Vikan - 06.12.1945, Blaðsíða 6
6
VIKAN, nr. 49, 1945
samboðinn móður minni. Það er gjörsamlega
ómögulegt."
Rachel horfði á hann dökkum augum. „Ég hefi
mikla samúð með yður. Móðir yðar er svo töfr-
andi, og ég get ekki þolað þennan herra Jurnett.
Hann er svo lítilfjörlegur — í öllum skilningi.“
Hermann veitti því athygli, að hún þagnaði
öðru hvoru eins og hún væri hikandi; þetta var
ekki stam og honum fannst það vera heillandi.
Honum var það huggun, að hún var honum sam-
mála. Af einhverri ástæðu fannst honum ekki
allt eins dapurt, grátt og kallt.
Þegar hann fór heim til sín, var hann orðinn
vonbetri. Rachel Hirsch hafði fundist eins og
honum, að ógjörningur væri að skoða Jurnett
sem biðil móður hans.
Skoðun hans hafði verið staðfest. Hann gekk
inn í forsalinn heima hjá sér og blístraði lágt
síðasta vals Strauss. En fjörugt lagið dó út á
vörum hans, þegar hann sá hatt Jurnett og síða,
dökkgráa frakkann með mölétna skinnkraganum
hanga þar á snaganum. Hann rétti úr sér og fór
inn í setustofuna. Móðir hans sat þar á stól, og
bylgjaðist kjóllinn um hana í mjúkum fellingum;
hendurnar lágu í keltu hennar og skartgripirnir
á fögrum handleggjunum glóðu í birtunni af
vaxkertunum í gylltu armstjökunum. Jurnett stóð
fyrir framan hana og horfði á hana á mjög
heimskulegan hátt, eða svo fannst Hermanni.
Þau sneru sér bæði við, þegar hann kom inn.
Tepruleg viðkvæmni hvarf af andliti Jurnett og
Miriam teygði fram hendurnar og bauð hann vel-
kominn á þann hátt.
„Æ, hvað það var gaman að sjá þig! J2g lét
bíða eftir þér með súkkulaðið. Viltu hringja núna
eftir þvi, þakka yður fyrir fylgdina heim, hr.,
Jurnett!" ^
Jurnett virtist allt í einu verða dapur í bragði.
Hermann hló með sjálfum sér. Karlskröggurinn
hafði auðsjáanlega búist við hressingu.
Hermann hafði aðeins heilsað honum þurrlega,
með lítilli höfuðhneigingu og beið óþolinmóður,
meðan Jurnett beygði sig yfir hönd Miriam.
„Góða nótt, frú Gollantz. Og á morgun. . . ?“
„A morgun?“ Miriam leit spyrjandi á hann.
„Þér hafið lofað mér því, að borða með mér
hádegisverð á nýja veitingahúsinu á Joseph
Platz.“ Rödd hans var ásakandi.
„Ég ætla að senda boð til yðar snemma í
fyrramálið varðandi það.“
Hermann opnaði fyrir hann hurðina og lokaði
henni á eftir honum og fór síðan inn til móður
sinnar.
Miriam horfði á hann. „Þér fellur ekki hr.
Jurnett í geð?“
„Getur nokkur þolað hann?“ Hermann vissi
að ekki einungis orðin heldur raddblær hans
var ókurteis.
„Margir meta hann mikils. Til dæmis Hirsch
fjölskyldan."
„Þar held ég, að þér skjátlist, mamma.
Minnsta kosti einn meðlimur fjölskyldunnar
fyrirlítur hann eins mikið og ég.“
„Mér þykir leitt, að þú skulir fyrirlíta hann,
því að það gerir mér allt svo erfitt, Hermann,"
sagði Miriam með virðuleika.
Hermann horfði alvarlegur á hana. En hvað
hún var fíngerð og falleg; fötin hennar fóru svo
vel og hárið þykkt og vel hirt. Húðin var laus
við hrukkur og mjúk eins og á ungri stúlku.
Röddin var þægileg og hljómfögur. Hann elsk-
aði hana svo heitt og vildi gera henni allt til
geðs, en nú var hún að tengjast þessum gríska
kaupmannsfauski. Hann hafði andstyggð á
Grikkjum, þeir voru næstum því eins óþolandi
og Armeníumenn.
„Ég hefí adrei viljað valda þér erfiðleikum,
mamma mín,“ sagði hann, „við skulum ekki
ræða um hr. Jurnett. Það eru svo mörg sam-
eiginleg áhugamál, sem við getum talað um.
Hér er súkkulaðið þitt. Pranz, færðu mér eitt
glas af aldinsafa.
Er vikur liðu, varð Hermanni það ætíð meir
og meir ógeðfellt að vita móður sína í svo nánu
vinfengi við Jurnett. Honum fannst maðurinn
ætíð vera á heimilinu, og að hann gæti aldrei
gengið um anddyrið án þess að rekast á tötra-
lega klæddan þjón Jurnetts með bréf í hend-
inni. Einnig varð hann var við bréfasendingar
frá móður sinni og þóttist hann viss um, að
þarna væri Grikkinn annars vegar. I örvænt-
ingu sinni — því að hann var mjög hryggur —
fór hann hann oftar en áður í heimsókn á Hohen
Market. Rachel var svo vingjarnleg og góð, hún
skildi svo vel tilfinningar hans og dáði Miriam.
Hann fór aldrei svo þaðan, að hún hefði ekki
hughreyst hann. Hann talaði næstum daglega
við Rachel Hirsch og ekki brást hún honum
þessar vikur og hafði lag á að gera honum gott
í þrenginum hans.
Svo var það dag nokkum við morgunverð-
inn, að það sem hann hafði óttast lengi, kom
yfir hann sem reiðarslag.
Miriam leit óvenjulega vel út; kjóllinn var
rauðblár og skreyttur með bláum löngum slauf-
um í mittið og á pilsinu. Hárið var sett upp í
fallegan hnút í hnakkanum og féllu lokkar frá
honum niður á vinstri öxl hennar. Hermanni
fannst, þegar hann horfði á hana, að hún hefði
aldrei verið svona falleg.
„Ég held, að þú sért að yngjast, mamma,“
sagði hann. Miriam brosti og eitthvað í brosi
hennar sagði Hermanni, að fleiri hefðu sagt hið
sama. Honum fannst hrollur fara um sig, eins
og skugginn af Jurnett félli á borð þeirra.
„Ég held varla, að ég hafi breyzt sérlega
mikið," sagði Miriam. „Stærstu breytingarnar
sjást sennilega ekki hið ytra, ég á við andlegar
breytingar."
„Hefir þú breytt svo mjög um hugarfar?"
sagði Hermann og reyndi að hafa stjórn á rödd
sinni.
„Já, það held ég. Margt sem mér fannst áður
vera ógjörningur er nú sjálfsagt, já, jafnvel
ákjósanlegt."
„Svo sem —.“
Hún yppti öxlum, svo að skrjáfaði í silkinu.
„Æ, það er svo margt. Til dæmis að búa
annars staðar en í Vín, ný áhugamál, nýjar til-
hneigingar — jafnvel giftingar."
Hann lyfti glasi sinu, hneigði sig kuldalega
og sagði.
„Beztu hamingjuóskir, elsku mamma. En nú
verður þú að fyrirgefa þótt ég fari.“
Blessað
bamiS!
Teikning eftir
George IMclManus.
Mamman: Vertu nú góður drengur, Lilli, mamma ætlar að fara ut og Pabbinn: Svona, elskan, nú á Lilli að leika sér
kaupa fallegt til jólanna —.
Pabbinn: Lilli er alltaf góður drengur, er það ekki, vinur?
Lilli: Do-do!
héma meðan pabbi fer niður og málar forsalinn, svo
að hann verði fínn, þegar gestirnir koma á jólunum
— pabbi heyrir í þér, vinur!
Lilli: Go-o!
Lilli: Da-da—da-da—da-da!
Stúlkan: Á ég að taka teppið af forsalnum? Stúlkan: Æ!
Pabbinn: Já, annars er svo sem engin hætta á að ég sletti Pabbinn: Æ! Ó!
á það —.