Vikan


Vikan - 04.09.1947, Blaðsíða 6

Vikan - 04.09.1947, Blaðsíða 6
6 VTKAN, nr. 36, 1947 þetta atvik hafði á þau hjónin. Frú Leidner varð gripin skelfingu sjálfrar sin vegna, en dr. Leidner varð fyrst hugsað um hina dýrmætu fomgripi. „Forngripageymslan!" sagði frú Leidner og stundi við. „Já, auðvitað! Hvað ég gat verið mikill kjáni." Hún stóð á fætur, vafði að sér sloppnum og bað mig að koma með 'sér. öll merki um ótta virtust nú hafa horfið eins og dögg fyrir sólu. Við fórum inn í forngripageymsluna og þar voru þeir dr. Leidner og séra Lavigny fyrir. Sá síðarnefndi hafði einnig heyrt einhvern hávaða, hafði farið á fætur til að aðgæta, hvað þetta væri og honum hafði sýnzt hann sjá ljósi bregða fyrir í fomgripageymslunni. Hann hafði tafizt við að far'a í sloppinn og kveikja á kerti, en þegar hann kom inn í geymsluna, var enginn þar firinanlegur. Dyrunum hafði meira að segja verið læst vendilega eins'og vera bar yfir nóttina. Hann hafði verið að ganga úr skugga um, að engu hefði verið stolið, þegar dr. Leidner kom. Engar frekari upplýsingar var hægt að fá um þetta. Útidyrunum við imdirganginn hafði verið lokað og vörðurinn sór og sárt við lagði að enginn hefði farið þar inn að utan, en hann hafði að öllum líkindum verið í fasta svefni, svo þetta var ekkert að marka. Það voru engin för eða merki sýnileg eftir aðkomumann og engu hafði verið stolið. Sennilegast var, að frú Leidner hefði aðeins heyrt í séra Lavigny, þegar hann var að færa til fomgripina til að aðgæta, hvort nokkum þeirra- vantaði. Séra Lavigny hélt því fast fram, að hann hefði heyrt fótatak manns, sem gekk fyrir gluggann hjá honum og séð ljósglampa bregða fyrir í fomgripageymslunni. Enginn annar hafði orðið neins var. Þetta atvik hefir þýðingu fyrir frásögn mína vegna þess, að það varð til þess, að frú Leidner trúði mér daginn eftir fyrir leyndarmálinu, sem olli henni stöðugum ótta og kvíða. 8. KAFLX. Það var rétt eftir miðdegisverðinn. Ég fylgdi frú Leidner til herbergis hennar svo hún gæti lagt sig eftir matinn eins og venjulega. Ég bjó um hana í rúminu, lagaði koddana og púðana, rétti henni bók að lesa og var á leiðinni út frá henni, þegar hún kallaði á mig. „Farið ekki strax, ungfrú,“ sagði hún. „Eg þarf að segja yður frá dálitlu." Ég snéri við. „Lokið hurðinni." Ég hlýddi. Hún fór fram úr rúminu og byrjaði að ganga um gólf. Ég sá, að hún var að hugsa sig um, hún var að taka ákvörðun um, hvort hún ætti að segja mér þetta eða ekki, svo ég beið átekta og sagði ekkert. Eftir nokkra stund virtist hún hafa safnað nægilegum kjark til að byrja. Hún snéri sér skyndilega að mér og sagði stutt í spuna: „Fáið yður sæti.“ Ég settist við borðið, og hún byrjaði óstyrk: „Þér hljótið að hafa velt því fyrir yður, hvað eiginlega væri hér að?“ Ég kinkaði aðeins kolli, en svaraði engu. „Ég hef ákveðið að segja yður---------allt! Ég verð að segja einhverjum frá þessu, því annars geng ég af vitinu.“ „Mér þætti vænt um að fá botn í þetta,“ svar- aði ég hægt. „Það er erfitt að vita hvað gera skal eða láta ógert, þegar ástæðan fyrir ótta yðar er manni ókunn og maður rennir blint í sjóinn.“ Hún nam staðar á miðju gólfi og horfði fast á mig. „Vitið þér, hvað ég er hrædd við?“ spurði hún snöggt. „Einhvem mann,“ svaraði ég. „Já — en ég sagði ekki hvem, heldur hvað.“ Síðan bætti hún við: „Ég er hrædd við að verða myrt!“ Jæja, þá vissi ég það. Ég ákvað strax að segja ekkert, sem æst gat hana meira en orðið var, svo ég svaraði: „Svo þér óttist það, segið þér?“ Við þessi orð min fór hún að hlæja. Hún hló og hló — og tárin mnnu niður kinnar henni. „Hvem- ig þér sögðuð þetta!“ sagði hún og stóð á önd- inni. „Hvemig þér gátuð sagt þetta...“ „Svona, svona,“ sagði ég. „Hættið nú þessu.“ Ég var ákveðin í röddinni. Ég stóð á fætur, leiddi hana að stólnum og lét hana setjast í hann. Síðan gekk ég að þvottaskálinni, náði í þvotta- pokann, vætti hann í köldu vatni og strauk hon- um um enni hennar og úlnliði. „Svona, enga heimsku," sagði ég. „Segið mér rólega og greinilega frá þessu." Þetta dugði. Hún rétti úr sér og talaði með sínum eðlilega málrómi. „Þér emð fyrirtak, ung- frú,“ sagði hún. „Þér aukið mér áræði og þrótt.. Ég ætla að halda áfram frásögn minni.“ „Það er ágætt,“ svaraði ég. „Verið aðeins ró- legar.“ Hún byrjaði, hægt og hikandi. • „Þegar ég var tuttugu ára giftist ég í fyrra sinni ungum manni, sem vann við eina stjómar- deildina. Það var árið 1918.“ „Já, ég hef heyrt það,“ svaraði ég. „Frú Merca- do sagði mér frá því. Hann féll í stríðinu.“ Frú Leidner hristi höfuðið. „Já, hún heldur það — og það halda reyndar allir. En sannleikurinn er annar í málinu. Ég var ung og.áköf, mikill ættjarðarvinur og hugsjóna- manneskja. Þegar ég hafði verið gift í fáeina mánuði, komst ég að þvi -— fyrir sérstaka tilvilj- un — að eiginmaðurinn minn var njósnari, laun- aður af þýzku stjóminni. Ég komst að því, að upplýsingar hans höfðu leitt til þess, að amerisku flutningaskipi hafði verið sökkt og hundrað manns höfðu látið lífið. Ég veit ekki, hvað fólk mundi hafa gert í mínum sporam . . . . en ég skal segja yður hvað ég gerði. Ég fór beint á fund föð- ur míns, sem var í stríðsráðuneytinu og sagði honum frá þessu. Frederick var drepinn í stríð- inu —- en hann var drepinn í Ameríku — skotinn sem njósnari." „Ó, guð minn góður!" hrópaði ég. „Þettar er hræðilegt að heyra!" „Já, það var hræðilegt," sagði hún. „Hann var svo góður við mig, svo göfugur.... En samt sem áður.... Ég hikaði ekki eitt augnablik. Ef til vill var þetta ekki rétt af mér.“ „Það er erfitt að dæma um slíkt," svaraði ég. „Ég get ekki gert mér grein fyrir, hvemig menn mundu almennt hafa hegðað sér í þessu tilfelli." „Þetta, sem ég hef nú sagt yður, var aldrei látið uppi, svo enginn vissi um það nema þeir i striðsráðuneytinu. Opinberlega var sagt, að eigin- maðurinn minn hefði farið á vígvöllinn og fallið þar. Margir vottuðu mér samúð sina og sýndu mér vináttumerki sem ekkju hermanns. Þegar stundir liðu, urðu margir til að biðja mín, en ég Blessað barnið! Teikning eftir George McManus. Pabbinn: Það er svo fallegt og friðsamt héma í garðinum! Pabbinn: Það þyrfti svei mér að flengja þennan krakka! Að konan skuli láta hann skæla svona. Ég ætla að fara að finna mér friðsamari stað. Pabbinn: Hann ætti að fara með þennan krakka heim, það er ekki nokkur friður hér í garðinum fyrir orgunum í honum!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.