Vikan


Vikan - 07.06.1945, Blaðsíða 14

Vikan - 07.06.1945, Blaðsíða 14
14 VTKAN, nr. 23, 1945 „Nei, nei, kæru vinir, ég vil alls ekki drekka neitt! Þið skiljið, það er svo langt síðan ég hefi smakkað nokkuð sterkt.“ Hann hélt áfram með heimspekilegar hugleiðingar sínar: „Minnist þess, sem stendur í biblíimni: Hvað gagnar þér allur heimurinn, ef þú hefir glatað sál þinni. Svona er það ein- mitt — hvort sem við erum rík eða fá- tæk, sterk eða veik, það þýðir ekkert, það er það, sem er mannlegast í okkur, sem er einhvers virði —.“ Nú birtist konan hans. Hún hafði stað- ið við dyrnar, bak við einhverja, dálitla stund, og hlustað. Eða kannske að hún hafi hikað, hver veit. Það var hörkulegur svipu'r um munn hennar, en samt var ein- hver undarlegur ákafi í augnaráði henn- ar. Það var eins og hún ætti von á ein- hverju þrátt fyrir allt, einhverju, sem hún óskaði, en þorði ekki að trúa. „Ræfillinn þinn,“ sagði hún þunglega, „ræfillinn þinn, hvað hefir þú nú gert af þér?“ Hann hrökk við, þegai- hann heyrði rödd- ina, það fór dálítill titringur um líkama hans, og hann varð rauðari í kinnum; en þá var eins og hann rétti úr sér, það kom virðulegur svipur á hann. Fólkið í kring hörfaði dálítið aftur, undrandi, og allt í einu og án þess að þau vissu hvers vegna, það var eins og það væri vitni að sorgarleik. „Þú trúir ekki á mig, Ruth,“ sagði hann með hljómmikilli, hátíðlegri röddu, þú trú- ir ekki enn þá á mig!“ „Á hvað ætti ég að trúa,“ hrópaði hún eins og hún væri þjáð, og hörkudrættirn- ir um munninn urðu enn þá ljósari, „á ég að trúa á fötin, sem þú ert í, eins og öll þessi fífl —?“ Hann gekk eitt spor í áttina til hennar, og hún hörfaði ósjálfrátt tilbaka, eins og eldurinn i augum hans hræddi hana; og svo hélt hann áfram með þungri áhefzlu á hverju orði. „Þú ert eiginkona mín, Ruth. Og veiztu ekki, að trú eiginkonunnar á manninn er hálfur styrkur hans? Þú trúðir aldrei á mig, þú stalst krafti mínum, þegar við vorum saman! Og nú hefir hamingjan verið með mér, þrátt fyrir þig, en ég er ekki kominn til þess að hefna min! Nei, nei, ég er kominn til þess að fyrirgefa, til þess að fyrirgefa þér og öllum óvinum mínum og þeim, sem hafa fyrirlitið mig — ég er kominn til þess að segja við ykk- ur öll: Trúið á mennina, trúið á hvern annan, og þið hljótið hamingjuna!“ Það var- dauðaþögn dálitla stund; fólkið og hjónin litu hvort á annað með sorg- mæddu augnaráði. En að lokum hrópaði konan bitur og þjáð: „En skiljið þið ekki, skiljið þið ekki — hann hefir verið á hæli öll þessi ár, hann ímyndar sér —!“ Hún þagnaði, af því að tveir menn komu inn í eldhúsið. Þeir tilheyrðu ekki húsinu, til þess voru þeir alltof vel til fara og voru 279. KROSSGÁIA Vikunnar Lárétt skýring: 1. iðinn. — 13. fljót. — 14. útlimir. — 15. brum. — 16. auð. —■ 18. sina. — 20. melar. — 23. máttartré. — 25. heill. — 27. dægur. — 29. elskað- ur. — 30. hátt. — 31. leikslok. — 32. sonur. — 34. gleðja. — 36. kvið. — 37. tregi. — 39. vinna. — 41. dæg- ur. — 42. mæt. — 44. hittum. — 46. miklar. —- 49. skipting. — 51. hrotta- skapur. — 53. straumur. —• 55. jarð- arávöxtur. — 56. sel. — 57. blund. ■— 58. formóður. — 60. krap. — 62. hræðsla. — 63. kvarta. — 65. meiddi. — 67. úr- lausn. — 68. lít. —- 70. brotin í smátt. — 72. lag- arílát. — 75. góðar fréttir (með greini). Lóðrétt skýring: 1. hæð. — 2. grasgeiri. — 3. afhroðið. - 4. sneiptur. — 5. myrkur. — 6. ending. — 7. for- setning. — 8. vex í jörðu, flt. — 9. mikill. — 10. veikan. — 11. titill (sk.st.). - 12. eldhúsbiti. — 17. biður. — 18. stara. — 19. angan. —• 20. gera ríkan. — 21. lofar. — 22. stefnu. — 24. hreinn. — 26. eyðslu. —• 28. rótarangi. 33. skemmtileg. — 34. skap. — 35. hryggð. — 36. seðlar. — 38. lét. — 40. eykt. — 43. álög. 44. leyna. — 45. svæla. — 46. kynþáttum. — 47. labbaði. — 48. erfiði. — 50. óhreinindi. — 52. fjölda. — 54. sorg. — 59. miskunn. — 60. stríðið. — 61. hugdeigur. — 62. Alfaðir. — 64. nabbi. 66. gripdeild. — 69. flækti. — 70. þyngdarein. 71. frumefni. — 72. drykkur. — 73. fom sk.st. 74. rás. Lausn á 278. krossgátu Vikunnar. Lárétt: 1. kosningabarátta. — 13. einar. — 14. æruna. — 15. fat. — 16. iða. — 18. strik. — 20. gnast. — 23. veki. — 25. nakin. — 27. töng. — 29. afi. — 30. lás. — 31. lág. — 32. lapi. — 34. ellin. — 36. buðu. — 37. slefa. — 39. nálæg. — 41. lit. — 42. not. — 44. munir. — 46. göfug. — 49. skar. — 51. reyrs. — 53. ræna. — 55. kem. — 56. flá. — 57. tek. — 58. arms. —- 60. kista. — 62. fita. —• 63. aukar. — 65. aftur. — 67. mál. — 68. tál. — 70. eikin. — 72. kapla. — 75. ná- grannakritinn. Lóðrétt: — 1. kú. 2. S. E. -- 3. nifti. — 4. inar. — 5. natin. — 6. gr. — 7. bæ. 8. arinn. — 9. ruða. — 10. ánast. — 11. t, a. — 12. af. — 17. svali. — 18. skips. — 19. kalla. — 20. gisin. — 21. tölug.--22. uggur. — 24. efa. — 26. kál. — 28. náð. — 33. illur. — 34. eftir. — 35. nánös. — 36. bætur. — 38. ein. — 40. lof. — 43. æskan. 44. mamma. — 45. refir. — 46. gráta. — 47. gætir. — 48. rakar. — 50. ker. — 52. yls. •— 54. net. — 59. sumir. — 60. kalin. — 61. aftar. — 62. fullt. — 64. káka. — 66. tápi. — 69. en. f— 70. eg. — 71. NN. — 72. KK. — 73. a, i. — 74. án. með þennan svip, er menn hafa, sem eru vanir að skipa og stjórna. „Nei, góðan daginn, Nibelius,“ sagði annar þeirra dálítið háðslega, „okkur datt í hug að við myndum hitta yður hérna!“ Hinn hallaði undir flatt og veifaði með vísifingrinum um leið og hann bætti við: „En Nibelius, hvernig gátuð þér gert þetta? Haldið þér, að yður hafi verið treyst fyrir að gæta herbergis yfirlæknisins til þess að stela sparifötunum hans og fara síðan, ha?“ Svo sagði hann í dálítið ákveðnari tón: ,,En nú komið þér líklega með okkur? Við þurfum á yður að halda —!“ Johan Nibelius hneigði höfuðið virðu- lega. „Vitanlega,“ sagði hann, „ef þið þurfið á hjálp minni að halda, þá kem ég —.“ Um leið og hann hneigði sig í allar áttir, fór hann að ganga í áttina að hurðinni. I því hljóp konan til hans. Hún þreif í hand- legg hans; varir hennar titruðu dálitið, og í augunum var nú þjáningarsvipur. • ,.Johan,“ sagði hún lágt, „fyrirgefðu Svör við Veiztu —? á bls. 4: 1. Þorgeir Ásgrímsson. 2. 4,091,646 enskar fer-mílur. 3. 1 Bonn í Þýzkalandi, árið 1770. 4. Gunnar Benediktsson. 5. Árið 1244. 6. Helgi bjóla. 7. Grettir Ásmundarson. 8. Heródót frá Halíkarnas í Litluasíu, fæddur um 485 f. Kr. 9. Ares og Aþena. 10. Á Espihóli, 22. okt. 1769. mér, Johan. Og ef þú vilt skal ég sjá um að þú losnir aftur, ég get það? Ég skal sjá um þig sjálf — ef þú bara vilt koma—!“ Hann leit á hana andartak, síðan leit hann í kringum sig, hann horfði á fátæk- lega eldhúsið; og það var eins og honum hryllti við. „Nei,“ sagði hann hægt, „ég er hræddur um, að ég geti það ekki lengur, mér líður alltof vel þama. Og þú heyrðir líka að þeir þurfa á hjálp minni að halda þar —.“ Svo fór hann með mönnunum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.