi sína fyrir fimleikum
og leikum og um leið varð hún
til þess að styrkja það inn á við
og afla því vináttu og fylgis út
á við. A. J. Bertelsen var allan
þennan tíma bæði formaður og
kennari, og hann og meðstjórn-
endur hans hvikuðu aldrei frá
settu marki. — Bertelsen fór frá
Reykjavík til Akureyrar um
haustið, og tók þá við stjórn
Jón Halldórsson ríkisféhirðir.
Þegar við, sem voru með
fyrstu árin, lítum um öxl, er það
með óblandinni ánægju, og við
þökkum allir Bertelsen fyrir,
hvað hann var ákveðinn, og
hvað hann gerði sér mikið far
um að sýna okkur að fimleikar
eru ekki aðeins til skemmtunar,
heldur geta og eiga að koma að
haldi í hinu daglega lífi. . . .“.
„GIFT EÐA ÓGIFT“.
(Framhald af fols. S).
verkafólks í enskri flugvéla-
verksmiðju. 1930 varð hann
frægur fyrir bókina „Good
Companions“, en mesta frægð
hafa þó leikrit hans veitt hon-
um, „Ég hefi komið hér áður“,
lék Leikfélag Reykjavíkur í
fyrravetur og þótti mikið til
þess koma.
Hann: „Segðu þá móður þinni, að
ég’ komi í mat til hennar um sjöleyt-
ið!“
Elsa: „Ég held að þú elskir mig
ekki í raun og veru, Georg.“
Georg: „Af hverju heldurðu það?“
Elsa: „Þú ert aldrei neitt líkur
elskendunum, sem maður sér í bíó!“
*
Hjónin voru saman í kvikmynda-
húsi. Meðan verið var að sýna ástar-
atriði, hallaði konan sér að mann-
inu og hvíslaði: „Aldrei sýnir þú mér
svona ástarhót, eins og þessi maður!“
„Já, en veiztu það ekki, manneskja,
að honum er borgað stórfé fyrir að
gera þetta.“
Ungur maður, ástfanginn: „Segðu
mér, frændi, hvernig á ég að komast
að því, hvort hún elskar mig?“
Frændinn (piparsveinn): „Bara
kvænast henni, drengur minn, þá
verður þú ekki lengur í vafa!"
•
„Eg sá ungan mann reyna að kyssa
dóttur yðar.“
„Og tókst honum það?“ spurði
móðirin.
„Nei,“ svaraði maðurinn.
„Þá hefir það ekki verið dóttir
mín!“ sagði móðirin.
Skrítlur.
Ungur maður (hittir unnustuna
siná):' I.angar þig tii þess að borða
með mér kvöldverð?"
Hún: „Já, elskan!"
önnur stúlkan: Hann sagðist elska
mig í alvöru! Ég var svo hissa, að
ég vissi ekki, hvað ég átti til bragðs
að taka!
Hin stúlkan: Ég lái þér það svo
sem ekki, en ég hefði strax séð, að
honum gat ekki verið alvara! Ameriskir flugmenn, sem hafa skotið niður sanitals 64 flugvélar Japana.
Litli snáðinn: Ég er nú hættur að
taka mark á svona platkörlum!
Robert litli er að gráta af þvi að
hann saknar pabba og mömmu, sem
eru í burtu í þjónustu hersins.