Vikan


Vikan - 18.04.1946, Síða 13

Vikan - 18.04.1946, Síða 13
VIKAN, nr. 16, 1946 13 Ofjarl risans. BARNASAGA. GÓÐI, gamli kóngurinn hélt sam- kvæmi. Það höfðu komið nokkr- ir kóngar og prinsar frá erlendum rikjum og var haldin veizla þeim til heiðurs. Að lokum gat enginn þeirra borð- að meira, og þá sagði gamli kóng- urinn. „Hérna hefi ég gómsætan búðing, sem þið eigið að bragða á! En ef þið hafið enga matarlyst, þá ætla ég fyrst að segja ykkur sögu — á eftir getið þið áreiðanlega borðað búðing- inn. „Er þetta skemmtileg saga?“ spurði einn prinsanna. „Já, hún er það, bíddu rólegur," svaraði gamli kóngurinn og hóf sögu sina. „Dag nokkurn lagði ungur maður af stað út í heiminn — hann var einn sins liðs, átti hvorki ættingja né vini, en hann átti sverð, sem hann reiddi sig á. Annars var hann i sólskinsskapi og var því vingjarnlegur við menn og dýr, sem urðu á vegi hans. Þegar hann lagði af stað, mætti hann gamalli konu, sem bað hann um skildinga. „Eg á aðeins þrjá skildinga i vasa mínum og nokkra brauðmola, en ég ætla að skipta þessu á milli okkar!“ sagði Sveinn og gaf konunni einn skilding og helminginn af brauðinu. Konan þakkaði honum fyrir, og síðan hélt Sveinn áfram. Skömmu seinna mætti hann ann- arri, gamalli konu, sem bað hann um dálítið. „Ég á tvo skildinga og brauðmola, og ætla ég að skipta því á milli okk- ar," svaraði Sveinn, og það gerði hann einnig. Einu sinni ennþá mætti Sveinn gamalli konu og fór þá allt á sömu leið og gaf hann henni allt sem hann átti eftir. Þá sagði konan: „Þú ert góður piltur, Sveinn, og ætla ég að launa þér fyrir þetta. Láttu mig fá sverðið þitt, og þá skal ég gera það hart og óbrjótanlegt!" , Konan strauk sverðið með fingur- gómunum og muldraði nolckur orð, og því næst rétti hún Sveini sverð- ið. Stuttu seinna komu hinar, gömlu konurnar og sögðu við hann: „Við ætlum einnig að launa þér, Sveinn, með því að gefa þér góð ráð.“ Sú eldri sagði: „Inni í skóginum, við rætur Sjö- milnafjallsins býr risi', sem gætir fjársjóðs. Parðu inn í skóginn og dreptu risann, því að þú ert sá eini, sem getur það, en þá eignastu fjár- sjóðinn." Hin konan sagði: Risinn ber kylfu, en hana skaltu taka og stinga ofan í poka. Ef ein- hver ætlar að gera þér mein, þá skaltu opna pokann og segja: „Lemdu," og þá muntu sjá dálítið skrítið!" Þegar gömlu konurnar höfðu lokið máli sinu, fóru þær burtu, en Sveinn skildi, að þetta voru dulklæddar skógardísir. Nú hraðaði hann sér til Sjömilna- fjallsins og þar heyrði hann risann bölva og ragna um leið og hann reif tré upp með rótum. Risinn kom þjótandi á móti Sveini og sveiflaði kylfunni, en Sveinn var ekkert hræddur. Hann brá sverðinu og högg risans féllu máttlaus á það. Eftir langt og erfitt einvigi féll ris- inn dauður til jarðar og Sveinn varð sigurvegarinn. En hann var svo þreyttur eftir bardagann, að hann lagðist niður í grasið og steinsofnaði og vissi þess vegna ekkert, hvað fram fór. En á milli trjánna hafði staðið riddari og horft á bardagann. Hafði hann einnig haft í hyggju að drepa risann, þar sem kóngurinn hafði heit- ið þeim manni dóttur sinni, sem það gerði. En þegar riddarinn hafði séð, hvað risinn var hræðilega stór og sterkur, hafði hann ekki þorað í bar- daga við hann, heldur falið sig og úr þessu fylgsni sinu hafði hann ver- ið sjónarvottur að einvíginu á milli Sveins og risans. En þegar Sveinn var sofnaður, læddist riddarinn og tók sverðið af honum, og því næst hraðaði hann sér að ríða burt. „Risinn er dauður," hrópaði hann hárri rödd og sveiflaði blóðugu sverð- inu, en fólk þyrptist að honum til að dást að þessari hetju, sem hafði drep- ið risann. Að siðustu komst riddarinn upp að höllinni og heimtaði prinsessuna fyr- ir það afrek, sem hann hafði leyst af hendi. Kóngurinn varð að standa við loforðið, þótt prinsessan gréti og segðist ekki geta þolað riddarann. A meðan hafði Sveinn vaknað og leitað að sverði sínu, en fundið það hvergi. „Jæja, það skiptir þá engu máli!“ sagði hann og tók kylfuna, eins og dísirnar höfðu ráðlagt honum, og gekk inn í helli risans, þar sem hann fann fjársjóðinn. Nú klæddi Sveinn sig í skrautleg föt og fyllti vasa sína af gulli og gimsteinum og gekk síðan upp að konungshöllinni. Hann ætlaði að biðja prinsessunn- ar, þvi að nú hélt hann, að hann gæti verið þekktur fyrir að gera það, þar sem hann átti öll þessi auðæfi. En þegar hann kom að höllinni, var þar mikið annríki og hann spurði: „Hvað er um að vera? Get ég fengið að tala við prinsessuna — eða við kónginn — bezt væri, að ég fengi að tala við þau bæði!" „Herra,“ sagði þjónninn með virð- ingu, þvi að núna var Sveinn eins og fegursti prins í útliti og klæðnaði, „þér hljótið að koma langt að, ann- ars mynduð þér vita, að í dag er haldið brúðkaup prinsessunnar og hrausta riddarans, sem drap risann.“ „Hvernig stendur á þessu?“ hróp- aði Sveinn, „þetta verð ég að at- huga.“ Sveinn hélt, að enginn gæti verið eins undirförull og riddarinn var, heldur hlyti þetta að vera einhver misskilningm-. Þjónninn hleypti honum nú inn, þar sem veizlan var haldin, en Sveinn gekk fyrir hásætið og hneigði sig fyrir kónginum, drottningunni og prinsessunni. Riddarjnn stóð þarna i brúðarskarti sínu og sagði frá, hvernig hann hafði unnið á risanum. öll hirðin var þarna samankomin, til að hlusta á hann. Sveinn gerði það einnig og hugs- aði, að það væri hræðilegt, hvernig riddarinn gæti logið. Að lokum var frásögnin á enda, og þá sagði Sveinn. „Ég hefi töframann hér í pokanum mtnum, og hann heldur þvi fram, að það sé ’ekki satt, sem riddarinn seg- ir!“ Það varð mikið uppnám við hirðina við þessi orð, og prinsessan varð mjög glöð — því að hún gat ekki þolað riddarann, en leizt mætavel á Svein. „Gættu þín!" sagði riddarinn ógn- andi, en Sveinn hrópaði: „Lemdu!" Um leið hoppaði kylfan upp úr pok- anum og tók að lumbra á vonda riddaranum, svo að hann æpti hátt og bað um vægð. „Jæja, ætlarðu þá að segja sann- leikann um dauða risans?" spurði Sveinn og kallaði á kylfima til sxn. Riddarinn varð nú, emjandi af sárs- auka, að skýra frá því, sem hann hafði séð og að Sveinn væri hin raunveruleg hetja. „Ætlarðu þá að afhenda mér sverð- ið mitt?" spurði Sveinn með ógnandi augnaráði. Riddarinn gaut augunum til pokans — og hann þorði ekki ann- að en að sækja sverðið og afhenda Sveini það, sem varð mjög glaður við. Riddarinn hypjaði sig burt hiö bráðasta, en hlátur og hæðnisorð dundu á honum úr öllum áttum. Sveinn fór þá og tæmdi úr vösum sínum í keltu prinsessunnar. „Gjörðu svo vel!“ sagði hann „taktu þessar perlur og demanta, þvi að ég á miklu fleiri. Ég náði í fjár- sjóð risans, en heimski riddarinn vissi ekkert um hann.“ „Á ég þá ekki að giftast Sveini, pabbi?“ spurði prinsessan og kóng- urinn svaraði því játandi. „Ungur, hraustur maður með annað eins sverð og þetta, er miklu betri en göfugasti prins, og þar að auki á hann f jársjóð- inn!“ sagði kóngurinn. Síðan var haldið áfram með brúð- kaupsveizluna, aðeins með öðrum brúðguma og því voru allir fegnir." Þannig endaði saga gamla kóngsins. Þá hlógu allir kóngarnir og prins- arnir sögðu: „Þetta var góð saga!“ „Hún var um mig!" svaraði þá. góði, gamli kóngurinn. „Þvi að það var ég, sem var Sveinn." Tveir bandarískir hermenn í Peking að skoða fyrsta vagninn, sem fluttur va.r inn i Kína.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.