Vikan


Vikan - 06.12.1945, Blaðsíða 10

Vikan - 06.12.1945, Blaðsíða 10
10 VTKAN, nr. 49, 1945 1! s r s i fi Hl 1 1 IH nti SISSI1 8. 1II Matarœði. MatseSillinn Eftirfarandi uppskriftir eru úr bæklingi þeim, sem gefinn var út í sambandi við „Manneldissýningu" Kvenfélagasambands Islands, sem opin hefir verið undanfarið í Þjóð- leikhúsinu og vakti mikla athygli. Kálsúpa. y2 lítið hvítkálshöfuð, 1% L vatn, 200 gr. kartöflur, 300 gr. feitt saltkjöt, 10 piparkorn. Sjóð saltkjötið í vatninu ca. 40 mínútur. Afhýð kartöflumar hráar og sneið þær. Sker hvítkálið í bita. Bæt síðan kartöflum, káli og pipar- komum út í pottinn hjá kjötinu. Sjóð það 15 mínútur til viðbótar. Fær saltkjötið upp, sker það í mjög litla bita og bæt því út í pott- inn aftur. Ber hraðhyminga fram með súpunni. Steiktur kindarhryggur. %—2 kg. hryggur, 1 lítill lauk- ur, 1 gulrót, 1 tsk. salt. Pipar, (1 matsk. smjörlíki), 4—5 dl. sjóðandi vatn eða soð. Ráka hrygginn með hnif báðum megin (ca. 1 cm. milli rákanna), þannig að hnífurinnfariaðeinsígegn- um fitulagið. Strá salti og pipar á hann og nú smjörlíkinu um hann (ef hann er mjög feitur, þarf þess ekki). Legg hrygginn í ofnskúffu, ásamt græn- metinu og brúna hann í vel heitum ofni. Hell vatni í skúffuna og aus því yfir hrygginn 10. hverja mínútu. Lát hann vera í ofninum 1%—1% klst. Heilhveiti-tvíbökur. 200 gr. heilhveiti, 100 gr. hveiti, 2 matsk. sykur, % tsk. salt. 2 tsk. lyftiduft, 75 gr. smjörlíki, 1% dl. mjólk. Blanda því þurra. Myl smjörlíkið saman við. Væt það með mjólkinni og hnoða deigið. Bú til úr því mjóan sívalning og sker hann í jafna bita. Hnoða kökur úr bitunum og baka þær á plötu við góðan hita. Kljúf bollumar með gaffli. Raða helmingn- um þétt á plötu með sárin upp og baka þær ljósbrúnar. Þurrka þær síðan við lítinn hita i opnum ofni. Síðustu áratugina hefir mataræði manna stöðugt verið meiri gaumur gefinn. Vísindamenn hafa uppgötvað ný og ný efni, sem mannslíkamanum eru nauðsynleg og greint ýmsa sjúk- dóma, er fram koma þegar efni þessi vantar. Víðtækar rannsóknir hafa verið framkvæmdar víða um lönd á mataræði almennings. Oft hafa menn orðið varir við skort ýmissa efna. Oftast stafar hann annaðhvort af slæmum fjárhagslegum ástæðum og skorti á kjamfæðivörum á markaði, eða ónógri þekkingu almennings á þvi, hvers ber að neyta og hvemig að matbúa vöruna. Vissulega er margt enn á reiki um eðli hinna ýmsu næringarefna, og sér- fræðingunum ber engan veginn sam- an. Flestir þeirra virðast þó sammála um að okkur beri að neyta fæðu, sem inniheldur sem flest efni, og þá helzt fæðu úr dýra- og jurtaríkinu jöfnum höndum. En það er ekki sama hvemig mat- reitt er. Þó fæða sé ótilreidd auðug af næringarefnum, geta þau glatazt við illa meðferð, því að mörg þeirra em mjög óstöðug. Geymsla og öll meðferð markaðsvörunnar hafa því einnig geysi mikla þýðingu, sérstak- lega þar sem sumar matvömr fást nýjar aðeins nokkum hluta ársins eins og t. d. hér á íslandi. Á striðs- árunum hefir fróðleikur manna um geymsluaðferðir og þar af leiðandi tæknilegir möguleikar um geymslu matvæla aukizt mjög. Enn sem komið er hefur þessi hlið málsins verið litill gaumur gefinn hér heima. Þó er nú verið að gera nokkrar tilraunir með hraðfrystingu matvæla og niðursuðu á síld, og er það gleðileg nýung. Um manneldisfræði hefir ýmislegt verið ritað hér á landi, en flest er það á víð og dreif í tímaritum og bæklingum. Má þar til dæmis benda á tímaritið Heilbrigt líf, sem oft flyt- ur greinar um slík efni. Nú næstu mánuði er þó von á manneldisfræði eftir frú Kristínu Ólafsdóttur lækni, sem fyrst og fremst er ætluð hús- mæðraskólum. Ágætt myndi og fyrir sem flestar húsmæður að eignast ritið. Er almenningur yfirleitt hvattur tii að lesa það sem skrifað er um þessi mál og reyna að hafa það, sem sann- ast réynist og réttast á hverjum tíma. Fæði okkar Islendinga er að mörgu leyti gott, og við eigum að halda við ýmsum góðum venjum í matar- æði, en hins vegar leikur enginn vafi á því, að við þurfum að bæta það með ýmsum vitamínauðugum fæðu- tegundum. Sérstaklega eigum við að auka kartöflu- og grænmetisneyzl- una, læra að hagnýta síld til mann- eldis og framleiða nægilegt af mjólk- urafurðum. Hver húsmóðir og hver sá, er við matreiðslu fæst á opinber- um veitingastað, verður svo að læra að meðhöndla vöruna réttilega. Þá er stigið stórt skref í áttina til þess að tryggjk heilsu þjóðarinnar. (Manneldissýning Kvenfélaga- sambands Islands). Snotur og mjög þægilegur búning- ur, bæði á baðstöðum og inni í húsum. Jakkinn er tvílitur, úr brúnu ullar- efni, aðskorinn í mittið og ein- hnepptur. FLESTUM KONUM BER SAMAN UM, að fáar fegurðarvörur jafnist á við hinar dásamlegu Angelus-snyrtivörur. Varalitur, krem, rouge, andlitspúður. (Athugið að vörumerkið, skátaliljan, sé á sérhverri pakkningu). FÆST I ÖLLUM SÉRVERZLUNUM. NÝKOMIÐ: Útrýmið mel- flugum og skorkvikind- um með undra- efninu: BLACK FLAG. IXM zsEmzm STOPS PERSP8RATJON ODORS Htrained Foods z Junior foodt oleodorant CAJMUn 4 MUNIÐ áÐ CLAPP’S - Barnafæða .. , FÆST 1 NÆSTU BÚÐ. AGNAR NORÐFJORÐ & Co. h.f. lllllllllllllllllllltllllltlllllllllllOIIIIIIIIIIIII ÖRUGGASTA SVITAMEÐALIÐ DRUMMER LITUR Hverjum pakka af Drumm- er lit fylgja notkunar- reglur á íslenzku. Drummer litur fæst víða. Heildsölubirgðir: Jón Jóhannesson&Co. Sími 5821. Reykjavík.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.