Vikan


Vikan - 06.12.1945, Blaðsíða 5

Vikan - 06.12.1945, Blaðsíða 5
oiiiiiiikiiiiiiiiiiiiiliiMÍiiiiiiilltiiniliiMiiilti VTKAN, nr. 49, 1945 5 12 Ættfaðirinn l■■lll■■l■■lll■lllll■■lllllll■lll■lllll■llll■•ll■l•■llllllll■■l■l■■■■•l■lll■ll■■lllllll■llll■■llll■■l■■llllll■ll■IUlllllll■lll■lllll■llll•ll|||l■|||l||■l||||||l■■|||||||■l|■l■■l■l|| Framhaldssaga: " Eftir NAOMI JACOB. m. Hann hitti Adolfus Hirsch vorið 1840. Adolfus var feitlaginn, fríður, gamall maður og hafði mikinn áhuga á öllum fjármálum. Hann var tal- inn auðugur og bjó í fögru húsi á Hohen Mark- et. Hermanni féll vel við þennan feita, gamla Gyðing, sem gortaði ekki af menntun sinni, held- ur elskaði lífið og öll gæði þess, sem voru föl fyrir peninga. Það fóru sögur af harðdrægni hans í viskiptum og stórfenglegri gestrisni. Miriam hafði komið Hermanni í kunnings- skap við heimilisfólkið á Hohen Market og gamla Hirsch hafði þegar í stað litist vel á unga manninn. Miriam var vingjarnleg við Rachel Hirsch, sem á þessum tíma var grönn, dökkhærð og dökkeygð ung stúlka með fagra, slétta húð. Hún veitti þvi athygli, að heimilis- störfin voru rækt með prýði, maturinn ágætur og þjónustufólkið vel siðað. Rachel var ágæt húsmóðir og sætti sig við að hlusta á langar sögur með óskertri athygli, að því er virtist. Hermann sýndi henni ætíð auðmjúka kurteisi, en þegar Miriam kom með athugasemdir varð- andi það, að Rachel yrði ágæt eiginkona, vætti hann varir sínar og tautaði „leiðinlegar konur eru sama og leiðinlegt líf.“ „Heimska,“ svaraði Miriam snúðug, „stúlkan er aðeins feimin.“ „Ég get ekki þolað feimnar konu.“ „Ef til vill kýst þú heldur þær áleitnu?" Hermann yppti öxlum. „Ef til vill, að minnsta kosti finnst mér þær stúlkur ekki aðlaðandi, sem ýmist horfa á mig eða fingurgóma sína.“ Hvað eftir annað hrósaði Miriam Rachel Hirsch og hélt kvöldsamsæti, þangað sem öll fjölskyldan, Adolfus, Rachel og sonurinn, Ishmael var boðin. Hermann var alltaf kurteis og jafnvel stundum glaðlegur við Rachel — en alveg ósnortinn af ást. Miriam var alveg í öng- um sínum. Hinn fríði sonur hennar, sem nú var þrjátiu og sex ára gamall var ennþá ókvæntur. Það var hreinasta furða. Það virtist sem svar við bænum hennar, að Arbarbanel Jurnett kom til Vínar. Hún hitti hann fyrst á heimili kunningjafólks sins og varð hann strax hrifinn af henni. Hann vék naumast frá hlið hennar allt kvöldið, og vildi fyrir hvern mun, fá að fylgja henni heim. Það sem hann bað um, var aðeins að fá að sitja við hlið hennar í vagn- inum og vera siðan ekið í hónum heim; en hann reyndi ekki að leyna tilfinningum sinum. Hann var hár og grannur Gyðingur með gulan hörundslit og var andlit hans allt í hrukkum og fellingum. Föt hans voru eigi smekkleg. Efnið ekki gott og sniðið skorti þá glæsimennsku, sem Miriam átti að venjast. Hann var klunnalegur í framgöngu, sló óspart gullhamra, notaði hvert tækifæri til að kyssa á hendur og sveiflaði hatt- inum í virðingarskyni, þegar hann hneigði sig. Miriam Gollantz, sem hafði augastað á Rachel Hirsch sem tilvonandi eiginkonu sonar síns, gaf Jurnett gætur og hvatti hann af ásettu ráði. Hún lét rannsaka fortíð hans. Jurnett kom frá Grikk- landi og var ávaxta- og kryddsali. Hann var ekki auðugur og var fátt hægt að segja um einkalíf hans, en hann var almennt talinn aðgætinn mað- ur og fremur duglegur. Hann var um sextugt. Hermanni gramdist að hitta Jurnett stöðugt á heimili sinu. Hann kom á öllum matmálstímum og borðaði, fór út með Miriam, í söngleikahúsið, Forsaira * Gyðingurinn Fernando ® * Meldola er kaupmaður í París og verzlar þar með allskonar list- muni. Meldola er víðkunnur fyrir ráðvendni , og heiðarleik í viðskiptum sínum. Hjá hon- um er systurdóttir hans, Miriam Lousada, sem honum þykir ákaflega vænt um. Góð- vinur Meldola, Nathanael Gollantz, sendir til hans son sinn, Abraham, sem fer að starfa í vedzlun hans. Miriam og Gollantz verða ástfangin hvort af öðru. Gollantz fer til Italiu með her Napóleons undir því yfirskyni að hann sé skrifari. Fernando kemst að því að frænka hans er vanfær. Hann skrifar Gollantz og skipar honum að koma strax heim. Gollantz kemur aftur til Parisar og kvænist Miriam. Þau eignast dreng, sem deyr. Svo líða nokkur ár og Gollantz deyr. Miriam eignast son, sem hún nefnir Hermann. Þegar hann er um tvítugt fer hann í ferðalag til Englands, Hollands, Italíu og fleiri landa. Heima í París kynnt- ist hann Madame Pilon og ungri frænku hennar, Marie Lorette og verður mjög hrif- inn af þeirri síðamefndu. Hann seilist mjög til að vera með henni og gefa henni ýms- ar gjafir. Hermann kemur í óvænta heim- sókn til hennar og þá er annar karlmaður hjá henni og þar með er vináttu þeirra slit- ið. Verður Hermann dapur i bragði og sinn- ir fáu, þar til móðir hans stingur upp á því að flytja til Vínar, og kemur hún að máli við Fernando um þessi efni. Getur hún talið Fernando á, að láta af verzluninni og flytur hún ásamt Hermanni til Vínar, þar sem hann reisir verzlun upp á eigin spýt- ur. Ætlar Femando að koma til þeirra vorið eftir. Þeim líkar lifið vel í Vín og eignast þau fljótt kunningja og taka þátt í, samkvæmislifi. Þá veikist Fernando og deyr og verða Miriam og Hermann mjög döpur af því. Hermann kynnist Soffíu Lieven prinsessu og verður hrifinn af henni, og fer hann í söngleikahúsið til að sjá hana þar síðasta kvöldið hennar i Vín. Daginn eftir fer hann og heimsækir hana. Er hún þá klædd ferðafötunum og biður hann að fylgja sér til Parísar. Hann neitar því og segir hún honum þá að kvænast sem fyrst og skilja þar með leiðir þeirra. leikhúsið og á glæsileg veitingahús. Svo virtist sem maðurinn félli móður hans vel í geð og hún vitnaði alltaf í það, sem hann hafði sagt. Jurnett sagði þetta, og Jurnett fannst hitt. Svo var það dag nokkurn, að hún sagði — hvort sem það var af ásettu ráði eða ekki: „Arbarbanel sagði — Hermann þeytti frá sér kaffibollanum, því að þetta var við morgunverðinn. „Hver sagði — ?“ „Arbarbanel sagði —,“ hélt Miriam sakleysis- lega áfram. Hermann var stundum önugur að morgni dags. Hann hafði einnig borðað kvöldið áður með Mademoislle Löwe, Anschrittz, Rettich og ýmsum öðrum leikkonum og leikurum, og komið mjög seint heim frá því. 1 morgun hafði hann svo vaknaö með höfuðþrautir eftir sumblið og vökuna um nóttina. „Ar-bar-ban-el,“ át hann upp eftir henni og virtist smjatta á atkvæðunum. „Elsku mamma, þú getur ekki kallað manninn þessu skrípanafni? Þetta er ekkert nafn, aðeins fyndnisyrði!" Miriam leit niður og byrjaði taugaóstyrk að kreista pentudúkinn. „Hermann, þú ert sannar- lega mjög óvingjarnlegur," stamaði hún lágri röddu. „övingjarnlegur, mamma! Hvað er það óvin- gjarnlegt þótt ég segi þetta. Þetta er heimsku- legt nafn og sá, sem ber það er einnig hlægi- legur.“ Nú leit hún upp. „Hermann, hvernig þorir þú —- hvernig dirfist þú að segja þetta!“ Hermann starði á hana galopnum augum og með gapandi munn. Þetta hafði honum aldrei dottið í hug. Var það mögulegt, að hin fagra, duglega og hrífandi móðir hans væri ástfangin af þessum kjánalega manni, Jurnett með gula and- litið. „Elsku mamma, þú átt þó ekki við —, þú ert þó ekki að reyna að segja mér — nei, nei, það getur ekki verið!“ Hann spratt á fætur og var viti sinu fjær, kastaði pentudúknum á borðið og velti kaffibollanum um koll. Miriam sneri sér við og hringdi borðbjöllunni, sem stóð við hlið hennar. „Ég held, að við eigum ekki að ræða það mál neitt frekar,“ sagði hún virðulega. Síðan vék hún sér að þjónustustúlk- unni í dyrunum og sagði: „Komið með hreinan bolla og pentudúk handa hr. Gollantz!" „Þökk fyrir, mamma, ég vii ekki meira kaffi. Ef þú ert því ekki mótfallin, þá ætla ég af stað til vinnu minnar. Ég á mjög annríkt núna.“ Þegar Miriam var orðin ein, fékk hún sér ann- an kaffibolla, andvarpaði og hallaði sér aftur í stólnum. „Aumingja drengurinn! Ef til vill væri það samt honum fyrir beztu.“ Um kvöldið borðaði Hermann hjá Adolfus Hirsch og dóttur hans. Eftir borðhaldið lék Rachel á hljóðfæri fyrir þá, og gerði hún það fremur laglega. Hermann stóð við hlið hennar og horfði á smágerðar, hvítar hend- ur hennar hreyfast á nótunum. öðru hvoru and- varpaði hann, þegar honum datt Jurnett í hug. „Þér eruð hryggur í kvöld, herra Gollantz," sagði Rachel. „Já, ég hefi orðið fyrir skapraun, já alvarlegri skapraun." Hið fagra andlit hennar lét í ljós meðaumkun. „Æ, það var leiðinlegt. Get ég ekkert hjálpað yður? Ég — ég yrði svo hamingjusöm, ef ég gæti það.“ Hann horfði með athygli á hana. Ef til vill sá hann núna i fyrsta sinn, hvernig hún var í raun og veru. Fögur, vingjarnleg og mjög brjóstgóð. Hann velti því fyrir sér, hvort hann gæti verið þekktur fyrir að gera hana að trúnað- armanni sínum. Segja henni, hvað honum þætti það sárt, að móðir hans, sem hann tilbað og elskaði skyldi gefa slíkum manni sem Jurnett undir fótinn og vera hrifin af honum. Rachel neyddi hann á engan hátt til að sýna sér trúnaðar- traust, heldur hélt áfram að leilca á hljóðfærið. Hermann, sem stóð og horfði á hendur hennar, tók að fá nýjan áhuga á henni. Það hefðu verið fáar konur, sem notuðu ekki þetta tækifæri til að leiða samtalið að einkamálum manns. Seinna um kvöldið, þegar hann sat við hliðina á henni í græna silkifóðraða legubekknum, tók hann að segja henni frá öllum erfiðleikum sínum. Hann var hálfnaður í frásögn sinni, áður en hann vissi hvað hann sagði. Rachel hlustaði án þess að segja nokkuð. Tinnusvart hár hennar var skipt í miðju og féll það í lokkum niður með alvarlegu, hjartalöguðu andliti hennar. „Þér getið skilið, Fraulein Hirsch, að þetta hefir fengið mjög á mig. Ég get ekki skilið, að þessi maður með skrípanafnið, sé á nokkurn hátt

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.