Vikan


Vikan - 04.09.1947, Blaðsíða 5

Vikan - 04.09.1947, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 36, 1947 5 — Framhaldssaga:--------------------------- Hver var afbrotamaðurinn ? 7 — -——--------------—----- Sakamálasaga eftir Agatha Christie „Hún hefir líka slæm áhrif á hann,“ sagði ung- frú Johnson alvarlega. „Auðvitað er ég ekki óvil- höll, því ég er — já, hvað á ég að segja ? — ég er eins og tryggnr, en afbrýðisamur gamali rakki. Mér fellur illa að sjá hann svona þreytu- legan og kvíðinn. Hann þarf að geta beint allri orku sinni að starfinu, þá liður honum vel, en þessi ótti konu hans og duttlungar hennar eru alveg að gera út af við hann. Ef hún þolir ekki að vera langt að heiman, þá átti hún aldrei að koma hingað .— hún hefði betur verið kyrr heima í Ameríku. Ég get ekki sýnt neitt umburðariyndi gagnvart fólki, sem vill ferðast og flækjast og tollir svo hvergi stundinni lengur.“ Ungfrú Johnson hefir vist fundizt hún hafasagt helzt til mikið, því hún bætti við eftir dálitla stund: „Auðvitað dáist ég að frú'Leidner að öllu öðru leyti. Hún er mjög fríð kona og hefir mikinn yndisþokka til að bera — og hún getur líka verið mjög viðfeldin í viðmóti og kann að koma fram, ef hún vill það við hafa.“ Og svo sagði hún ekki meira um þetta. Ég hugsaði með sjálfri mér, að það væri alltaf sama sagan, þar sem fáir kvenmenn væru neydd- ir til að vera saman um nokkurn tíma á af- skekktum stað — þá blossar afbrýðisemin upp. Ungfrú Johnson féll sýnilega ekki við konu hús- hónda síns (og það var kannske eðlilegt) og ef mér skjátlaðist ekki, þá hataði frú Mercado hana beinlinis. Það var líka önnur persóna, sem sýnilegt var að hafði engar mætur á frú Leidner, svo ekki sé meira sagt — og það var Sheila Reilly. Hún kom einu sinni eða tvisvar út að uppgreftinum. Ég þóttist þess fullviss, að henni litist vel á hinn fámælta Ameríkana, Emmott. Ef hann var að vinna við uppgröftinn, var hún vön að staðnæm- ast hjá honum og tala við hann langa stund. Ég þóttist þess einnig fullviss, að honum litist vel á hana. Dag nokkurn við morgunverðinn minntist frú Leidner á þetta alveg upp úr þurru. „Hún Reilly litla er alltaf á eftir honum Davið Emmott,“ sagði hún brosandi. „Veslings Davíð, þú hefir engan frið fyrir henni, þegar hún kemur til ykkar við uppgröftinn. En hvað ungar stúlkur geta verið kjánalegar!" Davíð Emmott svaraði ekki, en hann gat ekki varizt þess að roðna. Hann leit upp og horfði beint í augu frú Leidner — og augnaráðið var stöðugt og eins og ögrandi. Hún brosti lítið eitt og leit undan. Mér heyrðist séra Lavigny muldra eitthvað, en þegar ég hváði, hristi hann aðeins höfuðið. Þetta sama kvöld sagði Coleman við mig: „Eins og gefur að skilja féll mér ekki vel við frú Leidner til að byrja með, Hún dró mig sund- ur og saman í háði í hvert sinn og ég opnaði munninn til að segja eitthvað. Hún er einhver sú bezta kona, sem ég hefi nokkurn tíma kynnst. Hún getur fengið mann til að segja sér alla ævi- sögu sína áður en hann veit, hvað hann er í raun og veru búinn að segja margt. Hún hefir hom í siðu Sheilu Reilly að vísu, en Sheila hefir líka vérið reglulega stríðin við hana stundum. Það versta við Sheilu er, að hún kann enga mannasiði. Og skapið er djöfullegt!“ Ég trúði því vel. Dr. Reilly lét of mikið eftir henni. SÖGUPERSÓNURN AR: Hercule Poirot, litli, feitlagni Belgíumaður- inn, sem er snillingur í að leysa torráðin glæpamál. Amy Leatheran, hjúkrunarkona — dugleg, skarpskyggn, glaðlynd og trygg — hefir verið ráðin til að annast Lovisu Leidner, forkunnarfagra konu, sem er taugaveikluð. Hún er gædd einhverjum óheillavænleginn töframætti, sem veldur óró- leik meðal leiðangursmanna. Hún er kona dr. Eric Leidner, forystumanns leiðangurs- ins. Hann hefir ekki áhuga á neinu nema fom- um leirkerabrotum - og hinni fögru konu sinni. Richard Carey, arkitekt leiðangursins og i gamall vinur og samverkamaður dr. Leidners. Hann er laglegur og myndarlegur og nýtur hylli kvenna. Anna Johnson, einnig gamall samverkamað- ur dr. Leidners og tilbiður jörðina sem hann gengur á. Hún er kona um fimmtugt, stutt- klippt og dugnaðarleg. Séra Lavlgny, kaþólskur prestur, svart- skeggjaður með lonéttur, helgirúnafræðingur og hálfgerður vandræðamaður. Jósep Mercado, efnafræðingur leiðangursins, hár, grannur, gugginn og raunamæddur. Hann er miklu eldri en konan hans, María Mercado, sem er dökkhærð og ekki öll þar sem hún er séð. Hún hatar Lovísu. Karl Reiter, er ljósmyndari leiðangursins, heldur óásjálegur og lítill fyrir mann að sjá. William Coleman, ungur uppskafningur, sem talar mikið, en bætir litið við þekkingu manna. Davíff Emmott, er þriðji „ungi maðurinn" i leiðangrinum, snotur, duglegur Ameríkumaður. Giles Reilly, læknir leiðangursins, roskinn maður, duglegur og spaugsamur og á heima nálægt Hassanieh. Honum þykir gaman að stríða Leatheran hjúkrunarkonu. Sheila Reiily, ung nútímakona, lagleg, kald- lynd, kæruleysisleg, örugg í framkomu og hæðin. Fer stundum dálítið í taugamar á Amy Leatheran. „Auðvitað getur Sheila verið mikil með sig, þar eð hún er eina unga stúlkan í þorpinu. Hún þarf samt sem áður ekki að tala við frú Leidner eins og frúin væri langamma hennar. Frú Leidner er reyndar enginn unglingur lengur, en hún er frið sýnum og mjög ungleg eftir aldri. Hún líkist mest einhverri dís, sem kemur upp úr lindum í skóginum og seiðir mann að sér.“ Síðan bætti hann við með beiskju í röddinni: „Sheila seiðir engan að sér. Helzt ímynda ég mér að hún tæki mann með áhlaupi!" Ég minnist aðeins tveggja annara atvika, sem nokkra verulega þýðingu hafa. Annað var það, þegar ég fór inn í rannsókna- stofuna í þeim tilgangi að ná mér í sýru til að hreinsa á mér hendurnar, eftir að ég hafði verið að fást við að tína saman leirmuni. Jósep Merca- do sat úti í einu horni stofurmar, laut fram á hendur sínar og svaf, að þvi er ég hélt. Ég náði í flöskuna með sýrunni og fór út með hana. Mér til mikillar undrunar kom frú Mercado vaðandi að mér um kvöldið og spurði þóttalega: „Tókuð þér flösku með sýru í rannsóknarstof- unni í dag?“ „Já,“ svaraði ég. „Það gerði ég.“ „Þér hljótið að vita, að það er jafnan sýru- glas í forngripageymslunni og það er ætlað til að hreinsa á sér hendumar með?“ „Er það. Ég vissi það ekki.“ „O — þér vissuð það vel! Þér voruð aðeins að forvitnast. Ég veit, hvernig þessár hjúkrun- arkonur eru.“ 1 Ég starði á hana. „Ég veit ekki, hvert þér eruð að fara, frú Mercado,“ svaraði ég hægt. „Ég er ekki að forvitnast eða njósna um neinji.“ „Nei, auðvitað ekki! Hvað ætli þér séuð að því? Haldið þér kannske, að ég viti ekki, hvers vegna þér eruð komnar hingað?“ Ég hélt satt að segja að konan væri drukkin. Ég gekk í burtu, án þess að eiga við hana fleiri orð. Hitt atriðið var í sjálfu sér litilvægt. Ég var að reyna að lokka til mín lítinn hvolp með þvi að bjóða honum brauðbita með útréttri hendi. Hvolpurinn var mjög styggur, eins og allir ara- biskir hundar — og hélt víst að ég ætlaði að gera sér eitthvað illt. Hann lagði á flótta og ég elti hann út í gegn um undirganginn og fyrir næsta húshom. Ég hljóp við fót og vissi ekki fyrr en ég þaut í flasið á séra Lavigny og öðrum manni, sem voru að tala saman — og ég sá strax, að þessi ókunni maður var sá sami og við frú Leidner höfðum séð um daginn vera að gægjast inn um gluggana á húsinu. Ég afsakaði mig, og séra Lavigny brosti, kvaddi manninn í skyndi og varð mér samferða inn aftur. „Ég skal segja yður,“ mælti hann, ,,að ég er meira en lítið sneyptur yfir því, að ég, sem lagt hef stund á austurlandamál í æðri skólum, skuli ekki geta gert mig skiljanlegan við verkamenn- ina í uppgreftrinum! Það er skammarlegt fyrir mig. Ég var að reyna að tala við þennan mann, sem er borgarbúi, til að vita, hvort mér gengi betur við hann, en það lánaðist ekki sem bezt. Dr. Leidner segir, að ég sé heldur stirður í ara- biskunni.“ Þetta var allt og sumt. Ég gat samt ekki varizt þvi að hugsa sem svo, að einkennilegt væri að þessi sami maður skyldi alltaf vera að ráfa i nánd við húsið. Næstu nótt gerðist óvænt atvik. Klukkan mun hafa verið nálægt tvö um nótt- ina. Ég sef venjulega mjög laust eins og líka kemur sér vel fyrir hjúkrunarkonu. Ég var vak- andi og sat uppi í rúmi mínu, þegar hurðinni á herbergi minu var skyndilega hrundið upp. „Ungfrú, ungfrú!“ Það var rödd frú Leidner, há og æst. Ég kveikti á kerti í skyndi. Frú Leidner stóð í gættinni í síðum morgunslopp. Angistin skein út úr andliti hennar. „Það er einhver — einhver inni i herberginu við hliðina á herbergi mínu .... Ég heyrði eitt- hvert skrjáf þar inni.“ Ég þaut út úr rúminu og gekk til hennar. „Svona, svona. Reynið að vera rólegar. Þetta er allt í lagi.“ Hún hvislaði: „Náið í Eric.“ Ég kinkaði kolli, hljóp út og barði að dyrum hjá dr. Leidner. Eftir augnablik var hann kom- inn til okkar inn í herbergi mitt. Frú Leidner sat á rúminu mínu og gekk upp og ofan af mæði. „Ég heyrði í einhverjum," sagði hún lágt, „eins og klórað væri í þilið.“ ,,Er einhver í forngripageymslunni?" hrópaði dr. Leidner. Hann var um leið þotinn út úr herberginu — og mér varð hugsað til hve mismunandi áhrif

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.