Vikan


Vikan - 20.02.1947, Page 5

Vikan - 20.02.1947, Page 5
VIKAN, nr. 8, 1947 5 ---------------------------------— Ný framhaldssaga. Mignon G. Eberhart: Minningar frá Mel ady-sjúkrahúsinu 2 SAKAMÁLASAGA þótti þetta einkermilegt, gat varla trúað, að hann hefði sent mig eftir tóbaksskríninu til þess eins að geta horft á fallegan hlut: En hvað um það? Hvað varðaði mig um duttlunga sjúklinganna, ef þeir gátu orðið til þess að gera þeim lífið skemmtilegra. „Hefir dr. Harrigan nokkuð komið?,“ spurði ég til þess að segja eitthvað og fór að draga koddana undan höfði hans, svo hann sæti ekki eins uppréttur, þar eð læknirinn hafði bannað það stranglega. Brúnirnar á Pétri Melady sigu Qfan á nef, þeg- ar hann varð þess var, að ég var að taka undan honum koddann, en hann streittist samt ekki á móti. ,,Já,“ sagði hann dræmt. „Hann kom og kvaðst ætla að skera mig upp í fyrramálið. Hann heldur að það sé alveg óhætt.“ Hann þagði dálitla stund, en bætti síðan við kæruleysislega: „Það er rétt, það er öllu óhætt mín vegna. Ég næ mér fljótt. En þrátt fyrir það er hann sami asninn og hann hefir alltaf verið." Ég varð alveg undrandi yfir þessum orðum hans. Þótt mér líkaði ekki allskostar við dr. Harrigan, hefði mér aldrei komið til hugar að segja neitt slíkt eða þvi líkt. „Helzt til gjálifur," muldraði Pétur Melady og tók ekki út úr sér vindilinn. Hann hafði ekki augun af skríninu, sem hann hélt enn á í hönd- unum og snéri og velti á allar hliðar. „Hann drekkur of mikið. Hann fer að falla í áliti." ‘„Hann er bezti skurðlæknirinn I B—.“ sagði ég og hrissti mælinn ákaflega. „Hann var einu sinni bezti skurðlæknirinn í B—,“ sagði Pétur Melady þrjózkulega. „Þér megið hafa mig fyrir því, ungfrú Keate, að hann endist ekki lengi. Hafið þér tekið eftir útlitinu á honum ? Pokar undir augunum og þreytudrætt- ir í andlitinu. Hann lítur út eins og gamall mað- ur og þó er hann lítið eldri en ég. Hann heldur að mér sé vart viðbjargandi, en — nei, hristið ekki höfuðið, imgfrú Keate — ég veit, hvað ég syng. Þótt ég sé illa á mig kominn, þá mun ég samt endast lengur en hann.“ „Þér getið treyst hæfni dr. Harrigans sem læknis," sagði ég ákveðið. „Má ég mæla í yöur hitann, hr. Melady?“ „Ég efast ekkert um hæfileika hans. Ég veit það vel, að hann er eini læknirinn í Miðvestur- ríkjunum, sem hjálpað getur mér. Svo mikið veit ég.“ Hann leit sem snöggvast af skríninu og virti mig fyrir sér hálf-glottandi. „Haldið þér, að ég mundi annars leggja mig undir hníf- inn hjá-------“ Hann þágnaði skyndilega. Hann hafði fram að þessu talað við mig í hinum venju- lega hæðnislega tón, en nú bætti hann við með kuldalegri og alvarlegri röddu: „— hjá versta fjandmanni mínum.“ Ég vissi það, eins og reyndar allir í sjúkra- húsinu, að Pétur Melady og dr. Harrigan höfðu einu sinni verið beztu vinir, en síðan höfðu þeir, skyndilega og án þess nokkur vissi ástæðuna til þess, orðið verstu fjandmenn. „Hann læknar mig, ef það er á nokkurs manns færi,“ sagði Pétur Melady íbygginn, „og það þrátt fyrir það þótt hann hati mig og ég hati hann.“ Hann sagði þetta þánnig, að mér var orðið nóg um. Litlu síðar hélt hann áfram og var nú bliðari í röddinni: „Heyrið þér nú, ungfrú Keate. Þér vitið, að dr. Harrigan skorti Persónulisti : Sarah Keate, hjúkiunarkona i austurálmu þriðju hæðar í Melady Memorial sjúkrahús- inu, er aðalvitnið í morðmálinu, sem sagan f jallar um, og það er hún, sem segir söguna. Pétur Melady, forstjóri Melady lyfjafé- lagsins og sonarsonur stofnanda Melady Memorial sjúkrahússins, núverandi for- maður sjúkrahússnefndarinnar. Dione Melady, dóttir Péturs, gift frænda sinum Courtney Melady. Dr. Iíimce, yfirlæknir í Melady-sjúkra- húsinu. Dr. Harrigan, frægur skurðlæknir og starfsmaður við sama sjúkrahús. Ina Harrigan, kona dr. Harrigans. Nancy Page, hjúkrunarkona. Lillian Ash, hjúkrunarkona. Ellen Brody, hjúkrunamemi. Lamb, lögreglumaður. Lance O’Leary, lögreglumaður. Kenwood Ladd, húsateiknari. Jacob Teuber, starfsmaður í sjúkrahús- inu. alla siðmenntun. En vegna þess, að hann er enn- þá viðurkenndur sem mikill og dugandi læknir, getur hann leyft sér ýmislegt, er aðrir mundu ekki komast fram með. Læknar eru yfirleitt heiðar- legir og siðprúðir, enda mundi þeim ekki farn- ast vel, ef þeir væru það ekki. Harrigan var líka heiðarlegur, þar til nú nýlega." Hann rétti vind- ilinn fram yfir rúmstokkinn og hrissti af honum öskuna. „Dr. Harrigan nýtur enn trausts sjúklinga sinna," sagði ég þurrlega. „Gjörið svo vel og opn- ið munninn." „Dr. Kunce á glæsilega framtíð fyrir hönd- um —,“ byrjaði Pétur Melady og ætlaði sýnilega að halda áfram í sama dúr, en þegar hann opnaði munninn til þess að stinga upp í sig vindlinum aftur, notaði ég tækifærið til þess að læða hita- mælinum upp í hann og undir tunguna. Hann leit illilega á mig, en lét mælinn vera, og á meðan ég beið fór ég að hugsa um þessi síðustu orð hans. Það var satt, að dr. Kunce, sem nú var yfirlæknir í sjúkrahúsinu, átti sjálfsagt glæsilega framtið fyrir höndum. Mig furðaði oft á því, hvernig hann gat siglt á milli skers og báru, þegar um þá Pétur Melady, með allan þráa sinn og þrjósku, og dr. Harrigan, með ofsa sinn og bræði, var að ræða. En hvað sem um dr. Kunce og framtíð hans mátti segja, þá var það víst, að dr. Harrigan var mikill læknir og hann var sá eini í Miðvestur-ríkjunum, sem hjálpað gat Pétri Melady. Fram að þessu hafði heilsufari Pétur Melady verið þannig farið, að dr. Harrigan hafði ekki viljað hætta á að framkvæma upp- skurðinn. 1 fyrramálið átti uppskurðurinn að fara fram, og mér þótt vænt um að heyra hvað Pétur Melady var bjartsýnn, þvi það hefir eins og allar hjúkrunarkonur vita, mjög mikið að segja, að sjúklingurinn sé ekki kvíðafullur og vondaufur. Ég tók hitamælinn út úr sjúklingnum og var að reyna að fela vindilinn, þegar dymar opnuð- ust og Dione Melady kom inn. „Guð minn góður, en það reykjarloft," sagði hún með viðbjóði. „Ég get ómögulega tollað í rúminu með þessi bönd og plástra, ungfrú Keate, svo mér datt í hug að koma sem snöggvast inn til pabba. Ég hef frétt, að nú ætti uppskurðurinn að fara fram í fyrramálið og mig langaði að sjá, hvort pabbi væri í rauninni nokkuð betri, þvi ég er algerlega á móti því, að uppskurðurinn fari svona fljótt fram. Ég skil ekki í þér, pabbi, að láta dr. Harrigan skera þig upp, því------“ „Svona, Dione, við erum búin að tala svo oft um þetta og við skulum nú hætta því.“ „En þetta er svo heimskulegt, pabbi. Ég get ekki skilið, hvers vegna þú gerir þetta." Ég ræskti mig. „Sjúklingurinn minn má ekki--------“ „Ég hef þegar tekið mína ákvörðun,“ sagði Pét- ur Melady þreytulega. „Þú ert búin að rausa um þetta mánuðum saman, en nú skaltu hætta. Þessu verður ekki breytt. Dr. Harrigan fram- kvæmir uppskurðinn í fyrra málið, og því verður ekki breytt." „Ég samþykki það aldrei." „Ég þarf ekkert á samþykki þínu að halda.“ „Láttu nú ekki svona, pabbi. Hlustaðu á þau rök, sem ég hefi fram að færa.“ „Þegiöu, segi ég!“ hreytti Pétur Melady út úr sér og leit á dóttur sína eins og honum þætti leitt, að þeir dagar voru liðnir, þegar hann gat tekið hana á hné sér og flengt hana. „Þú ert dónalegur, pabbi, að tala svona við mig, þegar þú veizt, að ég er aðeins að hugsa um velferð þína. En það er samt sem áður bezt, að ég hætti að tala um þetta. Viljið þér gjöra svo vel og ganga út sem snöggvast, ungfrú Keate?“ „Ég skal lofa yður að vera einni inni hjá íöð- ur yðar í 10 mínútur, ef þér lofið því að þreyta hann ekki eða koma honum í vont skap.“ 1 dyrunum mætti ég Court Melady. Hann leit furðanlega vel út þrátt fyrir hitann, en nokkrir sVitadropar voru þó á enni hans. Hann leit elcki á mig, heldur beindi köldu gráu augunum í áttina til Dione og spurði mig mjög kurteislega, hvort hann mætti heimsækja sjúklinginn minn. „Já, í 10 mínútur, en ekki lengur. Hann má ekki verða fyrir geðshræringu eða verða þreytt- ur.“ Um leið og ég gekk út heyrði ég að Dione sagði: „Jæja, svo þú hefir þá sent eftir kinverska tóbaksskríninu,” og röddin var glaðlegri en venjulega. Dione og maðurinn hennar komu út úr her- bergi Péturs Melady að tíu minútum liðnum, og það gladdi mig mjög, að þau skyldu ekki reyna að óhlýðnast boði mínu. Hitinn virtist ekki minnka þótt komið væri fram á kvöld. Ég gekk frá öllu, sem starfa þurfti undir nóttina og ætlaði síðan að leggja mig og reyna að sofna dálitla stund, þvi sjúklingurinn minn var venju fremur rólegur. Ég komst þó brátt að

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.