Vikan


Vikan - 14.08.1947, Blaðsíða 1

Vikan - 14.08.1947, Blaðsíða 1
16 síður Verð 1.50 Nr. 33, 14. ágúst 1947 mkm Frá Snorrahátíðinni í Reykholti sunnudagínn 20. júlí. Efst t. v.: Forseti Islands, Sveinn Björns- son. Efst t. h.: Olav, konungsefni Norð- irianna. — Næsta myndaröð, talið frá vinstri: Johan E. Mellbye, formaður norsku Snorranefndarinnar. Jónas Jóns- son, formaður íslenzku Snorranefndarinn- ar. Snorrastyttan, gerð af myndhöggvar- anum Gustav Vigeland. Stefán Jóhann Stefánsson, forsœtisráðherra. Davíð skáld Stefánsson frá Fagraskógi. Haakon Shete- lig, varaformaður norsku Snorranefndar- innar. Neðst: Manngrúinn við Reykholt. Einhver glæsilegustu hátíðarhöld, sem haldin hafa verið á Islandi, fóru fi-am í Reykholti í Borgarfirði, þegar Norðmenn af- hentu Islendingum Snorrastyttuna. Átti veðurblíðan sinn mikla þátt í því, að svo varð. Geysimikill mannfjöldi var á staðnum, eins og myndirnar gefa nokkra hugmynd um, og bílamergðin eftir því. Hið fagra Borgarfjarðarhérað tjaldaði, er á daginn leið, sínu fegursta skrauti: sólböðuðum dölum og hlíðum, fellum og fjöllum, ám og lækjum, enda áttu margir gestanna erfitt með að slíta SÍg þaðan. • (Þorsteinn Jósepsson tók myndirnar).

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.