Vikan


Vikan - 27.03.1947, Blaðsíða 12

Vikan - 27.03.1947, Blaðsíða 12
IZ VIKAN, nr. 13, 1947 strax fyrsta kvöldið," sagði Wanda hreinskilnis- lega. „Eins fór fyrir mér." „Já, eins og þú, en þú hefðir getað látið fyrr undan, Sherry." ,,Ég er núna á báðum áttum, hvort ég eigi að láta undan," svaraði hann. „Hvernig get ég gengið að eiga þig, sem ert svo ung og falleg." „Þú neyðist til að gera það úr því sem komið er.“ „Já, það er satt,“ sagði Sherry og þrýsti henni að sér, „þó að ég leggi ekki sama skilning í það og þú, litli skelmirinn þinn. Nú förum við aftur til Beni Haroun og það verður ekkert af hneyksl- inu, sem þú ætlaðir að koma af stað. En fyrst að þú ert komin til mín á annað borð, þá sleppi ég þér ekki framar. Þú vilt það sjálf •— og þá verð- ur þú að taka afleiðingunum." „Það er ég ánægð með,“ sagði Wanda. Hún þrýsti sér fast að honum og horfði í dökkbláu augun hans, sem voru svo nærri hennar augum. Hann hélt henni lengi fast að sér, en sleppti henni svo. „Komdu nú, Wanda, við megum ekki eyða tím- anum til ónýtis. Við getum verið komin aftur til Beni-Haroun klukkan hálf átta, því að við verð- um fljótari að fara undan straumnum." „Verður þú hjá Mary í kvöld." „Svona eins og ég lít út?“ Hann var í háum reiðstígvélum, reiðbuxum og skyrtu, sem var óhneppt í hálsinn. „Ég verð varla til mikils prýðis í veizlunni í þessum búningi, en ég hefi ekki tíma til að taka með mér samkvæmisföt. Ég kem þér bara heim, tala nokkur orð við Mary og fer svo um hæl aftur. En strax seinni partinn á morgun fer ég með lestinni til Kairo og næ tali af föður þínum. Heldurðu að hann eigi ekki margt vantalað við okkur?" „Ég held varla að hann segi margt," svaraði hún. „Hann skilur okkur. Hann hefir sjálfur verið svo dapur og hann vill ekki að ég verði líka óhamingjusöm. Hann kemur ekki með neinar mót- bárur, hann getur ekki verið svo grimmur." „Ég held lika að hann segi ekki nei, þegar ég hefi talað við hann,“ sagði Sherry, „en hann verð- iir fyrir vonbrigðum. Ég er ekki sá maður, sem 1. Amma: Þér væri nær að taka eitthvao til, heldur en að liggja alltaf í þessum blöðum. Mað- ur er alveg að kafna í rusli. Afi: Svona, svona, góða, vertu nú ekki að æsa þig upp, þú hefir enga heilsu til þess! 2. Raggi: Manstu, afi, hvað þú sagðir við hann Bill um daginn? Afi: Hvað var það? 3. Raggi: Mér heyrðist þú se^ja, að þú værir hann hefði helzt kosið sér fyrir tengdason, Wanda." „Kannske ekki. En eins og ég hefi alltaf sagt þá kemur engum hjónaband mitt við nema mér sjálfri. Ef þau — og þú — hefðuð bara hlustað á mig og skilið að þetta var mér alvara —.“ „fig veit það núna,“ og Sherry brosti. „Já,“ hún andvarpaði og stakk hendi sinni í lófa hans. Þannig gengu þau, hönd í hönd niður að bryggjunni. „Ég hélt að mér myndi aldrei takast að koma þér í skilnig um þetta, Sherry McMahon." Um það bil þremur vikum seinna sat hópur kvenna — og þar var á meðal frú Conyers og lafði Hereward — í kringum teborðið í Gezireh- klúbbnum. Þetta var síðasti dagur lafði Herew- ard í Kairo. Hún, maður hennar og dóttir ætluðu af stað daginn eftir og halda þannig áfram ferð sinni í kringum hnöttinn. „Ég vona sannarlega að það megi fara vel,“ sagði Bessie Conyers. „En mér finnst samt ákaf- lega undarlegt að þau skyldu giftast." „Maður eins og Sherry verður aldrei hrifinn af henni til lengdar," sagði ein frúin. „Ja, ég veit ekki,“ sagði lafði Hereward, „hún töfrar hann með æsku sinni. Mér finnst hún líka vera yndisleg stúlka. Hvernig var brúðkaupið?" hélt hún svo áfram og sneri sér að Bessie. „Varst þú þar ekki?“ „Jú og nokkrir nánustu vinir Sir John. Brúð- hjónin fóru beint á járnbrautarstöðina á eftir." „Virtist Sir John vera glaður?" „Já, sannarlega. Þú veizt að hann hefir alltaf metið Sherry mikils. Og Sherry og Wanda þau voru svo hamingjusöm að ég gat ekki tára bund- izt — og samt er ég nú ekki viðkvæm fyrir slíku. Þó verð ég að segja að mér hefði fundist að dóttir John og Sheilu Rhys hefði átt að gifta sig í kirkju — með brúðarslæðu, blómum og því sem kirkjubrúðkaupi fylgir." „Ég skil vel að þau hafi heldur viljað halda brúðkaupið í kyrrþey undir svona kringumstæð- um,“ sagði lafði Hereward. „Þau hafa vakið nógu mikið umtal — fyrst þessar tröllasögur um trúlofun Sir Johns og svo hneykslið i sam- bandi við Sherry McMahon." húsbóndinn á þessu heimili og að þér dytti ekki í hug að vera í alls konar snatti? Afi: Svo að þér heyrðist það, piltur minn — 4. Afi: En hver á að snúast fyrir hana ömmu þína, þegar þú ert svo gigtveikur og lasburða, að þú kemst varla úr sporunum? Raggi: Ég spurði bara, afi, ég spurði bara, þú mátt ekki halda, að ég hafi ætlað að fara að stríða þér. Frú Conyers kinkaði kolli. „Já, það hefði ekki verið viðeigandi að hafa stóra brúðkaupsveizlu." „Ég skil ekki, hvernig Sir John hefir getað samþykkt að gifta dóttur sína manni með svona illt mannorð," sagði ein frúin. „Það að hann skyldi gefa samþykki sitt sýnir greinilega, hvað hann tekur þennan söguburð trúanlegan. Og ég held að það væri bezt fyrir þig, Mabel, og ykkur hinar að rausa ekki meira um Sherry MacMahon," svaraði frú Conyers. „Hvað ætla þau að vera lengi að heiman?“ spurði einhver. „Fór ekki Sir John með þeim?“ „Jú, þau verða í hálft ár. Sir John átti inni frí — hann ætlaði að taka það fyrir einu ári — og Sherry tókst að fá duglegan mann til að hafa umsjón með búgarðinum meðan hann verður fjar- verandi. Þetta var — að mínu áliti — mjög gáfu- legt af þeim, þau jafna sig eftir þetta við breyt- inguna — það veitti þeim sannarlega ekki af.“ „Og hvað verður um Bill Renton?" Frú Conyers hristi höfuðið hrygg á svipinn. „Já, það hefði óneitanlega farið vel á því að gera hjón úr Bill og Wöndu. Veslings Bill var hækkaður í tigninni og á að fara til Palestínu. Það verða honum samt litlar sárabætur." Lafði Hereward reis á fætur. „Ég er hrædd um að ég verði að fara að fara. Það er alltaf leiðinlegt að kveðja." „Þú ert sannarlega gæfusöm að fara í kring- um hnöttinn," sagði Bessie. „Ferðu yfir Kyrra- hafið og gegnum Panamaskurðinn á heimleið- inni ?“ „Já. Við ætlum að fara okkur hægt, dvelja eitthvað í Ameríku og manninum mínum langar til að skoða sig um í Mexico. Við verðum þá senni- lega í Mexico eftir hálft ár, þegar Wanda litla og maður hennar koma heim til Egyptalands. Viltu skila til þeirra alúðarkveðju, þegar þú sérð þau aftur." „Það skal ég gera.“ Á klettinum við fljótið gnæfði Hige Heaven eins og töfraborg í tunglsljósinu. Maður og kona komu gangandi niður tröppurn- ar frá veröndinni, leiddust niður gangstíginn og fram á brúnina á sléttunni. Fljótið sem streymdi fyrir framan og neðan þau var ekki lengur leir- litað heldur sló á það silfurlitum bjarma í tungls- skininu. „Farðu ekki svona framarlega." Sherry togaði Wöndu til sín og þrýsti henni að sér. „Manstu eftir öðru kvöldi, þegar við stóðum hérna á sama stað og þú aftraðir mér frá að fara lengra fram á?“ spurði hún blíðlega. „Já, ég man eftir því.“ „Þú sagðir þá að hér væri á reiki sál, sem hefði gengið aftur og að þú væri hræddur við hana. Ertu ennþá hræddur, Sherry?" „Nei, þú hefir gert mig óhræddan." „Ertu glaður yfir að hafa mig hérna hjá þér?“ „Er það nú spurning! Þarf ég að svara?“ „Nei, ekki frekar en þú vilt.“ Hann vafði hana örmum, þrýsti henni fast að sér og kyssti hana. „Sherry — Sherry!" Wanda titraði í faðmi manns sína. „Er þetta nægilegt svar?“ „Já,“ hvíslaði hún andstutt. Skömmu síðar lyfti hún höfðinu frá öxl hans og andvarpaði af feginleik. Hún horfði út á glitr- andi fljótið og á High Heaven — heimilið, sem beið hennar. „Hér er svo fagurt! Og þetta er heimili mitt!“ „En hérna er líka einmanalegt," sagði Sherry. „Of einmanalegt fyrir unga konu.“ „Ekki fyrir mig þegar ég hefi þig hjá mér.“ „Mér hefir flogið í hug, hvort við ættum ekki að búa í Kairo og hafa ráðsmann hérna við búið.“ „Nei, ég vil búa á High Heaven. Mig hefir langað til þess frá þvi ég heyrði það nafn — og nafn þitt í fyrsta sinn.“ „Jæja, ástin mín, við gerum þá tilraun." MAGGI OG RAGGI. Teikning eftir Wally Bishop. ^Copr 19-16. King^cauucs^SyndKJtOnc^Wofld^fifihtwescfVýd^ggj^

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.