Vikan


Vikan - 06.12.1945, Blaðsíða 13

Vikan - 06.12.1945, Blaðsíða 13
13 VTKAN, nr. 49, 1945 BAfiNASAGA eftir BEIMEB LANGE. essi er þó vœnn!“ hrópaði Pétur og‘ rykkti rermilegum áli upp úr sandpollinum við rauða steininn. „Já, við höfum verið heppin i dag,“ svaraði Metta, systir hans og hló, „pokinn er næstum því fullur.“ Bömin voru stödd við vesturströnd Jótlands, sem við útfall breyttist í eyðilegar sandflatneskjur með vatns- pyttum á stangli, þar sem fiskar syntu fram og aftur. Það var eftir- Iætisstarf barnanna í aðliggjandi hér- uðum að fara á fiskveiðar úti á sönd- unúm. Pétur og Metta, sem voru böm fiskimanns í Vedsted, voru sérlega ástundunarsötn við þessa iðju, enda unnu þau sér inn, á þennan hátt, talsverða peninga. Einkum höfðu þau verið heppin í dag eins og Metta komst að orði. Skjóðan, sem Pétur hafði bundið við mittið á sér, var kvik af marþvömm og kröbbum og svo var það nú állinn, sem mestur fengur þótti í. „Við verðum einnig að hraða okk- ur heim,“ sagði Pétur og stakk áln- um i skjóðuna, „það flæðir eftir skamma stund.“ Metta kinkaði kolli. Þau námu staðar hjá nokkmm vatnspyttum en héldu siðan beint að landi. Skyndi- lega varð himininn undarlega grár og rakar vindhviður blésu á móti þeim. Ströndin á Man-ey að baki þeirra og Jótlandsströndin hurfu smátt og smátt í þokumökk. „Sjóþokan", sagði Metta, „við verð- um að hraða okkur.“ „Já", svaraði Pétur, „nú riður á að vera fljótur." Þau hlupu hratt. En sjóþokan, þessi hræðilega Vesturhafsþoka, var ennþá fljótari yfir sandana. Þétt, köld og rök umlukti hún þau á allar hliðar, svo að þau sáu aðeins þoku- vegg, hvert sem þau litu. „Ef við gætum haldið stefnunni," andvarpaði Metta. „Það heppnast," svaraðiPétur.hug- hraustur, „beint áfram.“ Þau hættu að hlaupa, en gengu eins hratt og þau gátu og leiddust. Þau þögðu um hríð. Þau höfðu ekk- ert umræðuefni. Allt í einu sagði Metta hnuggin: „Við höfum vist villzt. „Heimska“, svaraði Pétur, „við er- um rétt bráðum komin.“ ' „Elr þetta ekki annars rauði steinn- inn?“ stamaði hann ruglaður. Þau litu á hvort annað. Jú, það var enginn efi. Þetta var rauði steinn- inn við pyttinn, þar sem þau veiddu siðasta álinn. Þau höfðu gengið í hring á sandinum. Metta tók að gráta. „Hvað eigum við að gera?“ spurði hún grátandi. Síðan rak hún upp skelfingaróp. „Sjáðu, Pétur, við emm að sökkva í vatni! Hafið er tekið að flæða inn yfir sandana." „Við verðum að fara á brott.héð- an,“ sagði Pétur, „annars drukknum við.“ „Já, en hvert?“ Þau horfðu ráð- leysislega á hvort annað. 1 sama bili barst hljóð þeim til eyma. Það var vagnskrölt og raddir. „Vagn! Við skulum hrópa.“ Þau æptu bæði eins og þau gátu. Var þeim skjótt svarað, og vagn kom akandi út úr þokunni. Þau hlupu að honum. „Stígið inn,“ sagði maður aftur í vagninum, „svo að þið hafið einnig villzt. Ég er dýralæknir frá Ribe, og er að koma frá eyjunni Man.“ Pétur og Metta klifmðu upp I vagninn og gerðu grein fyrir ferða- lagi sinu. „Já., hvað eigum við að gera?" sagði dýralæknirinn dapur. „Við viiit- ustum út af malarveginum til eyjar- innar og vitum ekkert, hvar við emm staddir." „Við höfum okkur fram úr þessu, ef við lendum ekki ofan í Kammer- stíflunni," hélt ökumaðurinn, „en hestamir hafa alveg misst áttirnar." „Nú veit ég, hvað við skulum gera,“ sagði Metta, sem var orðin kjarkgóð við að mæta fulltíða mönnum, „við skulum kveikja neyðarbál í vagnin- um.“ „Já, þú ert ekki svo heimsk, litla hnáta," sagði dýralæknirinn, „að mér skyldi ekki detta þetta í hug! En hverju eigum við að brenna?" Það lá hálmur og tómur poki ásamt nokkmm dagblöðum í botninum á vagninum. Dýralæknirinn og öku- maðurinn fórnuðu einnig vasaklútum sinum, Pétur vasabók sinni og Metta höfuðklútnum. Að lokum dró dýra- læknirinn olíuflösku upp úr meðala- tösku sinni. Þau kveiktu í þessu í snatri, og neyðarbálið blossaði upp. „Ó, að þau sæu þetta frá strönd- inni," sagði Pétur. Þau sátu óróleg og héldu eldinum lifandi með öllum þeim flíkum, sem þau gátu án verið. Nú slokknaði bálið og þau drápu síðustu neistana döpur í bragði. „Þetta var víst árangurslaust," nöldraði ökumaðurinn. „Þokan er of þétt." „Nei, nei, sjáið bara! Þeir svara!“ sagði Metta og réði sér ekki fyrir gleði. „Það hefir verið kveikt bál á ströndinni." „Guði sé Iof,“ sagði dýralæknirinn og andvarpaði af feginleik. Bjartur logi leiðbeindi þeim að ströndinni. Skömmu síðar glytti einn- ig í bál að baki þeirra. Neyðarmerkið hafði bæði sézt frá Man-ey og Jót- (Framhald á næstu siðu). Stœrsta og fjölbreyttasta úrval landsins af kvenskóm og karlmannaslcóm iflL Smdum. gzgn pÓ6tlc\cJu íhjjext ú ía.ncL s&m &>l JOámA G. eJhibvigAA&tn slcóverzlun Albin smábátavél- arnar eru komnar # , \ , %la»alant SlMI 6401 SlMNEFNIt VÉLASALAN Hafnarhúsinu. Sími 5401. is

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.