Vikan


Vikan - 07.06.1945, Side 15

Vikan - 07.06.1945, Side 15
glQ. íjáhum. Jónasar Hallgrímssonar verður tíl sýnis næstu daga, og áskriftarlistar í bókabúðum. I tilefni af 100 ára dánarafmæli Jónasar Hallgrímssonar hefir Helgafell látið gera forkunnarfagra útgáfu af ljóðum hans. .Tómas Guðmimdsson gefur Ijóðin út og ritar formála og Jón Engilberts hefir gert í útgáfuna um 50 teikningar og 7 málverk. Bókin er öll prentuð í tveim litum, en titilsíða er f jórlit. Málverkin eru nú til sýnis á sýningunni í IJstamannaskálanum. Yður hefir aldrei boðist slíkt tœkifœri Heilt bókasafn í nýtísku bandi 10 heimsfræg listaverk á yðar eigin máli fyrir aðeins 350,00 eða 35,00 á mánuði í 10 mánuði. 1 tilefni af 100 ára dánarafmæli listaskáldsins göða, Jónasar Hallgrímssonar, hefir Helgafell gefið út ljóð skáldsins í svo fallegri útgáfu, að ekki aðeins ber af flestu, sem hér hefir verið gert, heldur bók svo fallega að öllum frágangi, að hægt er að hafa hana til sýnis hvar sem væri á erlendum listsöfnum. Ennfremur hefir Helgafell stofnað til sérstakrar útgáfu handa íslenzkri alþýðu, sem hlotið hefir nafnið IISTAMilNIAÞIifi Útgáfan hefir snúið sér til fjölda manna, þeirra, sem rita fegurst og þróttmest mál og beðið þá að velja og þýða verk í þetta safn og skrifa fyrir því formála. Það var ekki aðeins með ljóðum sínum, sem Jónas Hallgrímsson var þjóð sinni svo frábær sonur. Hann færði hana nær „suðrinu sæla“ með því að gefa henni kost á að kynnast menningu og list þeirra þjóða, sem lengra voru komnar. Það þykir því vel við eigandi að minnast þessa dags um leið og gefin er út fyrsta verulega veglega útgáfan af verkum hans, með því að stofna til alheimsþings á íslandi, þar sem íslenzk alþýða, bókhneigðasta alþýða í heimi, er beinn þátt- takandi. Höfundar og þýðendur, sem koma fram á þessu þingi eru: Voltaire, Gauguin, von Kleist, Hamsun, Oscar Wilde, Bernard Shaw, Shakespeare, van Loon, Johannes V. Jensen, Sigrid Undset, Halldór Kiljan Laxness, Tómas Guðmundsson, Gunnar Gunnarsson, Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi, Kristmann Guðmundsson, Árni Jónsson frá Múla, Sigurður Grímsson, Sverrir Kristjánsson, Sigurður Einarsson og Ólafur Halldórsson. Ekkert þeirra verka, sem hér er um að ræða, hefir áður komið hér út. Bækurnar eru prentaðar á fallegan, þykkan pappír, skreyttar fjölda mynda, og til þeirra vandað alveg sérstaklega, bæði band og prentun. ÞESSAR BÆKUR VERÐA AÐEINS SELDAR I EINU LAGI MEÐ ÁSKRIFTARVERÐINU

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.