Vikan


Vikan - 05.06.1947, Side 2

Vikan - 05.06.1947, Side 2
2 PÓSTURINN Paul Robeson. 1 síðasta blaði vorum við spurð um heimilisfang söngvarans Paul Robeson, en þar eð við vissum það ekki spurðum við, hvort einhver lesandanna gæti frætt okkur um það. Fljótt var brugðið við. Rétt eftir að blaðið var komið út hringdi lesandi og gaf upp þetta heimilis- fang: Paul Robeson, c/o Robert Rockmore, 10 E. 40th St. New York, New York. Kæra Vika! Eg hefi spurt þig svo margra spurninga áður en þú hefir aldrei svarað mér. Hér finst það dálítið skrýtið að þú skulir aldrei svara mér, en mér finnst þú alltaf svara öllum öðrum sem leita ráða hjá þér. Jæja, ekki þýðir að vera að kvarta og kveina, en það sem ég ætlaði að spyrja þig er: getur þú sagt mér hvort nýji leikarinn ameríski Rony Colhony komi hingað bráðum í kvikmynd ? Ég vona að þú svarir mér þá að þú hafir aldrei svarað mér áður. Hvernig finnst þér skriftin? Fyrirfram þökk. Helena Ölafsson. Svar: Þér kvartið mjög yfir því, að yður sé ekki svarað hér í blaðinu. Ekki er það af neinum óliðlegheit- um eða fjandskap í yðar garð, held- ur er sannleikurinn sá, að við get- um ekki svarað nema litlum hluta þeirra bréfa, sem til okkar berast. Um þessa síðustu spurningu yðar er það að segja, að við höfum ekki hugmynd um, hvort þessi leikari kemur hingað bráðum í kvikmynd eða ekki. — Þá hefir yður verið svarað að þessu sinni, en vonandi tekst betur til næst, þegar þér skrif- ið okkur — þvi aldrei erum við á móti því að fá bréf. — Skriftin er góð. ---- Kæra Vika! Viltu gefa mér einhverja .upp- lýsingar um eftirtalda leikara: Dorothy McGuire, Diana Lynn og John Loder. Svaraðu mér fljótt, ég er svo óþolinmóð. Stelpa. Svar: Dorothy McGuire er fædd 14. júlí 1918 i Omaha Nebraska i Banda- ríkjunum. Hún er ljóshærð og blá- eygð og er gift John Swope. Síðustu kvikmyndir hennar eru þessar: „Till the End of Time,“ „Spiral Staircase," „Tree Grows in Brooklyn," „Claudia and David.“ Diana Lynn er fædd 7. október 1926 í Los Angeles í Kaliforniu. Hún er Ijóshærð og bláeygð og áður en hún gerðist leikkona hafði hún það að atvinnu að leika undir á pianó. Hún er ógift og heitir réttu nafni Dolly Loehr. Siðustu kvikmyndir hennar eru þessar: „Easy Come, Easy Go,“ „Bride Wore Boots,“ „Out of This World,“ „Our Hearts Were Grov- ing Up.“ John Loder er fæddur 3. jan 1898 í London; kvæntur Hedy Lamar og á tvö böm og eitt fósturbarn. Hann hefir brúnt hár og brún augu og hefir þrisvar sinnum hlotið heiðurspening fyrir hugprýði. Síð- Framh. á bls. 15. Brunabótafélag íslands vátryggir allt lausafé (nema verzlunarbirgðir). i Upplýsingar í aðalskrif- | stofu, Alþýðuhúsi (sími i 4915) og hjá umboðsmönn- i um, sem eru í hverjum f hreppi og kaupstað. i JMIIIIBBIIIIItllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll^ VIKAN, nr. 23, 1947 Bréfasambönd. Birting á nafni, aldri og heimilis- fangi kostar 5 krónur. Vikunni hafa borist mjög margar beiðnir um bréfasambönd á undan- fömum árum og hefir hún birt þó nokkuð mikið af þeim. Margir hafa sent greiðslu fyrir birtinguna, en upp- hæðirnar hafa verið mjög á reiki, frá 1 kr. upp í 10 kr. Blaðið hefir því ákveðið að skapa fasta venju um. þetta, að greiddar verði framvegis fimm krónur fyrir birtingu á nafni, aldri og heimilisfangi, og séu þær sendar með beiðninni. Hér fara á eftir nöfn þeirra, sem óska að komast í bréfasamband: Hrafnhildur Helgadóttir (15—17 ára) Heiðarveg 40, Vestmannaeyjum. Þorgerður Bogadóttir (16—20 ára) Háteigi 6, Akranesi. Adda Sigurðardóttir (16—20 ára) Vesturgötu 17, Akranesi. Guðrún Jónasdóttir (18—22 ára) Súðavík Áltafirði N-Is. Sigríður Benjamínsdóttir (18—22: ára) Súðavík Álftafirði N-Is. Lalla Soffaníusdóttir (18—22 ára) Vesturgötu 83 Akranesi. Hernám Islands Eftir Gunnar M. Magnúss Bók, sem vekja mun alþjóöar athygli, er komin í bókaverzlanir. 1 ritinu er skýrt frá flestu því, sem lýsir ástandstímabilinu. Bindið nær yfir fyrsta árið, að undanteknum annálunum, sem ná yfir allt hernámstímabilið. Á ýmsum stöðum er brugðið upp stuttum frásögnum af daglegum viðburðum og einstökum fyripbærum, er mörgu fremur varpa ljósi yfir hið almenna líf í landinu á tvíbýlisárunum. Heimildir um sögulega við- burði eru í mörgum tilfellum sóttar persónulega til þeirra manna, er við sögu koma. Þá eru og heimildir fengnar frá blaða- mönnum, starfsmönnum opinberra fyrirtækja og öðrum einstaklingum. Sumt er sótt í skýrslur, bréf og ritgerðir. — Myndimar í ritinu hafa fæstar komið áður fyrir almenningssjónir. — I bókinni eru margir stórathyglisverðir kaflar og fjöldi fólks, sem kemur við sögu, og mun þó verða meira í næsta bindi. — Þessi bók á erindi til allra landsmanna. Hún geymir sögulegasta þáttinn í sögu íslenzku þjóðarinnar. * Bókaverzlun Isafoldar og útibúin Laugaveg 12 og Leifsgötu 4 I Virkið nordri Utgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður; Jón H. Guðmundsson, Tjarnargötu 4, simi 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.