Vikan


Vikan - 04.09.1947, Blaðsíða 12

Vikan - 04.09.1947, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 36, 1947 unum, þangað til hún hvarf úr augsýn, þá lagði hún af stað heimleiðis. Hún mætti Albertu í garðinum. „j&g hefi ekki fengið tækifæri til þess að segja þér, að við höfum fengið bréf frá hr. Blair — honum, sem við höfum leigt íbúðina hjá. Honum er batnað, svo að hann kemur bráðum til Egypta- lands," sagði Alberta. „Vill hann þá fá íbúðina aftur?" „Nei. Hann skrifar, að hann muni koma sér annarsstaðar fyrir, nema ef við ætluðum að fara fyrr en ákveðið var, þá þætti honum vænt um að fá íbúðina." Linda var hugsandi á svipinn. „Ykkur langar liklega ekki til þess að fara?" „Jú, það veit hamingjan," svaraði Alberta og leit á gluggana í svefnherbergi Sybil. „Mér hefir ekki þótt sérlega skemmtilegt að vera hérna, Linda." „Nei, það veit ég vel, en Michael — ¦—" „í>ó undarlegt virðist, hefur Michael ekkert á móti því að fara, eins og ég bjóst við." „Ekki það?" Rödd Lindu var undrandi, þó að hún væri það ekki sjálf, því að eftir það, sem gerzt hafði í gærkveldi, var það engin furða, að Michael hugsaði til brottferðar. „Honum líður miklu betur," hélt Alberta áfram. „Já, hann lítur út fyrir að vera orðinn heil- brigður, en ætli það sé gott fyrir hann að fara til Englands á þessum tíma árs?" „Við höfum ekki ákveðið neitt ennþá, en við höfum talað um að fara héðan eftir viku- eða hálfsmánaðartíma. Við ætlum ekki að hafa hrað- ann á, því að við höfum í hyggju að koma við á Italíu og sjá okkur um þar, og halda jól á Green Spinneys. Auðvitað, ef Michael fær hóst- ann aftur, þá getum við farið. Axel greifi segir, að það sé yndislegt að vera í Algier og ekki nánd- ar nærri eins dýrt." „Þið Michael hafið rætt um þetta?" „Já, og greifinn líka. Hann hefur lofað að koma með okkur og dvelja um jólin á Green Spinneys. Michael er mikið áhugamál, að sýna honum herra- garðinn." „Já, það skil ég vel. Michael er farið að Ieið- ast hérna. Ég mun sakna ykkar, Alberta, en auðvitað sé ég enga ástæðu til þess, að þið verðið kyrr. Þið getið hvenær sem er farið í annað ferðalag, ef þess væri nauðsyn." „Hvers vegna kemur þú ekki með okkur, Linda?" „Ég? En góða min, hvernig ætti ég að geta það? Ég hefi lofað að vera í styzta lagi eitt ár hjá Sybil." „Þú hefur gert skyldu þína gagnvart henni," sagði Alberta beisklega, „og mér þykir leitt að þurfa að segja þér Linda, að mér finnst þú ekki hafa haft heppnina með þér. Ekki svo að skilja, að ég búist við, að öðrum hefði tekizt betur að gera mann úr þessum ótugtar anga. Farðu til Kaye majórs og segðu, að þér finnist staða þín óþolandi — eða, að þú þurfir af einhverjum orsökum að fara heim — Hann getur ekki haldið þér hér á móti vilja þínum." Linda hristi höfuðið. „Eg er hrædd um, að það geti ég ekki. Það væri að bregðast Kaye majór." „Hann getur fengið einhverja aðra, eða Sybil gæti farið til sinnar kæru vinkonu, frú Lacy. Þær eru alveg eins og tvibaurar og mundi koma ágætlega saman." „Ég efast ekki um það," sagði Linda. Nei, Alberta, ég þakka þér fyrir hið fallega boð, en mér finnst ég ekki geta farið." „Mér hefði þótt vænt um, ef að þú hefðir komið með," svaraði Alberta. Hún hafði sínar ástæður, til þess að óska að Linda f æri með þeim. Albertu var — eins og flestum konum — umhugað um að koma ógiftu fólki í hjónaband. Axel greifi og Linda áttu vel saman, og það var ekkert ólíklegt að lengri viðkynning leiddi til þess, að þau bindust hjúskarparböndum. Michael mundi þykja ráðahagurinn góður. „En þú getur hugsað betur um þetta," sagði Alberta að lokum. Hún vissi, að Linda mundi vita, hvað hún vildi. „Já," svaraði Linda hugsandi. Kaye majór og Axel greifi voru lengur í burtu, en áætlað var. Lífið á La Tranquellité gekk sinn venjulega gang — að því er virtist. Michael og Alberta höfðu ákveðið að fara eftir f jórtán daga. Frú Lacy hafði boðið Sybil með sér til Luxor, og hin vingjarnlega frú Saunders stakk upp á MAGGI OG RAGGI. Teikning eftir Wally Bishop. 1. Amman: Gott og vel — ef þú heldur, að þú verðskuldir ekki refsingu, þá skaltu fara til afa þíns og segja honum alla málavöxtu. 2. Amman: Við skulum láta hann vera dómara. Ef hann álítur, að ég hafi verið of hörð við þig, pá skulum við láta málið niður falla! 3. Maggi: Og nú vill amma að þú skerir úr um það, hvort refsa eigi mér fyrir það að skera mér bita af nýju kökunni. Afinn: Hm! Segðu ömmu þinni, að dómarinn þurfi að fá lagt fram í réttinum vænan bita af kökunni. 4. Maggi: Afi! Amma segir, að það sé bezt að láta málið niður falla! þvi, að Linda kæmi til sín, ef Sybil tæki boði Evu og Kaye majór leyfði henni að fara. Sybil virtist ekki hafa neinn sérstakan áhuga á að fara, og hún sagði heldur ekkert, er hún heyrði um hina bráðu brottför Michaels. Fram- koma hennar var ekki eins frekjuleg og áður. Linda var ánægð og glöð yfir þessari breytingu til batnaðar, og komst að þeirri niðurstöðu, að henni hefði samt sem áður þótt vænt um hin glaðlynda Michael. Hún hafði fengið lexíu, sem hún hafði reyndar gott af, en Linda gat ekki annað en kennt í brjóst um hana. Sybil var orðin alvarlegri, en við og við brauzt fram einhver óskiljanleg æsing hjá henni, sem hún réði tæplega við, og Linda varð óróleg, þegar hún komst að því, að hún forðaðist augna- ráð hennar. Veslings, litla stúlkan. Linda var viss um, að hún væri mjög óhamingjusöm. Hún hafði það fyrir venju að læðast út þegar rökkva tók, og ráfaði þá ein síns liðs um í garðinum. Hún hafði — í eitt skipti fyrir öll — gert Lindu það skiljanlegt, að hún óskaði að vera ein og þarfn- aðist engrar samúðar. Linda lét hana þess vegna vera í friði. Sybil varð sjálf að vinna bug á sorg- um sínum á þann hátt, sem henni bezt hentaði, ef til vill mundi þetta hafa þroskandi áhrif á hana. Þær voru annars ekki mikið einar. Michael og Alberta, Eve, Saunders og ungu mennirnir voru með annan fótinn í La Tranquelitté. Þær fengu líka tvisvar sinnum óvæntan gest, nefnilega Huss- ein. Hann drakk tvisvar te hjá þeim, og var eins frjálsmannlegur í framkomu og þegar þær sáu hann í eyðimörkinni. Linda furðaði sig á þessu, því að hún vissi, að Arabar fara ekki í heimsókn, þegar húsbóndinn er ekki viðstaddur. Hún varð vör við, að hitt fólkið var líka undrandi yfir þessu og óskaði, að Hussein hætti komum sínum þang- að. En hún gat ekki stemmt stigu fyrir þetta. K hafði sagt, að hann óskaði að Bedawís væri sér vinveittur, þar af leiðandi mátti hún ekki móðga Hussein. Hussein vissi vel, að hann með heimsóknum sínum braut bæði siði sinnar eigin þjóðar og Englendinganna. En eitthvað óviðráðanlegt afl kom honum til þess að brjóta gamlar siðvenjur. Ástæðurnar vor tvær. Astríða hans á Sybil og takmarkalaus óskammfeilni. Girnd hans jókst dag frá degi, og von hans varð að vissu, um að hann mundi vinna hana, en jafnframt minnkaði hún i áliti hjá honum. Hann var ósvikinn Arabi. Kvöldið, sem dansleikurinn var haldinn, hafði hann sagt við sjálfan sig, að nú þyrfti hann ekki lengi að bíða, til þess að sjá óskir sínar rætast. Hann hafði rétt fyrir sér. Sybil hafði hitt hann á hverju kveldi. Fyrst hafði hún bara sagt, að hann yrði að fara og mætti ekki koma aftur. En þrátt fyrir það kom hún kvöldið eftir, og síðan höfðu þau fyrir venju að talast við í nokkrar mínútur á hverju kveldi. Hún vis.si, hvað hún lagði í hættu — að minn- sta kosti nokkurn veginn, hvað fólkið í Abbou Abbas myndi segja og hvað f járhaldsmaður henn- ar myndi gera, ef komizt yrði að þessu. En þetta gaf æfintýrinu bara ennþá meiri töfraljóma. Sybil gat ekki lengur verið án þessa í„spennings". Hún vænti þess svona hálft í hvoru, að Hussein mundi biðja hennar — þegar svo væri komið, mundi hún auðvitað gefa honum i skyn, að slíkt gæti ekki komið til greina. Já, en mundi hún ekki gefa honum annað svar? — Hann var óvenju fríður maður, og þar að auki auðugur — vellauðugur. Nei, auðvitað vildi hún ekki giftast honum. En Hussein var hægur og gætinn. Hún hélt, að hann væri hræddur um að missa hana. Hann tilbað hana, og tilbeiðsla hans steig henni til höfuðsins eins og örvandi vin. Hún hugsaði ekki um annað en hann. Hann var afar varkár. Hann hafði kysst kjól- fald hennar og beygt sitt stolta höfuð fyrir henni, ennfremur hafði hann tekið í hönd hennar og einu sinni hafði hann snert gullnu lokkana. Ann-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.