Vikan


Vikan - 06.12.1945, Blaðsíða 12

Vikan - 06.12.1945, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 49, 1945 Maida roðnaði og gerði sig hnakkakerta. „Mér er ómögulegt að fullyrða neitt um þetta." Og hvernig sem hann lét, þá fékk hann ekkert ákveðið út úr Maidu og hann varð að lokum að hætta yfirheyrslu hennar, án þess að vera nokkru nær um þetta atriði. Corole Letheny var næsta vitnið. Hún gekk með mjúkum hreyfingum að stólnum og settist virðulega, eins og verið væri að leiða hana til sætis í samkvæmi. Hún var vel til höfð, en mun- urinn á útliti hennar og hinni hreinu fegurð Maidu var mikill. fig var orðin svo leið á að hlusta á spurningar og svör um síðdegisboðið, að ég tók ekki eftir fyrstu spurningum sakadómarans. Eftir nokkra stund vakti dómarinn þó eftirtekt mína á yfir- heyrslunni með þvi að leggja eftirfarandi spurn- ingu fyrir Corole: „Eg bið yður afsökunar, ungfrú Letheny, að ég spyr yður að þessu, en var samkomulagið milli yðar og Lethenys ekki gott?" „Hvað eigið þér við?" Hún starði á hann, hvarmarnir opnuðust og gul augun tindruðu. „Varð ykkur ekki sundurorða eftir að gestirn- ir voru farnir þarna um kvöldið?" Hún sneri sér við og leit ásakandi á Huldu. Það var ófagurt augnaráð. „Ég geri ráð fyrir að þið hafið þetta eftir vinnustúlkunni — en það er satt, við fórum að rífast. Lous var stirður í umgengni á heimili." „Hvert var tilefni ósamlyndis ykkar þetta kvöld?" „O — ekkert sérstakt. Aðeins þetta venjulega." „Þér munið ekki eftir neinu sérstöku — eða neinni sérstakri ástæðu?" „Nei, alls ekki," svaraði Corole rólega. „Það er að segja, hann sagði að ég eyddi of miklum peningum í heimilið. Hann var sífellt að kvarta yfir því." Dómarinn leit hvasst á hana nokkur augna- blik. „Er þetta skammbyssan yðar?" spurði hann því næst skyndilega og rétti fram gljáandi byss- una og hélt henni beint fyrir framan augun á henni. Henni brá, það var greinilegt. Hún rétti út höndina, eins og hún ætlaði sér að þrífa byssuna, en áttaði sig brátt og dró að sér höndina. VIII. KAPLI. „Eigið þér þessa byssu?" spurði dómarinn aft- ur. „Eg? Jú — ég á hana," stundi Corole. „Getið þér þá gefið skýringu á því, hvernig á því stendur að hún fannst í veggskápnum hjá líki frænda yðar?" Hún vætti varirnar með tungubroddnum. „Nei," sagði hún. „Nei, það get ég ekki." „Hvenær sáuð þér hana síðast?" „Því get ég ekki svarað með vissu. Byssan var venjulega geymd í skrifborðsskúffu í vinnustofu Louis. Ég man ekki, hvenær ég sá hana síðast þar." „Þér hafið þá ekki farið með hana út í sjúkra- húsið?" „Nei, svei mér þá, Það datt mér víst aldrei í hug!" svaraði Corole óðamálá. Og hún gerði sig svo píreygða, að ég bjóst næstum við að hún mundi á næsta augnabliki fetta aftur eyrun og hvæsa eins og köttur. „Hvenær sáuð þér frænda yðar siðast?" „Þegar ég fór upp á loft eftir miðnætti." Þau hafa þá ekki rifist lengi, hugsaði ég, en þess duglegar á meðan það var. „Hvar var hann, þegar þér fóruð frá honum?" „Hann var I vinnustofunni." „Reynduð þér að leita að honum þegar ungfrú Day hringdi til yðar og spurði um hann?" „Já, ég leitaði um allt húsið." „Tókuð þér eftir þvi, hvort hann hafði lagst i rúmið, var rúmið óbælt?" „Það virtist vera óbælt." „Eruð þér reiðubúnar til að sverja það, að hann hafi ekki verið heima klukkan — klukkan tvö?" ,,Ef klukkan hefir verið tvö, þegar ungfrú Day MAGGI OG RAGGI. Teikning eftir _- Wally Bishop. '('lifö* fcl 1. Raggi: Hvað er nú að þér, Maggi? Þú ert svo ósköp þreytulegur. Maggi: Eg er líka dauðþreyttur —. 2. Maggi: Það er ekki gott að fara að ganga langar leiðir, þegar maður er örmagna af þreytu —; Raggi: En hvert þarftu að fara? 3. Maggi: Eg þarf að fara til hans Kalla og W.t/i// /TT" Copr. iy-(5 king Fcatures Synjicalc, Inc . «'« ' sækja bók, sem ég* átti að læra í og það eru, eins og þú veizt, að minnsta kosti hálftíma gang- ur til hans ~. Raggi: Og þú ert að kveihka þér við að fara þetta og hefir þó ekki komið út fyrir dyr síðan um hádegi! Af hverju ertu svona þreyttur? 4. Maggi: Ég er búinn að ganga um gólf í tvo tíma og hugsa um, hvort ég eigi að fara þetta. hringdi, þá get ég lagt eið út á það. En ég að- gætti ekki, hvað klukkan var." Eftir þetta voru lagðar minni háttar spurning- ar fyrir Corole og svo var henni sleppt. Nú var röðin komin að Huldu og hún var heldúr stutt i spuna í tilsvörunum sinum. Samt sem áður gaf hún mikilsverðar upplýsingar, með því að geta þess, að Letheny hefði lánað Jim Gain- say bifreið sína, rétt áður en óveðrið skall á. Nokkrir lögregluþjónar báru vitni um hvað þeir hefðu fundið, hvar og hvenær. Þegar þeir voru að lýsa því, hvernig þeir höfðu fundið lík Lethenys, sá ég Corole í fyrsta sinni vökna um augun og þurka sér með knipplinga-klútnum. Þá var Ealman spurður um, hvað hann hafði aðhafst um kvöldið eftir morðið. Hann kvaðst hafa farið beint heim á herbergi sitt og hafa verið sofnaður, þegar síminn hringdi „Hvað?" sagði dómarinn háðslega. „Sváfuð þér þá í samkvæmisfötunum?" „Ég var mjög þreyttur þetta kvöld, því ég hafði keppst við vinnu mina allan daginn. Eg settist á stól og hef víst sofnað strax. fig vissi ekkert af mér fyrr en síminn hringdi." „Og hvað gerðuð þér þá?" „Ungfrú Day var mjög æst, og sjálfur hafði ég gert mér vonir um að hr. Jackson væri á batavegi. Ég náði mér í frakka og kastaði honum yfir mig, því það var hellirigning, náði í bifreið mína og ók siðan eins hratt og ég þorði hingað." Hajek staðfesti líka öll atriðin í framburði okk- ar Maidu. En hann kvaðst ekki hafa heyrt að bar- ið væri að dyrum hjá sér fyrr en ég barði. Það var ekki fyrr en eftir nokkra stund, sagði hann, að hann skildi, hvað vi6 vorum að fara. En þegar hann hafði komist að því, að eitthvað var að á stofu 18, þá flýtti hann sér þangað. Hann var rétt að byrja á rannsókn sinni, þegar Baíman kom. Hann hafði komið inn um glerdyrnar í suð- urálmunni í stað þess að aka kring um sjúkra- húsið að aðalinnganginum, eins og venja hans var. Glerhurðin hafði verið læst, en lykillinn stað- ið í skránni, og ungfrú Day hafði opnað fyrir Balman. Þeim hefði borið saman um dauðaorsök- ina. Þar var ekkert um að villast. Jim Gainsay var næsta vitni. Hann játaði hreinskilnislega, að hann hefði verið á gangi i eplagarðinum rétt áður en óveðrið skall á. Hon- um hafði fundist svo heitt inni og talið að það mundi hressa sig að bregða sér út. Jafn hrein- skilnislega játaði hann, að hann ætti vindlinga- hylkið. „Ég er mjög fegin því, að það skuli vera komið í leitirnar," sagði hannog brosti. „Mér þykir yænt um þetta vindlingahylki og ég saknaði þess mjög." . Dómarinn hnyklaði brúnirnar. Þessi gáski átti ekki við hér. Hann lagði hylkið á þann enda borðsins, sem fjær var Jim Gainsay. „Voruð það þér, sem rákust á ungfrú Keate fyrir framan svalirnar?" spurði dómarinn. Jim Gainsay setti á sig þóttasvip, en reyndi þvinæst að brosa og svaraði: „Það er mér nær að halda. Að minnsta kosti rakst ég á einhvern." Svo það hefir þá verið hann, hugsaði ég. Mér þótti þetta grunsamlegt. Hvaða erindi átti hann á spitalalóðina þessa nótt. „Hversvegna voruð þér að hlaupa?" „Ég þurfti að flýta mér," svarði Jim Gainsay blátt áfram. „Hvert lá yður á að komast?" „Að bílskúr Lethenys." „Og fóruð þér beint þangað?" Hann hikaði aðeins augnablik og svaraði svo játandi. „Hvað gerðuð þér þvinæst?" „Ég fór upp í bifreið læknisins og ók inn í bæ." , „Hvað voruð þér lengi fjarverandi?" „Svona klukkutíma. Veðrið var vont og ég ókunnur veginum." „Þér voruð að senda símskeyti?"

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.