Vikan - 18.04.1946, Page 10
VIKAN, nr. 16, 1946
10
u ir i m ni i i i n
HbLi i iii i LIU
O
MatseSillinn
Tízkumynd
Hamborgarskinke.
Reykt svínslæri er afvatnað og síð-
an soðið, að því loknu látið inn í heit-
an ofn og brúnað. Ofurlitlu af sjóð-
andi vatni bætt á; öðruhvoru þarf
að ausa yfir steikina, og er hún soðin
í 3 kl.st. Þegar steikin er tilbúin, er
stráð yfir hana góðu lagi af flór-
sykri og siðan látin i ofn með góðum
yfirhita, til þess að sykurinn brúnist.
Pramreidd með brúnni kjötkraftsósu,
brúnuðum kartöflum og soðnu græn-
meti.
Hvít sagósúpa.
iy2 1. vatn, 70 gr. sagógrjón,
börkur af hálfri sítrónu, 2 egg,
50 gr. sykur, 1 teskeið sherry,
100 gr. sveskjur, 50 gr. rúsinur,
safi úr hálfri sítrónu.
Suðan er látin koma upp á vatn-
inu, sagógrjónunum þá stráð út á og
stöðugt hrært í þar til sýður. Soðin
við mjög hægan eld i 10 min. Sítrónu-
börkurinn er soðinn með í 5 mín., en
tekinn upp úr áður en súpan er fram-
reidd. Sveskjurnar og rúsínurnar eru
soðnar sér í 10 min., siðan er súp-
unni smátt og smátt hellt yfir á
eggin, sem áður hafa verið hrærð
hvít með sykrinum. Vatnið, sem rús-
ínurnar og sveskjurnar voru soðnar í,
er ekki notað. Sherry og sitrónusaf-
anum er blandað í við framreiðsluna.
(trr matreiðslubók
Helgu Thorlacius).
Hentugur búningur fyrir kornung-
ar stúlkur.
Svart, slétt pils og köflótt blússa.
Blússan er sniðin út í eitt og erm-
arnar mjög stuttar, fellingar að
framan, undir beltinu, og i hálsmál-
ið er hnýtt slaufa.
á eftir úr. volgu vatni með ofurlitu
af salmíakspiritus.
Húsráð
Kökudeig er hægt að geyma um
tíma í kæliskáp, ef það er vandlega
vafið inn í smjörpappír. Síðan er
hægt að baka af því smám saman
mismunandi kökur, eftir því hvort
ávextir eða hnetur eru hafðar með
því.
Það er erfitt að hreinsa veggfóður.
Ryksjúga má það gætilega eða
bursta með linum bursta og strjúka
það með mjúkum klút. Þegar olíu-
málaðir veggir eru þvegnir er hægt
að gera það úr kvillagaberki eða
stelnolíu, en þvo verður vegginn vel
Þurrkið aldrei ryk af með óhrein-
um klút. Bezt er að hrista klútinn
oft úti, þegar verið er að nota hann
og þvo hann vikulega. Ryk á að
þurrka af daglega með mjúkum klút,
en gott er að nota einu sinni í viku
þvottaskinn og á að vinda það upp
úr volgu vatni.
HUSMÆÐUK!
MUNIÐ:
REYKJ&VÍKUR.
Enn um sojabaunir.
■■. Or „Nýjar leiðir“. —•••■>■
1 síðasta biaði birtum við
kafla úr grein Björns L. Jóns-
sonar „Sojabaunauppskriftir"
og fer annar hluti úr sömu
grein hér á eftir:
Sojabaunir sem sjúkrafæða. Þess
er þegar getið, að sojabaunir eigi vel
við sykursýki. Þær eru einnig góðar
við blóðleysi, vegna þess að í þeim er
allmikið járn og fjörefni. Sojamjólk
(sjá síðar) þykir gefast vel við eks-
emi, ekki sízt þeirri tegund þess,
sem stafar af ofnæmi fyrir kúamjólk
og algengt er á börnum. Þá reynist
hún vel við niðurgangi í ungbörnum.
Til þess að melta sojabaunir, þarf
ekki nema litið af magasýru. Þær
eru því góðar fyrir þá menn, sem
hafa of miklar sýrur í maga, því að
þær örva lítt til sýrumyndunar. Enn-
fremur meltast þær fljótt og yfirgefa
magann á 2—3 tímum, stundum á
einum 80 mínútum.
Fullkomnasta fæðutegundin. Það
mun varla ofmælt, að sojabaunir séu
hin fullkomnasta alira þekktra, nátt-
úrlegra fæðutegunda. Þær innihalda
öll helztu næringarefnin, sem manns-
líkaminn þarfnast, og þau eru talin
34: aminósýrur, málmsölt, fjörefni o.
s. frv. Til þess að þær geti talizt al-
hæf fæða, vantar þær varla annað en
kolvetni og C-fjörefni. En þetta fjör-
efni má að vísu framleiða i þeim, á
mjög einfaldan hátt, með því að láta
þær spira. Úr kolvetnaskortinum er
næsta auðvelt að bæta með því að
neyta ásamt þeim náttúrlegra korn-
tegunda, svo sem heilhveitis, rúg-
mjöls, hafra, byggs. Ef sojabaunir
eru notaðar óspíraðar, verður að sjá
líkamanum fyrir nægum C-fjörefnum
með því að borða mikið af nýju
grænmeti eða nýjum aldinum. Ágæt
aðferð til að sameina sojabaunir og
kommat, er að búa til sojabrauð
(sjá síðar).
Sojamjöl. Úr sojabaunum er búið
til sojamjöl. Til eru af því tvær teg-
undir, feitt og magurt mjöl. Hið síð-
ara er unnið úr baunum, sem hafa
áður 'verið sviptar nokkru af fitu-
magni sínu með þrýstingi eða kem-
iskum aðferðum.
Sojamjöl er að ýmsu leyti hentugra
til matreiðslu en baunirnar sjálfar.
M. a. má nota það' í brauð og kökur,
búðinga o. fl.
Á sjúkrahúsi einu í London kom
það í Ijós, að ungböm, sem fengu
sojamjöl til helminga á móti þurr-
mjólk, þrifust vel og voru blóðmeiri
en þau börn, sem fengu venjulega
kúamjólk.
Sojamjölk. Úr sojabaunum má með
einföldu móti búa til sojamjólk. Hún
líkist mjög kúamjólk að útliti og
efnasamsetningu en hefir þó mun
meira járn. Hún er auðmeltanlegri
en kúamjólk, m. a. vegna þess, að
hún hleypur ekki í eins stóra kekki
í maganum. Því er það, að sumir
sjúklingar, börn og fullorðnir, sem
þola ekki kúamjólk, geta að ósekju
neytt sojamjólkur. Talið er, að fimm-
buramir' amerísku eigi sojamjólkinni
lif sitt að launa. Þeir voru að veslast
upp af meitingartruflunum, þegar
dr. Kellogg ráðlagði vini sinum, dr.
Dafoe, sem annaðist uppeldi fimm-
buranna, að gefa þeim sojamjólk í
stað kúamjólkur.
Úr sojamjólk er hægt að búa til
báeði smjör og osta.
Spírun sojabauna. Baunimar em
þvegnar vel og látnar liggja í bleyti
í einn sólarhring (1 bolli af baunum
í 3 bollum af vatni). Þá eru þær
settar á grunnt fat eða bakka, að-
eins 1 eða tvö lög, og látnar standa
á hlýjum stað. Við og við þarf að
bæta vatni á þær, en ekki meira en
svo, að vatnið hylji botn ílátsins,
þannig að baunimar haldist vel
rakar. Eftir 4—5 sólarhringa eru
baunimar orðnar nægilega spíraðar.
Séu þær ekki notaðar þegar í stað,
á að geyma þær í ísskáp eða á öðr-
um köldum stað, eins og nýtt græn-
meti.
r 1 -4-
^
ýt-
HBaiitúrat)
Frúin (þegar hún er búin að máta
alla hatta í verzluninni): Það var
fallega gert af yður að sýna mér
hattana, en ég kom nú annars í bæ-
inn til þess að kaupa mér pels!
Faðir við son sinn: Það er betra að
þegja og láta menn halda, að maður
sé kjáni heldur en að tala og láta
menn ekki vera í neinum vafa um
það.