Vikan


Vikan - 14.08.1947, Blaðsíða 6

Vikan - 14.08.1947, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 33, 1947 „Sýnist yður hann ekki vera hrifinn af henni?,“ spurði frú Mercado. „Jú,“ svaraði ég. „Það er gaman að sjá, þegar hjón eru svona innileg." Frú Mercado horfði einkennilega á mig út undan sér. „Hvað haldið þér að sé eiginlega að henni, ungfrú ?“ spurði hún og lækkaði röddina dálitið. „Ég held það sé ekki mikið,“ svaraði ég. Hún horfði í augu mér, eins og hún hafði gert meðan við vorum að drekka teið. Síðan spurði hún: „Eruð þér vanar að stunda taugasjúkl- inga?“ „Nei, nei,“ svaraði ég. „Hvers vegna haldið' þér það?“ Hún svaraði ekki strax, en spurði eftir nokkra stund: „Vitið þér hvað hún hefir verið einkenni- leg? Sagði dr. Leidner yður frá því?“ Ég legg það ekki í vana minn að tala við aðra um sjúklinga mina, en samt getur oft komið fyrir að það sé nauðsynlegt, einkum ef sjúkling- urinn sjálfur eða ættingjar hans leyna manni sannleikanum, Þegar læknir er yfir sjúklingnum, er auðvitað óþarfi að komast að sannleikanum fyrir hjúkrunarkonu. Hún hegðar sér þá sam- kvæmt fyrirskipunum hans. En hér var enginn læknir við höndina. Dr. Reilly hafði aldrei verið kallaður hingað sem læknir. Sjálf var ég heldur ekki viss um, að dr. Reilly hefði sagt mér allt það, sem hann vissi. Ég sá að frú Mercado iðaði í skinninu af áhuga á að segja mér frá þessu -— og. satt að segja langaði mig til að vita, hvað hún hefði að segja. Þið megið kalla þetta for- vitni, ef þið viljið. Ég sagði því: „Mér skildist að frú Leidner hafi verið eitthvað undarleg upp á síðkastið." Prú Mercado hló. „Eitthvað undarleg?“ át hún eftir. „Já, meira en lítið undarleg. Hún hefir gert okkur öllu dauðhrædd. Eina nóttina sagði hún að einhver hefði verið að berja með fingr- unum á gluggann hjá sér. Svo sá hún manns- hönd á glugganum, bara hönd án handleggs. En út yfir tók, þegar hún þóttist sjá gulleitt andlit, sem þrýst var upp að rúðunni — og þegar hún hljóp út að glugganu'm, þá var allt horfið. Ég segi nú aðeins — finnst yður þetta ekki hræði- legt fyrir okkur?“ „Það hefur einhver verið að hræða hana.“ sagði ég hægt og rólega. „Nei, nei, þetta eru aðeins ímyndanir. Fyrir þremur dögum hleyptu þeir af nokkrum skotum í þorpinu — næstum í tveggja kílómetra fjarlægð ■— og þá þaut hún upp frá borðinu og hrópaði upp yfir sig — og okkur brá öllum svo voðalega. Dr. Leidner reyndi að koma vitinu fyrir hana, en framkoma hans var næsta hlægileg. ,Þetta er ekkert, góða mín, svona vertu róleg,1 sagði hann. Ég býst við, að þér vitið það, ungfrú, að karlmennimir stœla kvenfólkið stundum upp í þessum ímyndunum eða móðursýki. Það er slæmt og það mættu þeir að láta ógert. Þeir ættu heldur að reyna að draga úr þessum hugarburði þeirra." „Ef það er þá hugarburður," sagði ég þurrlega. „Hvað getur það verið annað?“ Ég svaraði ekki, því ég vissi ekki hverju svara skyldi. Hvað skothvellina og hróp hennar snerti, var þetta allt venjulegt og eðlilegt — það er að segja, þegar um taugaveiklaða konu var að ræða á annað borð. Öðru máli gegndi um höndina, fing- uma og gula andlitið. Mér fannst aðeins tvennt koma til greina: Annað hvort hafði frú Leidner skrökvað þessu upp (eins og börn 'gera í þeim tilgangi að draga athyglina að sér sérstaklega), eða þá að þetta var hrekkjarbragð einhvers, eins og ég hafði strax stungið upp á. Þannig lagaður grikkur var ekki ólíklegur til að vera fundini; upp af Coleman eða hans líkum. Ég ákvað að hafa auga með honum í framtíðinni. Taugaveikl- að fólk getur orðið ofsahrætt við svona smáglett- ur. Frú Mercado leit á mig út undan sér og sagði: „Finnst yður hún ekki líta þannig út, að hún hafi sterkt ímyndunarafl og sé draumóramann- eskja? Ein af þeim, sem alltaf er eitthvað að ske hjá?" „Hefur margt, skeð hjá henni?,“ spurði ég. „O, já. Það held ég maður geti sagt. Fyrri maðurinn hennar var drepinn í stríðinu, þegar hún var aðeins tvítug. Finnst yður það ekki strax benda til þess, að nokkuð fjörugt sé í kring um hana?“ „Þér hafið endaskipti á hlutunum,' sagði ég stutt í spuna. . , „Ó, ungfrú! Hvernig getið þér fengið af yður að tala svona!" Og þetta var í rauninni alveg satt. Kvenfólki hættir við að bera allt fyrir sig og segja: ,Ef Donald — eða Arthur — eða hvað nafnið kann nú að vera — hefði aðeins lifað, þá væri allt öðruvísi/ Mér hefir oft komið til hugar, að þessir ungu menn hefðu aðeins verið meðalmenn — og innan við það — ef þeir hefðu fengið að lifa. Það var farið að dimma, og ég stakk upp á, að við færum niður. Frú Mercado samsinnti því og spurði, hvort mig langaði ekki til að líta á rannsóknarstofuna. „Maðurinn minn mun vera þar núna að vinna.“ Jú, ég sagði að mig langaði til þess, og við lögðum af stað niður. Ljós logaði í stofunni, en það var enginn þar inni. Frú Mercado sýndi mér rannsóknartækin og einskonar skrautmuni úr kopar, sem verið var að rannsaka, svo og bein þakin vaxi. „Hvar skyldi Jósep vera?“ sagði frú Mcrcado. Hún gægðist inn í teiknistofuna, og þar var Carey við vinnu sína. Hann leit varla upp, þótt við kæmum í gættina, og ég rak strax augun í hvað hann var þreytulegur og tekinn í framan. Mér datt skyndilega í hug: Þessi maður tekur á öllu sínu til að geta haldið sér uvpi. Brátt mun hann gefast upp. Og ég minntist þess, að einhver annar hafði minnst á þetta þreyt aega og veiklu- lega útlit hans. Um leið og við gengum út leit ég sem snöggv- ast á hann aftur. Hann laut fram yfir teikni- borðið, varimar voru herptar saman og hann var svo að segja holdlaus á andlitinu. Mér datt i hug, þótt það megi kallast fjörugt ímyndunar- afl, að hann væri riddari frá miðöldum og væri að leggja út í orustu, sem hann vissi að leiða mundi hann til dauða. En ég fann það samt 3em áður aftur, hvað hann var búinn framúrskarandi aðlöðunarafli, Blessað barnið! Teikning eftir George McMar.'is. Pabbinn: Heyrðu, elskan! Ég er búinn að fá grímubúninginn, sem ég ætla að nota í kvöld. Komdu ekki inn fyrr en ég er kominn í hann. Ég ætla að vita, hvernig þér líst á mig! Pabbinn: Lagsmaður! Þetta er Mamman: Æ, pabbi, Lilli kastaði boltanum sin- svei mér sniðugt! Ég ætla að um út um gluggann! Flýttu þér að sækja hann! púðra mig svolítið til þess að verða fölur í andliti eins og fangi. Pabbinn: Sjálfsagt, elskan! Ég skal sækja hann! 1. lögregluþjónn: Sérðu það sem ég sé! 2. lögregluþjónn: Hvort ég sé! Pabbinn: Skelfing þykir Lilla vænt um dótið sitt! Lögregluþjónninn: Stanzaðu! Annars skjótum við! Pabbinn: Hættið! Ég skal skýra málið!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.