Vikan


Vikan - 08.05.1947, Side 11

Vikan - 08.05.1947, Side 11
VIKAN, nr. 19, 1947 11 ------------------------------------ Framhaldssaga. Mignon G. Eberhart: Minningar frá Melady-sjúkraiiúsinu 13 SAKAMÁLASAGA ekki lengur standa, því hér var augsýnilega hætta á ferðum fyrir alla, sem í sjúkrahúsinu voru. Hvar mundi þessi glæpamaður bera niður næst? Eg óskaði þess af heilum huga, að Lance O’Leary væri kominn, en það voru enn þrír dagar þangað til hans var von í hæinn, og margt gat skeð á svo löngum tíma. Þessa nótt ákvað ég að skrifa í bók ýms atriði í sambandi við þetta mál, til þess að geta síðar lagt það fyrir O’Leary. Eg veit ekki hvort þetta hefir í rauninni haft nokkra þýðingu fyrir lausn málsins, en Lance O’Leary sagði síðar meir, að þessar smáklausur hefðu komið sér að mjög miklum notum, hvort sem hann sagði það nú af kurteisi við mig eða ekki. Eg fór að velta fyrir mér allskonar atriðum í sambandi við málið, hvenær og hvernig ýms atvik hefðu skeð, svo og hverjir væru líklegir til að hafa framið þá glæpi, sem um var að ræða. Eftir að hafa hugsað mig lengi um, skrifaði ég fyrst nafn Lillan Ash á listann yfir þá grunuðu. Lillian Ash starfaði í austurálmu þriðju hæðar, hún hafði farið upp á undan okkur frá kvöld- verðarborðinu um nóttina, þegar dr. Harrigan var myrtur og hefði því getað haft tíma til að ná í skurðhnífinn og myrða dr. Harrigan. Hann var samt enn á lífi kl. 18 minútur yfir 12 þessa nótt, aðeins tveimur mínútum áður en ég kom aftur upp á loft frá kvöldverðinum, og ég hafði ekki séð neitt, sem vakið gæti grun á Lillian Ash sérstaklega sem morðingja dr. Harrigans. Hvers vegna hafði hún samt verið svo ótta- slegin á svipinn, þegar ég mætti henni í gangin- um rétt áður en við fórum niður til kvöldverðar? Hún hafði mætt dr. Harrigan í ganginum og horfði lengi á hann. Framkoma hennar gagnvart dr. Harrigan hafði verið mjög einkennileg, en þó hafði hún ekki, svo ég vissi til, talað við hann eitt orð. Skyldi hún hafa kannazt við hann frá fyrri tíð ? Eg skrifaði við nafn hennar á listanum. „Hefir ef til vill kannast við dr. Harrigan áður.“ Næsta setning mín var: „Ljóst, gullitað hár,“ og við þá setningu setti ég spurningarmerki. Þó mér fyndist líklegast, að hárið væri af Nancy, þá hraus mér svo hugur við að viðurkenna það sem staðreynd, að ég ákvað að afhenda hárið ekki aftur til lögreglunnar fyrst um sinn. Verið gat líka, að hárið væri af Lillian, en þó var það ólíklegt. Lillian var í ganginum, þegar Teuber reyndi að opna lyftuna og hún var sýnilega hrædd og náföl í framan, eins og hún hefði rétt áður orðið fyrir einhverju áfalli. Eg sá ekki betur en hún væri að reyna að. fá hann til að hætta við að opna lyftuna. Hafði lyftan þá verið á þriðju hæð allan tímann? Þetta gat hafa átt sér stað, þvi ljósið í lyftuklefanum hafði verið slökkt eða slokknað og við hefðum því getað ályktað, að hún væri þar ekki vegna myrkursins, þrátt fyrir allt. Lillian Ash var ein í ganginum á meðan Tauber fór með sjúkravagninn inn eftir vestur- álmunni og síðan niður vörulyftuna við enda hans. Hún hafði ekki verið nema svo sem tvær eða þrjár minútur þar. Það var því ekki útilokað, að hún hefði á þeim tíma getað rekið hnífinn í brjóst dr. Harrigan, en þá varð að gera ráð fyrir, að hann hafi verið óviðbúinn og engum vörnum komið fyrir sig. Þarna komst ég aftur í vanda. Eg gat ekki hugsað mér, hvernig dr. Harrigan hefði farið áð finna upp á því að standa kyrr og leyfa einhverj- um að reka hann í gegn, án þess að verjast og án þess að gefa frá sér nokkurt hljóð. Verið gat, að þá hafi verið dimmt í lyftunni, eins og síðar reyndist, og hann hafi því alls ekki séð hnífinn. Morðinginn gat verið búinn að slökkva ljósið og staðið í skugganum inni í lyftuklefanum með hnífinn reiddan til höggs. Setjum nú svo, að Lillian hefði haft tíma og tækifæri til að fremja morðið á þessum fáu mínútum, en hefði þá ekki átt að heyrast til hennar og dr. Harrigans? Ellen og Nancy höfðu báðar verið á næstu grösum. Nancy var reyndar inni í herbergi Dione Melady, en dyrnar voru opnar fram á ganginn, og hún hefði því átt að geta séð hvern þann, sem fór í lyftuna eða út úr henni. En hún virtist ekki hafa orðið vör við neinn. Eg hélt ’áfram að velta þessu fyrir mér og tók næst fyrir hinar hjúkrunarkonurnar, Nancy og Ellen. Við nafn Ellen skrifaði ég: „Tækifæri hvað tíma snertir, gæti án efa hafa náð í hnífinn. Var í austurálmunni, þegar árásin var gerð á Dione Melady. Tilgangurinn óþekktur.” Eg gat ekki hugsað mér nein fleiri atvik í sambandi við Ellen sem morðingja. Við nafn Nancy skrifaði ég svip- aða setningu og bætti siðan við eftir nokkra um- hugsun: „Ahugi fyrir kínverska tóbaksskríninu og spyr mikið um hvernig lögreglunni gangi í rannsókn sinni.” Þótt ég skrifaði Nancy á list- ann, var ég frá upphafi sannfærð um, að hún væri algerlega saklaus, en mér fannst ég þó ekki geta sleppt henni af listanum vegna þess, að hún var ein hjúkrunarkvennanna i austurálmunni og hafði verið á vakt, þegar glæpirnir voru framdir. Þá komu þær Dione Melady og Ina Harrigan. Við nöfn beggja þeirra gat ég með góðri sam- vizku sett orðið: „Tækifæri.” Að vísu hafði Dione Melady orðið fyrir árás, svo litlu munaði að hún yrði sjálf myrt, en samt sem áður taldi ég líklegt, að hana hefði langað til að varna því, að uppskurðurinn yrði fram- kvæmdur á föður hennar þarna um kvöldið, eins og hún sagði, og hefði hún þá getað gripið til þess örþrifaráðs að ráðast á dr. Harrigan og orðið honum þá-viljandi eða í ógáti að bana. Hún var að vísu ekki líkleg til að ráðast í stórræðin, en skapið var mikið og taugarnar bilaðar, og hver veit hvað ■ slíkt fólk getur tekið til bragðs, þegar það verður fyrir miklum geðshræringum ? Hún var alltaf að tala um kínverska skrínið, en það var í rauninni ekki svo einkennilegt, þegar þess var gætt, hvaða verðmæti það hafði að geyma. Svo var þetta með hvíslið, sem ég hafði heyrt inni hjá henni. Eg mundi svo greinilega, að einhver hafði hvíslað inni í stofu hennar þessum orðum: „Eg get það ekki. Beiddu mig ekki um það“ og eihver annar hafði svarað: „Þú verður að gera það. Hann verður annars myrtur, skal ég segja þér. Já, myrtur.” Það virtist vera ein- kennileg tilviljun, að fáeinum augnablikum eftir að ég heyrði þetta var maður myrtur. Hver hafði verið að hvíslast á við Dione, því hún hlaut að hafa verið önnur persónan? Loks minntist ég samtalsins milli Dione og Nancy, en samtal þetta fór fram á meðan ég var sem áköfust að leita að horfna sjúklingnum mín- um. Nancy hafði sagt þeim dr. Kunce og Lamb lögreglufulltrúa frá þessu samtali, og ég man, hvað hún varð óttaslegin, þegar þeir fóru að spyrja hana nánara út í þetta. En var nokkuð upp úr þessu samtali að leggja? Ef þeir dr. Kunce og Lamb voru ánægðir með skýringar Nancys, því skyldi ég þá ekki vera það? Það var aðeins þetta hvísl áður um kvöldið, sem jók á grunsemdir mínar gagnvart Nancy. Eftir nokkrar bollaleggingar skrifaði ég síðan við nafn Dione: „Var viðstödd í austurálmunni, hvísl, æst i skapi, mótmælti uppskurðinum." Nú snéri ég mér að Inu Harrigan. Eg þóttist sannfærð um, að Ina Harrigan hefði þá skapgerð, sem gerði henni fært að framkvæma morð með ráðnum huga og eftir fyrirfram ákveðinni á- ætlun. Það er hræðilegt að þurfa að segja þetta, en samt er það satt. Að visu gat hið persónulega álit mitt á henni glapið mér sýn, og það er erfitt að fullyrða um nokkurn mann, að hann sé líkleg- ur til eins eða annars, því maðurinn er ekki alltaf sjálfum sér samkvæmur og ytra útlit villir oft sýn. Eg hef umgengist margt fólk og þykist því getað dæmt um skap þess og innra eðli, og sam- kvæmt þeirri reynslu var þessi dómur minn um frú Harrigan felldur. Eg skrifaði ekkert um ó- samlyndi það, sem ég vissi að var milli þeirra Harriganhjónanria og gat lítilsháttar um heim- sóknir Kenwood Ladd til hennar. Eg hefði enga ástæðu til að halda, að Ina Harrigan hefði viljað losa sig við eiginmanninn til þess að krækja sér í annan mann. Næstur kom þá Kenwood Ladd. Gat ekki ver- ið, að hann hefði dvalið lengur í sjúkrahúsinu um kvöldið en hann sagði ? Enginn hafði séð hann fara. Síðan skrifaði ég þessi nöfn: „Court Melady, Teuber, dr. Kunce og Pétur Melady" og hallaði mér síðan aftur á bak og virti fyrir mér nafnalistann. Hjúkrunarkonurnar úr næstu deild- um hefðu að vísu ef til vill getað komið til greina, en ég þóttist vera viss um, að dr. Kunce hafði rétt fyrir sér, þegar hann fullyrti, að þær hefðu allar verið á sínum stað. Eftir árásina á Dione Melady nú i kvöld, þóttist ég mega slá því föstu, að morðinginn og árásarmaðurinn væri ekki kominn langt að. Aftan við nöfn þessara síðasttöldu skrifaðí ég: „Voru í austurálmunni einhvern tima um kvöld- ið“. Við nöfn þeirra Kenwood Ladd og Court Melady bætti ég þessari setningu: „Engin sönn- un fyrir því, að hann hafi farið úr sjúkrahúsinu fyrir miðnætti." Aftan við nafn Teubers skrifaði ég: „Var i austurálmunni umræddar tólf mínút- ur“. Eg þurfti ekki að geta þess, hvaða 12 mín- útur ég átti við. Þetta minnti mig á, að Teuber var eini karlmaðurinn, sem var í austurálmunni á þessum mikilvægu 12 mínútum. Mér var næst að halda, að það hefði verið karlmannshönd, sem rekið hefði skurðhnifinn í brjóst dr. Harrigan, svo kraftmikil virtist sveiflan á þeirri hendi hafa verið. Þess mátti líka minnast, að Jacob Teuber var vel kunnugt um, hvar öll verkfæri voru geymd og þaulkunnugur í öllu sjúkrahúsinu. Hann hefði líka getað komizt upp nú í kvöld og ráðizt á Dione Melady. Engan mundi hafa grun- að neitt, þótt Teuber sæist á ferli. Eg gat þó ekki fellt mig við þá hugsun, að þessi granni, ungi og síhóstandi Teuber, færi að ráðast í slíkt ódáðaverk — og hvers vegna skyldi hann líka gera það? Einhver ástæða hlaut að liggja til morðsins á dr. Harrigan og árásarinn- ar á Dione Melady, en ég gat ekki fundið, að þessi starfsmaður hefði nokkura ástæðu til slikra verka. Eg skrifaði því ekki meira en áður var sagt við nafn Jacobs Teubers. Eg fór aftur að hugsa um Jacob Teuber, þeg-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.