Vikan


Vikan - 27.03.1947, Blaðsíða 3

Vikan - 27.03.1947, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 13, 1947 3 Lárus Ingólfsson Framhald af forsíðu. Lárus fór utan 1926. Hafði hann þá tekið kaþólskan sið og komst að sem námssveinn í klaustri í Luxemborgargreifa- dæmi og fékst við helgimynda- gerð undir handleiðslu listelskra klausturbræðra Benedikts-regl- unnar. Síðan nam hann svið- skreytingu og búningateikningu á Bonniers Akademi í Kaup- mannahöfn. Það var veturinn 1927—1928. Jafnframt gerði um Lárus í tilefni þess, að við flytjum nú myndir af Lárusi, og varð hann góðfúslega við því, eins og á má sjá hér á eftir: „Þegar ritstjóri Vikunnar bað mig að skrifa nokkrar línur um Lárus Ingólfsson, þá var mér ljúft að verða við þeirri beiðni hans, því þá fékk ég tækifæri til þess að þakka Lárusi fyrir margra ára góða og skemmti- lega samvinnu. Mér er það enn Sigrrún Magnússdóttir sem Dröfn og Lárus Ingólfsson sem Lassi í „Upplyfting." hann tízkuteikningar fyrir vöru- hús. Hann var ráðinn fastur starfsmaður konunglega leik- hússins í Kaupmannahöfn í árs- byrjun 1929, og starfaði þar til 1932, og var eftir það við ýms leikhús í Danmörku, þangað til hann kom heim haustið 1933, og má með sanni segja, að þá hafi leikstarfseminni hér bætzt góðir kraftar. minnistætt, er ftmdum okkar bar saman í fyrsta sinn. Það var við æfingar á „revýunni" „Forn- ar dyggðir“. Hg hafði heyrt tal- að mikið um hæfileika þessa unga listamanns, því þávarLalli ungur, og er reyndar enn og verður vonandi í nokkra ára- tugi, en ef satt skal segja, þá lagði ég ekki meira en svo trún- að á, að hann gæti verið eins fjölhæfur, og af var látið. En brátt kom það í ljós, að ekki hafði verið of mikið gert úr hæfileikum hans, því eftir stutta viðkynningu, komst ég að raun um, að hann var argasti galdra- maður, og hefði eflaust verið brenndur á báli, hefði hann ver- ið uppi fyrr á tímum. Honum var jafn tamt að syngja gaman- vísur, dansa og herma eftir. Allt virtist leika honum í höndum. Væri hlé á æfingunum, þá brá hann sér í gerfi nafnkunns stjórnmálamanns, skálds eða bara almeiins borgara og lék þá svo snilldarlega, að hreinasta unun var að. Þessar „prívat“ skemmtanir fyrir samverkafólk- ið, styttu oft hinar löngu og þreytandi æfingar. Eftir 1938 hefir Lárus leikið í öllum þeim „revýum“, sem hér hafa komið á leiksvið. Hann hefir þótt ómissandi vegna fjölhæfni sinn- ar. Það hefir vanalega verið ein af fyrstu spurningunum, sem höfundarnir hafa lagt fyrir Inga Laxness og Lárus Ingólfsson í „Nú er það svart, maður.“ sig, þegar ný „revýa“ hefir ver- ið í uppsiglingu: „Getur Lalli verið með?“, og hafi þeirri spurningu verið svarað játandi, þá hefir höfundunum fundizt framtíðin brosa við sér. Það er reyndar hreinasti óþarfi að kynna Lárus fyrir lesendum „Vikunnar“, því að allir þekkja hann, jafnt ungir sem gamlir. Hver man ekki eftir „Mannin- Framhald á bls. 7. Vikan sneri sér til Har. Á. Sigurðssonar og spurði, hvort hann vildi ekki segja nokkur orð Lárus Ingólfsson (t. h.) og Alfreð Lárus Ingólfsson, ásamt tveimur Andrésson í „Nú er það svart, mað- Lárus Ingólfsson (lengst t. v.), ásamt Vali Gíslasyni og Alfreð .þlómarósum, í „Forðum í Flosaporti." ur.“ Andréssyni í „Manni og konu.“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.