Vikan


Vikan - 18.04.1946, Page 2

Vikan - 18.04.1946, Page 2
2 VIKAN, nr. 16, 1946 Pósturínn Kæra Vika! Viltu vera svo góð að svara nokkr- um spurningum fyrir mig. Hvenær og hvar eru eftirtaldir ieikarar fædd- ir: Bette Davis, Marlene Dietrich, Robert Donat, Deanne Durbin, Nel- son Eddy. Fyrirgefðu allar spurningamar Snúlla. Svar: Bette Davis er fædd 5. april 1908, í Boston, Marlene Dietrich 27. septem- ber, 1902 í Berlín, Robert Donat 18. marz 1905, í Manchester, Deanne Durbin 4. desember 1922 og Nelson Eddy 29. júni 1901. Kæra Vika mín! Hvort er Robert Taylor enskur eða amerískur. Við veðjuðum um .það tvær vinstúlkur. Hvor hefir rétt fyrir sér? Tvær ósáttar. Svar: Robert Taylor er amerískur. Kæra vika! Af þvi ég hef oft séð, að ekki er að fara í geitarhús að leit sér ullar, að spyrja þig, þá sný ég mér til þín í þeim tilgangi að fá upplýsingar um það, hvort dagblöð taki þóknun fyrir það að birta eftirmæli. Óska eftir svari sem fyrst. Þinn Fávís. Svar: Eftir því sem við bezt vit- um, þá er það ekki gert. Kæra Vika! Við undirritaðir. óskum eftir að komast í bréfasamband við stúlkur á aldrinum 17—25 ára einhverstaðar á landinu. Með kveðju og þakklæti. Daði Magnússon, Þingeyri. Sveinn Hafnfjörð, Þingeyri. Herbert ólafs- son, Kúvíkum. S.t.s. Svavar Þor- láksson, Veiðileysu. S, t. s. Og nú staddir á m. b. Hörpu. Flateyri. Kæra Vika! Ég kunni einu sinni fyrir löngu kvæði, sem ég man nú ekki nema fjórar línur úr og er ég ekki viss úm að þær séu réttar, en þær eru svona: Eg minnist þín er sé ég sjóinn glitra við sólarhvel — ég heyri þig er þýt- ur fjarlæg alda svo þungt og ótt. — Ég hefi enga hugmynd um, hvar Framhald á bls. 15. 1. Er sjöundi mánuðurinn kom, og Israelsmenn voru í borgum sínum, safnaðist allur lýðurinn saman eins og einn maður á torginu fyrir fram- an Vatnshliðið. Þá kom Esra prest- ur, með lögpnálið fram fyrir söfnuð- inn og las upp úr þvi. 2. Þegar Esra hafði lokið lestr- inum, þá fór fólkið til þess að eta og drekka og senda skamta og halda mikla gleðihátíð, því að þeir höfðu skilið þau orð, er menn höfðu kunn- gjört þeim. 3. 32g vil lofa drottin af öllu hjartá í félagi og söfnuði réttvísra. Mikil eru verk drottins, verð íhugunar öllum þeim, er hafa unun af þeim. Tign og vegsemd eru verk hang og réttlæti hans stendur stöðugt að eilífu. 4. Og daglega héldu postulamir sig í helgidómnum og brutu brauð í heimahúsum, og neyttu fæðu með fögnuði og eínfaldleik hjartans og lofuðu guð. 1. Á maðurinn að pretta guð, úr því að þér prettið mig? Færið alla tiundina í forðabúrið, til þess að fræðsla sé til í húsi mínu, og reynið mig einu sinni á þennan hátt, segir drottinn hersveitanna, hvort ég lýk ekki upp fyrir yður flóðgáttum him- insins og úthelli yfir yður yfirgnæf- anlegri blessun. 2. Einn af mannfjöldanum sagði við hann: Meistari, seg þú bróður mínum að skifta með mér arfi okkar. En hann sagði við hann: Maður, hver hefir sett mig dómara eða skiptaráð- anda yfir ykkur ? Og hann sagði við þá: Gætið þess að varast alla ágimd, þvl að þótt einhver hafi allsnægtir, þá er líf hans ekki trygt með eigum hans. 3. Höfðingi nokkur sagði við hann: Góði meistari, hvað á ég að gjöra, til þess að ég erfi eilíft líf? En Jesús sagði: Sel þú allar eigur þínar og skipt þeim meðal fátækra, og munt þú fjársjóð eiga í himnum; og kom síðan og fylg mér. En er hann heyrði þetta, varð hann mjög hryggur, því að hann var auðugur mjög. Þá sagði Jesús: Hversu torvelt mun verða fyrir þá, sem auðæfi eiga að ganga inn í guðsriki. 4. Því að auðveldara er fyrir úlf- aldann að ganga gegnum nálarauga en fyrir ríkan mann að ganga inn í guðsríki. Rafvélaverkstœði Halidórs Ólafssonar Njálsgötu 112. — Sími 4775. Framkvæmir allar viðgerðir á rafmagnsvélum og tækjum. Kafmagnslagnir í verksmiðjur og hús. Útgefandi: VIKAN H.P., Reykjavik. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Tjarnargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.