Vikan - 05.06.1947, Page 11
VTKAN, nr. 23, 1947
11
Mignon G. Eberhart:
Framhaldssaga.
Minningar frá Melady-sjúkrahúsinu
17
SAKAMALASAGA
„Jú,“ svaraði ég. „Ég gerði það, en ég hafði
enga löngun — og mundi heldur ekki hafa haft
taekifæri — til að skipta um lík á vagninum."
„Heyrið þér, herra fulltrúi,“ sagði dr. Kunce,
hægt og rólega. „Ég verð að mótmæla þessu
framferði yðar. Þér gangið of langt í þessum
ásökunum yðar gegn ungfrú Keate.“
„Finnst yður það,“ svaraði Lamb. „Mundi hún
ekki geta notfært sér þetta slæpan-efni eins og
hver annar?“
„Hvenær kemur þessi nýi lögregluforingi —
eða hvað hann er —- þessi O’Leary?11 spurði dr.
Kunce.
„Ekki á morgun heldur hinn,“ svaraði Lamb.
„Hvers vegna kemur hann ekki fyrr? Hvað
hefir hann fyrir stafni þar sem hann er?“
„Hann var rétt nýlega skipaður í embættið,"
svaraði Lamb stuttur í spuna. Síðan bætti hann
við og andlit hans ljómaði af ánægju: „Ég hélt
nú ef til vill, að ég gæti verið búinn að upplýsa
málið og handsama morðingjann áður en O’Leary
kæmi hingað. Ég veit ekki, hvort mér tekst þetta,
en ætli það standi þá ekki líka í þessum O’Leary
að komast til botns í málinu. Við skulum sjá
hvernig fer.“
„Ég verð að játa, að málið er nokkuð flók-
ið,“ sagði dr. Kunce. „Ef við gerum ráð fyrir, að
tilgangurinn með morðinu hafi verið sá, að kom-
ast yfir kínverska tóbaksskrínið, þá væri rétt að
leggja aðaláherzlu á að finna þann, sem hefir
það undir höndum. Er það ekki rétt hjá mér?“
„Jú, að vísu,“ svaraði Lamb dræmt. „En eins
og þér sögðuð, er mál þetta nokkuð flókið. Þótt
tilgangurinn með morðinu hafi verið að komast
yfir þetta skrín — eða réttara sagt, formúluna,
sem í skríninu var — þá gefur það enga skýr-
ingu á því, hvers vegna lík Péturs Melady var
flutt burt úr sjúkrahúsinu. Hafi nú Pétur Melady
myrt dr. Harrigan og síðan dáið sjálfur úr hjarta-
slagi, hver skipti þá á líki hans og líki blökku-
mannsins. Og hvers vegna ? Það er sú mikla
spurning: Hvers vegna? Eða voru þeir Pétur
Melady og dr. Harrigan myrtir af sama þriðja
manni ? Þessum spurningur þurfum við að fá
svarað.“
„Ég er sannfærður um, að það sé rétt, sem
fram kom við líkskoðunina á Pétri Melady, að
hann hafi dáið úr hjartaslagi," sagði dr. Kunce.
„Getur verið,“ svaraði Lamb. „En ég hygg að
hann hafi verið myrtur. Verið getur líka, að
hann hafi orðið fyrir hótunum eða árás og það
hafi valdið því, að hjartað lét undan. Ég geri ráð
fyrir, að hann hafi dáið af manna völdum, ef
ég mætti komast svo að orði, því annars hefði
verið ástæðulaust að leyna líki hans.“
Nú var barið að dyrum og dr. Kunce gekk
fram og opnaði. Lillian Ash birtist í gættinni.
Hún stóð þar hreyfingalaus nokkra stund, al-
varleg á svipinn og áberandi föl. Við störðum öll
á hana nokkra stund, enginn mælti orð af vör-
um og það varð einkennilega hljótt í skrifstof-
unni. Loksins kom Lillian inn fyrir dyrnar, hall-
aði hurðinni hægt á eftir sér, vætti síðan þurrar
varir sínar með tungubroddinum og sagði hægt
og hálfstamandi:
„Mig langaði til að skýra ykkur frá dálitlu, ef
þið hefðud tima til að hlusta á mig núna.“
Enginn okkar svaraði. Dr. Kunce §tóð á fætur,
bauð Lillian sæti og gekk síðan fram að dyrun-
um til að fullvissa sig um, að þær væru ekki
opnar.
„Á ^g þá ekki að fara?“ spurði ég.
„Nei, verið þér ,kyrrar,“ svaraði Lamb. „Nú
hvað vilduð þér segja, ungfrú?" spurði hann
Lillian.
„Ég vildi segja ykkur frá nokkru," byrjaði
Lillian. „Það, það . . . .“ Hún varð að hætta, en
tók sig síðan á eftir nokkur augnablik og sagði
hátt og skýrt: „Það var Kenwood Ladd. Ég gat
ekki sagt ykkur það fyrr. Það er svo hræðilegt
að, að . . ." Enn varð hún að hætta, og við
störðum öll á hana undrandi. Hvað ætlaði hún
að segja? Loksms kom það: „Það er svo hrceði-
legt að ásaka mann um morð, að senda hann út
í dauðann."
„Kenwood Ladd!“ hrópaði Lamb. „Já, þetta
vissi ég alltaf!“ Hann sneri sér að Lillian og
sagði: „Heyrið þér, ungfrú, segið okkur nú frá
þessu hægt og greinilega. Reynið að vera róleg-
ar og kjarkgóðar. Það var Kenwood Ladd, segið
þér — ?"
„Það var Kenwood Ladd,“ sagði Lillian aftur
eins og í leiðslu. „Hann fór ekki út úr sjúkra-
húsinu kvöldið 7. júlí fyrr en eftir miðnætti. Ég
veit ekki hvenær hann fór, en það var ekki fyrr
en klukkan var orðin tólf. Hann var í herberg-
inu hennar frú Harrigan. Ég var að hjúkra
sjúklingnum í herberginu beint á móti og ég sá
þetta. Hann lokaði aðeins dyrunum, svo enginn
sæi hann og sat kyrr hjá henni. Ellen Brody
opnaði dyrnar einu sinni um kvöldið eftir þetta,
en hrökklaðist út vegna einhvers, sem frú Harri-
gan sagði við hana, og ég býst við að hún hafi
séð hann. Um klukkan hálf tólf kom dr. Harri-
gan og fór inn til konu sinnar. Ég — ég þurfti
að fara þangað inn með ískælt vatn, sem frúin
hafði beðið um, og gekk því að dyrunum og opn-
aði. Frú Harrigan sat á stól við rúmið, Kenwood
Ladd sat fyrir innan hana og sneri andlitinu
fram að dyrunum, en dr. Harrigan stóð á miðju
gólfi og sneri baki við mér. Mennirnir voru að
rífast, en töluðu þó lágt, svo ekki heyrðist til
þeirra, þegar dyrnar voru lokaðar. Um leið og
ég opnaði, heyrði ég að dr. Harrigan sagði:
..... og ég kem aftur að yður hér með konu
rninni," en Kenwood Ladd svaraði: „Ég mundi
drepa yður fyrir þessi orð, ef þér væruð ekki
-----.“ Hann hætti í miðri setningu, því nú kom
hann auga á mig. Ég setti vatnskönnuna á borð-
ið við dyrnar og flýtti mér út. Rétt um leið og
hringt var til kvöldverðar, kom dr. Harrigan út
úr herbergi frú Harrigan. Ég fór niður að borða,
en þar eð ég hafði litla lyst á matnum, fór ég
fljótt upp aftur. Sjúklingurinn minn vildi nú að
ég lokaði dyrunum að herbergi hans, þvi hann
ætlaði að fara að sofa, og ég þorði ekki að opna
þær aftur fyrr en hann var sofnaður. Þess vegna
veit ég ekki með vissu, hvenær Kenwood Ladd
fór úr sjúkrahúsinu, en það var ekki fyrr en
klukkan var 12 á miðnætti, eins og ég sagði áð-
an.“
Nú var sent eftir Kenwood Ladd, og hann lét
ekki á sér standa að koma. Hann játaði strax
að hafa verið í sjúkrahúsinu fram undir mið-
nætti um kvöldið, sem morðið var framið.
„Ég bjóst við, að þið munduð komast að þessu
bráðlega," sagði hann. „Ég sá að einhver hjúkr-
unarkvennanna kom í dyragættina, en ég vissi
ekki hver þeirra það var. Samt sem áður er ég
feginn þvi, að það voruð þér" — hann leit á
Liliian Ash — „en ekki hún —" Hann lauk ekki
við setninguna, en hélt áfram: „Ég lifði í sífeld-
um kvíða yfir þvi, hvenær þið munduð komast
að þessu og ég mundi hafa sagt ykkur frá því
strax, ef Ina — ég meina frú Harrigan hefði
ekki verið því mótfallin. Jæja, nú vitið þið þá
þetta. Ég var hér i sjúkrahúsinu fram að mið-
nætti. Ég reifst við dr. Harrigan og sagðist geta
drepið hann vegna þeirra orða, sem hann við-
hafði. Þetta er allt saman satt, en samt sem áð-
ur var það ekki ég, sem myrti dr. Harrigan.
„Hvernig komust þér út úr húsinu?" spurði
Lamb.
Það brá fyrir roða á kinnum Kenwood Ladds, en
hann svaraði hiklaust og blátt áfram:
„Ég fór upp á þakið.“
„Þakið?" át Lamb eftir.
„Já, upp á þakið og þaðan niður brunaþrep-
in.“
„En dyrunum að þakstiganum var lokað og
læst, eins og öllum öðrum.“
„Nei, læst var þeim ekki. Þessum dyrum að
þakstiganum er lokað með loku að innanverðu
og ekki þarf annað en draga hana frá til að
opna, sé maður staddur inni. Ég býst við að
lögreglumennirnir hafi reynt á hurðina að ut-
anverðu, ef þeir hafa sagt, að hún hafi verið
lokuð."
„Nei, heyrið þið nú —,“ sagði Lamb undrandi
og hvessti augun á lögreglumennina. Síðan leit
hann á dr. Kunce og spurði: „Er fleiri hurðum
lokað á þennan hátt?“
„Nei, engri annarri," svaraði dr. Kunce.
„Nú, svo þetta er þá leiðin, sem þér fóruð" sagði
Lamb íbygginn. Og hafið þér líka farið út, eftir
að þér réðust á frú Melady og náðuð í kinverska
skrínið."
„Nei, ég kom ekki hingað það kvöld," svaraði
Kenwood Ladd ákveðið. „Ég get sannað hvar ég
var það kvöld."
„Klukkan hvað söguðust þér hafa íarið úr
sjúkrahúsinu um kvöldið, sem morðið var fram-
ið?" spurði Lamb.
- „Ég hefi ekkert sagt um það — og því er nú
ver, að ég get ekki sagt neitt um það með vissu.
Það var nokkrum mínútum eftir að dr. Harrigan
fór út úr herberginu. Frú Harrigan ráðlagði mér
að bíða þar til hjúkrunarkonurnar væru farnar
niður að borða, þvi þá mundi enginn vera á ferli
í ganginum og hún sagði mér frá þakglugganum
og hvernig hurðinni að honum væri lokað."
„Var klukkan þá orðin 12, þegar þér fóruð?"
„Já, nokkrar mínútur yfir 12 hefir hún víst
verið. Ég veit I raiminni ekki hvað hún var ná-
kvæmlega, eins og ég sagði áðan.“
„Vitið þér hvað klukkan var, þegar dr. Harr-
gan var myrtur?"
„Ég veit ekki annað en það, sem kom fram við
yfirheyrslurnar. Var það ekki milli klukkan 18
og 30 mínútur yfir 12?"
„Viðurkennið þér að hafa verið hór í húsinu
á þeim tima?"
„Ég get ekki viðurkennt neitt um það. Eins og
ég sagði yður áðan, fór ég rétt eftir klukkan
12."
„Eruð þér kunnugur húsaskipan hér á sjúkra-
húsinu, herra Ladd?"
„Nei, það get ég varla sagt. Ég veit að vísu
hvernig byggingin er í aðaldráttum, en annars
hefi ég einungis komið í fordyrið, stigana og á
þriðju hæðina." „Já, ég efa ekki, að þér kannizt
við yður á þriðju hæðinni, sérstaklega í austur-