Vikan


Vikan - 14.08.1947, Blaðsíða 14

Vikan - 14.08.1947, Blaðsíða 14
14 VIKAN, nr. 33, 1947 Musterið fordæmda. Framh. af hls. Jf. ríflega til matar síns, að það var eins og hann hefði soltið lengi. Þegar máltíðinni var lokið sátu þau lengi og skröfuðu sam- an. Lu sagði prestinum frá þvi, sem komið hafði fyrir í musterinu og fór að spyrja hann um, hvaða helgidómur það væri. Presturinn leit á þau undrandi Ko-Ai fann aftur til kvíðans, sem hafði gripið hana, þegar þau gengu inn í musterið auða. Svo fór presturinn að segja frá. Rödd hans var svo undarlega fjarlæg, að Ko-Ai hjúfraði sig upp að Lu. — Fyrir þrjú hundruð árum, sagði prest- urinn, á stjómarárum Ch’ung Chengs keisara, var borgarastyrjöld eins og nú. Óvinir landsins, Mansjúríumenn og Tatar- ar, réðust yfir landamærin og hugðust fara yfir múrinn mikla að norðanverðu. Dag nokkum barst sú fregn, að hinn grimmi höfðingi, Li Tzu Cheng væri á leið- inni til Peking með her sinn, sem var skip- aður mesta illþýði. Þegar keisarinn frétti, að óvinurinn ætlaði að setja ríkjandi stjórn af og taka » öll völd í eigin hendur, varð hann viti sínu fjær. 1 borg keisarans var allt í uppnámi og óvinimir sóttu hratt fram. Keisarinn var í miklum vanda staddur. Ef hann réð- ist gegn óvinunum, myndi uppreisn brjót- ast út í ljósum loga — en ef hann sæti um kyrrt innan múra Pekingborgar, ótt- aðist hann að menn teldu hann ragan og yrði það til að auka á óánægjuna. I vandræðum sínum fór hann til keisgra- musterinsins — San-kuan-Miao — til þess að spyrja guðina ráða. örlögin skyldu ráða. Fyrir framan hina ægilegu mynd herguðsins, Kuan Tis, voru þúsundir bambusstanga. Ef hann drægi langa stöng, var það góðs viti, hann myndi leggja til orustu og vinna sigur. Ef hann drægi miðlungslanga stöng, átti ann að vera kyrr í borginni og bíða átekta. En ef hann drægi stutta stöng, myndi hann bíða ósigur. Ef svo færi, yrði hann að ráða sér bana, til þess að falla ekki í hend- ur óvinanna. Keisarinn féll á kné í helgidóminn — nú var hið örlagaþrungna augnablik runnið upp. Hirðmenn og gejdingar stóðu á bak við hann og titruðu af eftirvænt- ingu. Það var dauðakyrrð og allra augu hvíldu á keisaranum, sem rétti fram hend- ina og greip eina stöngina. Svo heyrðist eitthvað falla á marmara- gólfið. Stöngin hafði mnnið úr hendi keisarans, og allir gátu séð, að það var styzta stöngin af þeim öllum. Enginn dirfðist að rjúfa þögnina — það var skelfingarsvipur á öllum. Eftir and- artaka reis keisarinn á fætur, steytti hnefann gegn guðalíkneskinu, stappaði með fótunum ábambusstönginaoghrópaði, svo undir tók í musterinu: 387. krossgáta Vikunnar Lárétt skýring: 1. tveir eins. — 3. þekkt lengi. — 13. ruön- ingur. —1 15. sopa. — 16. rugl. — 17. höfuðinn- gangur. — 18. hart. — 20. skrækur. — 21. letji. — 24. kind. — 27. varst málhaltur. — 29. kvarði. — 31. skel. — 32. straumfall. — 33. dýra- keppni. — 35. íþrótta- félag. — 36. sagnmynd. — 38. skst. — 39. með blönduðum lit. -— 40. samstæðir. — 41. skips- viður. -— 42. hljótast. — 44. linaða. — 47. stigs- ending. — 48. henda. — 49. tappanum. — 50. tæp- ast. — 52. vall. — 53. rólega. — 55. eykt. — 57. stíga þungt. — 59. forystumenn. — 61. reimin. — 62. lánleysi. — 63. hug. — 64. auðn á Suð-austur- landi. — 65. samstæðir. Lóðrétt skýring: 1. hrekkjalómurinn. — 2. auglýsa. — fullmyrk- ur. — 5. stúlka. — 6. kornlendur. — 7. tónn. — 8. furðaði. — 9. maður. — 10. malaðir. — 11. orkaði. •— 12. í geislum. — 14. dottin. — 18. hræðslumerki. — 19. sjóða. — 22. forsetning. (s k. st). — 23. hásetann. — 25. álpast. — 26. kænu. — 28. hreyfist. — 30. betra útlits. — 34. mann. — 35. hljóðfæri. — 37. æða. — 40. fjárhagar. — 43. yrkir. — 44. brigðul. — 45. tangi. — 46. ríkidæm- inu. — 48. lympa. — 51. á reikn. — 54. veiJSa. •— 56. tíðum. — 57. volg. — 58. sár. — 60. fjár- taka. ■— 61. hljóð. — 62. endi. Lausn á 386. krossgátu Vikunnar. Lárétt: — 1. m. a. — 3. tjtgarðarloki. — 13. Una. — 15. eiða. — 16. ófáa. — 17. niftina. — 18. aflast. — 20. arf. — 21. nesta. -— 24. asna. — 27. snafsinn. — 29. afllaus. — 31. aka. — 32. nói. — 33. löðrunga. — 35. vatn. — 36. lá. — 38. ti. — 39. móa. — 40. v. a. — 41. t, g. — 42. allt. — 44. vatnsaga. — 47. una. — 48. her. — 49. gusaðir. — 50. samveldi. — 52. Mars. — 53. flana. — 55. oft. — 57. hástig. — 59. slengja. — 61. syni. — 62. skil. — 63. sáð. — 64. Flankastaðir. — 65. Ra. — Bölvað sé þetta musteri, sem forfeð- ur mínir hafa byggt! Megi allar bænir, sem héðan stíga, verða óbænheyrðar! Megi guðir þessa musteris þjá hinn sorg- mædda enn meir og slá hinn hamingju- sama og trausta með sjúkdómum, sorg og — dauða! Gamli presturinn þagnaði, tróð í bamb- uspípuna sína og kveikti í. — Næsta morgun, hélt hann áfram, fundu menn keisarann og konu hans látin — þau höfðu fyrirfarið sér. Bölvun keisarans kom fram. Stuttu eftir tóku Mansjúríumenn höfuðborgina og ný ætt settist að völdum. Frá því að keisarinn bölvaði musterinu, hefir enginn þorað að biðja bæn í því og enginn hefir brennt þar reykelsi. Bölvuninn hvílir yfir musterinu, enda þótt þar sé engin lifandi vera nema refir og leðurblöðkur. — Og, sagði presturinn að lokum, eftir sólarlag þorir enginn að koma nálægt þessu must- eri. Stundum hefir það þó komið fyrir, að ferðalangar hafa leitað sér skýlis undir hrörlegu þaki þess. Lóörétt: —- 1. munaðarlausa. — 2. anir. — 4. teiknaði. — 5. gin. — 6. aðan. — 7. ra. — 8. arf- taka. — 9. lóa. — 10. ofseina. — 11. kát. — 12. i, a. — 14. Aðfall. 18. asnagang. — 19. lafa. — 22. e. s. — 23. áningarstaða. — 25. slött. — 26. aur. — 28. nótt. — 30. sumardaga. — 34. nót. — 35. vagar. —- 37. álna. -— 40. vasapeli. — 43. lambána. — 44. vellina. —- 45. sum. — 46. að- sogs. — 48. heft. — 51. in. —- 54. aska. — 56. fjár. — 57. hyl. — 58. sin. — 60. lið. — 61. S. F. — 62. st. Svör við „Veiztu —?“ á bls. 4. 1. Að ganga í einkennisbúningum hers Banda- ríkjanna. 2. 1201. 3. Lúðvík 14. Frakkakonungur. 4. Ensku, frönsku og" rússnesku. 5. Kaupmannahöfn. 6. Á Saltvatni (Salt Lake) í Bandaríkjunum, 31 km. 7. 384000 km. 8. Mount Everest i Himalajafjöllum, 8882 m. 9. 1 bænum Verkojansk í Síberíu, 69 gráður á C. 10. Enskur rithöfundur, fæddur 1874. Eftir há- skólanám á Englandi og meginlandinu var , hann í utanríkisþjónustunni og er hann starf- aði í Paris gaf hann út fyrstu bókina sína 1899. Síðan var hann í Kaupmannahöfn og Róm, en varð fréttaritari „Morning Post“ og ferðaðist um Rússland, Makedoníu, Tyrkland • og Balkanlöndin á árunum 1904—12. Hann hefir skrifað ljóð, leikrit, ritgerðir og skáld- sögur. Það var eins og rödd gamla prestsins væri að deyja út í f jarska. — Menn segja, að enginn, sem leitað hefjr þar skjóls, hafi komizt lifandi út aftur. Presturinn þagnaði. Lu sat lengi graf- kyrr og starði út í myrkrið. Svo fann hann smágerða, titrandi hönd koma við sig. Hann lagði arminn um Ko-Ai og þrýsti henni að sér.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.