Vikan


Vikan - 06.12.1945, Blaðsíða 3

Vikan - 06.12.1945, Blaðsíða 3
VIíCAN, nr. 49, 1945 ELSA SIGFÚSS (Framhald af forsíðn). ,. Sigfúsar Einarssonar tónskálds og konu hans, Valborgar Einarsson, söngkonu og píanóleikara. Hún sækir því hrjómlistargáf- urnar í báðar ættir, en eins og alþjóð mun kunnugt var faðir hennar dómkirkjuorgan- leikari, tónskáld og söngstjóri og vann mikið að eflingu sönglífsins í landinu. Eins og við mátti búast lærði Elsa Sigfúss þegar í æsku á hljóðfæri og áðwr en hún sigldi hafði hún fengið sérstakan áhuga á hnéfiðlu- leik (Cello) og byrjaði að stunda nám í hon- um hér heima. 1928 fór hún utan og til Danmerkur, ásamt Einari, bróður sínum (hann spilar á fiðlu í hljómsveit í Árósum og er kennari við Tónlistarskólann þar). Elsa fór í Tónlistarskólann í Kaupmanna- höfn og stundaði þar nám í hnéfiðluleik, en frú Dóra Sigurðsson, er kenndi henni söng, fékk því til vegar komið, að sönghæfileikar Elsu voru reyndir. Sjálfri hafði henni ekki dottið söngnám í hug. Það fór samt svo, að söngur varð aukanámsgrein hennar í skólan- um og næsta ár eftir þetta er söngurinn orðinn aðalnámsgrein hennar. í Tónlistar- skólanum tekur námið venjulega þrjú ár, en Elsu var boðið að vera þar fjórða árið ókeypis. Að námi loknu fékk hún ferðastyrk frá skólanum og fór þá til Dresden í Þýzka- landi og var þar þrjá mánuði við nám. Eftir að til Kaupmannahafnar kom aftur, hélt hún þar hljómleika og var mjög vel tekið. Upp frá því tók hún að syngja á opinberum hljómleikum og við kirkjuhljómleika og hef- ir sungið í Noregi, Svíþjóð og Þýzkalandi, auk Danmerkur og Islands. Ekki leið á löngu þangað til hún fór að syngja í útvarp og hefir hún náð miklum vinsældum fyrir þann söng og sem dæmi um það má í gamni geta þess, að hún hefir fengið margskonar þakk- lætiskveðjur frá hlustendum sínum í Dan- mörku; þeir sendu henni sígarettur, súkku- laði, ísaumaða dúka og eitt sinn fékk hún pakka frá konu úti á landi, sem sagðist alltaf Elsa Sigfúss meö kjördóttur sinni, Eddu, sem varð fimm ára. núna í desember. Telpan var aðeins í'imm daga gömul, þegar söngkonan tók hana að sér. tódda kom með moöur sinni iiingaö tillands. Elsa Sigfúss við hljóðnemann. Að þessu sinni er hún að lesa en ekki syngja. Hún hefir sungið mikið í útvarp og hlotið almennar vinsældir fyrir sönginn. hlusta á söng hennar, en í pakkanum var, ásamt mjög vin- samlegu bréfi, 12 egg, i/2 kg. smjör, 30 kg. kartöflur, epli og annað góðgæti! Þétta var vel til fundin kveðja, eins og tímarnir voru þá í Danmörku. Frú Dóra Sigurðsson stakk upp á því við Elsu, að hún reyndi líka að syngja létt, nýtízku lög. Henni leizt ekki á það í fyrstu og þótti lítið varið í það, en síðar komst hún að raun um, að hægt var að finna skemmtileg lög á þessu sviði. Þessi söngur hennar varð og mjög vinsæll. Elsa Sigfúss hefir oft sungið á grammófónplötur. Pyrsta platan, sem hún söng fyrir „Polyphon", seldist ágætlega og þá var upptekningunni haldið áfram. Mörg undanfarin ár hefir Elsa sungið á plötur fyrir „His Masters Voice". Elsa Sigfúss kom hingað 11. nóvember og hefir sungið þrisvar í Gamla Bíó og haldið kirkjuhljómleika bæði í Hafn- arfirði og Reykjavík. Hún veit enn ekki, hve lengi hún kem- ur til að dvelja hér að þessu sinni, en henni þykir ákaflega gaman að vera hér heima, enda kom hún alltaf hingað á sumrin, áður en ófriðurinn braust út.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.