Vikan


Vikan - 04.09.1947, Blaðsíða 15

Vikan - 04.09.1947, Blaðsíða 15
VIKAN, nr. 36, 1S47 15 Bibliumyndir. 1. Kona nokkur samversk kemur þá til þess að ausa upp vatni. Jesús segir við hana: Gef mér að drekka . . . Konan segir við hann: Ég veit, að Messías kemur, sem kallast Kristur; þegar hann kemur, mun hann kunn- gjöra oss allt. Jesús segir við hana: Ég er hann, ég, sem við þig tala. 2. Konan skildi þá eftir skjólu sina, gekk burt inn í bæinn og segir við menn: Komið og sjáið manninn, sem sagði mér allt, sem ég hefi að- hafst; ætli þessi maður sé ekki Krist- ur ? 3. Meðan á þessu stóð, báðu læri’- sveinamir hann og sögðu: Rabbi, neyttu matar! Hann sagði við þá: Ég hefi fæðu að eta, sem þér vitið ekki af . . . Minn matur er að gjöra vilja þess, sem sendi mig, og fullkomna hans verk. 4. En úr þessum bæ trúðu margir af Samverjunum á hann fyrir orð konunnar . . . og miklu fleiri tóku trú fyrir orð hans. Vélaverkstæöi Sig. Sveinbjörnsson h.f. Skúlatún 6 Sími 5753 Vélaviðgerðir. — Vélsmíði. Uppsetningar á vélum og verksmiðjum. FRAMKVÆMIR: Hvers konar viðgerðir á Dieselmótorum og Benzínmótorum. SMÍÐUM: Tannhjól og hvers konar vélahluti. Bobbinga úr járni fyrir mótorbáta. Rafgufukatla. Síldarflökunarvélar o. m. fl. Höfum fullkomnustu vélar og tæki Vélaverkstæði Sig. Sveinbjörnsson h.f. húsið. Þegar drunurnar dóu út, hringdi síminn og Tomlins svaraði: „Hver er þetta — ert það þú, Garwood! Já, ég ætlaði að láta þau fara með lestinni. En ef þú ætlar að aka norður eftir, og hefir rúm, er það ágætt. Ég þakka þér fyrir.“ Majórinn snéri sér að konu sinni: „Garwood vill leggja sem fyrst af stað.“ „Mér þykir leitt að þurfa að fara,“ Nanette andvarpaði og rétti Hermanni höndina. „Þú verður að koma og heimsækja okk- ur þegar — þegar stríðinu líkur.“ „Já, auðvitað —“ sagði Iiermann. „Ver- ið þið sæl.“ Þeg'ar þau voru farin kveikti Hermann sér í vindlingi að nýju. „Þú varst skjótráður, Ken —,“ tautaði hann. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég skrökva að henni,“ sagði Tomlins. Þeir reyktu saman í djúpri þögn. Báðir voru sokknir niður í hugsanir sínar. Að lokum tók Hermann upp ritgerðina, sem ennþá var skreytt sylkiböndunum. Hann brosti þegar hann las framan á titilblaðið. „Parísarháskóla í júní 1930. „Evrópa á tímum formyrkvunarinnar" eftir Kenneth Tomlins og Hermann Heinrich. En nafnið hennar ætti að standa þarna líka,“ bætti Hermann við. „Það var hún„ sem réði fyrir okkur úr vandamálunum með Belgíu og Gallana og alla hina siðlausu betlara." Brosandi tók Hermann sér penna í hönd og bætti við: Með hjálp Nanette. I sama bili kom liðþjálfinn inn. „Ég átti frá aftökusveitinni að minna majórinn á að nú er aðeins hálfur tími til undanhaldsins." „Rétt er nú það,“ svaraði Tomlins. „Rétt er það,“ endurtók Heinrich. Tomlins fylgdi honum til dyranna og þeir þrýstu hönd hvors annars. „Lifðu heill, Ken, gamli vinur.“ „Lifðu heill, Hermann —“ „Notaðu ekki þessi kveðjuorð — ekki í þetta skipti —“ sagði Hermann biðjandi. Tomlins átti erfitt um mál, en stundi svo loks upp: „Cheerio, old fellow!“ Hermann fór út og liðþjálfinn á hæla honum. Tomlins gekk að skrifborðinu aftur, tók símann og bað um númer. „Ert það þú Garwood? .. . Ertu í þann veginn að fara? ... Er nokkurt útvarps- tæki í bílnum þínum? Ágætt, en reyndu að halda öllum blöðunum frá henni fyrstu dagana . . Já, hann kom niður í fallhlíf og við fundum hann með senditæki inni í skóginum við Coventry og var hann að til- kynna þeim stöðu okkar. Leyndu hana þessu, jafnvel þó þú þurfir að skrökva að henni til þess.“ Majórinn lagði frá sér símann, gekk að glugganum og tottaði pípuna ákaft. Reykurinn liðaðist í kringum hann og tók á sig myndir frá gömlum, liðnum dög- um. Hann þóttist sjá þarna atburði frá því hann var í París. Nanette hlæjandi stríðnislega, þegar hún var að egna þá saman. Það var dásamlegt ár! Það slokn- aði í pípunni og þegar reykurinn var horfinn, sá Tomlins í gegnum rúðuna út á flötinn fyrir framan. Þarna sá hann fer- hyrnt steinhús, sem var vandlega umgirt og við það stóð maður á verði. Nú var sól- in einmitt að ganga til viðar. Majórinn sá Hermann koma út og í kringum hann gengu tíu vopnaðir menn. Þeir fóru með hann bak við háan stein- vegg. Majórinn beit fast í munnstykkið þar til hann heyrði skothvell — frá tíu byssum, Rödd hrópaði: „Hörfið aftur.“ Hvað átti að hörfa langt aftur? Inð langaði Tomlins til að vita. Aftur til tíma f ormyrkvunarinnar ?

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.