Vikan


Vikan - 06.12.1945, Blaðsíða 2

Vikan - 06.12.1945, Blaðsíða 2
2 VIKAN, nr. 49, 1945 Einn stórbrotnasfti og fegursti róman, sem skrifaður hefir verið L*a» &.«.:- , Vítt sé ég land og fagurt eftir Guðmund Kamban. Guðmundur Kamban, sem tvímælalaust má telja einn af allra fremstu rithöfundum á Norðurlöndum, er ef til vill fyrst og fremst dramatíker í stóru broti þó hinir sögulegu rómanar hans, Skálholt og þá sérstaklega síðasta stórverkið, sem hann frumsamdi á íslenzku, Vítt sé ég land og fagurt, muni sjálfsagt geyma nafn hans lengst á íslandi. Vítt sé ég land og fagurt er fögur saga og þróttmikil, sem ástarsaga á hún fáa sína líka í heims- bókmenntunum og sem sagnf ræðilegur róman er hún að því leyti alveg sérstæð að hún er áreiðanlegt sögulegt heimildarrit, svo að nálgast í vissum skilningi vísindarit, um tímabilið í sögu íslands um það leyti sem við kristni var tekið af lýði hér á landi og um nokkrar persón- ur, sem mikið komu þá við sögu. * Fundum þeirra Björns Herjólfssonar og Þuríðar á Fróðá, systur Snorra Goða, konunnar sem hann unni svo heitt, að alls ekkert gat slitið þær tilfinningar úr brjósti hans, er lýst af þeirri snilld, ' að alltaf mun verða talið meðal þess ægifegursta, sem til er í heimsbókmenntunum. Ýmsar persónur, sem hér koma við sögu, eins og Snorri goði á Helgafelli, hin stórfagra og gáf- aða systir hans Þuríður á Fróðá, Leifur Eiríksson, Eiríkur rauði, Björn Herjólfsson o. fl., eru eins lifandi fyrir hugskoti lesandans eins og þær væru nútímafólk á leiksviði. Ferðunum til Ameríku, þjóðflutningunum til Grænlands og lífi frumbyggjanna íslenzku þar er lýst svo að lesandinn finnur að svona hlýtur það að hafa verið og engan veginn öðru vísi. „Guðmundur Kamban var einn hinn allra yngsti af skáldunum, og var hann mér með nokkrum hætti hugljúfastur, ef til vill af því, að sál hans virtist skína svo óhindruð, hugmyndaflug hans svo djarft en gott, sem góðum dreng sæmdi. Honum kynntist ég sem hinu glaða og ljúflynda ung- menni, er alltaf vildi taka með bróðurhöndum á brestum annarra, taka svari hins undirokaða, vera málsvari hins breyska, sjá geislann og hið góða í öllu. En hann gat líka hins vegar orðið ótrauður og djarfmæltur, ef því var að heilsa. Ég minnist hans sem í miðjum hring af heiðum himni og frískum vorblæ hafsins, með vor og vissu um sigur hins góða. Það var mér alltaf óblandin gleði að . taka á móti heimsókn Kambans, er alltaf var fyrir mér sem vorboði söngva og sagna nýrra tíma. Einn af þeim, sem aldrei mátti vamm sitt vita.“ Guðmundur Kamban var myrtur á s. 1. sumri af dönsknm glæpamönnum. Þess svívirðilega glæps gagnvart íslenzkri menningu verður bezt hefnt af löndum hans með því að kaupa verk hans, lesa þau og skilja. Útgáfa Helgafells af bók Kambans, Vítt sé ég land og fagurt, er sérstök viðhafnarútgáfa, fög- ur eins og minning hins mikla skálds, sem lýst hefir af mestum skilningi og dýpri samúð hetjunum íslenzku," sem sköpuðu fyrir þúsund árum menningu, sem ekki á sinn líka annars staðar í víðri veröld. Vítt sé ég land og fagurt verður á hverju einasta ísl. heimili um jólin. HELGAFELI, AÐALSTRÆTI 18. Útgefandi: VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðannaður: Jón H. Guðmundsson, Tjamargötu 4, sími 5004, pósthólf 365 Pósturinn er á blaðsíðu 7.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.