Vikan - 04.09.1947, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 36, 1947
3
KATHLEEN MDRRIS:
Konuríhi
Eiginkonur: Áður en þið reynið að betrumbæta menn ykkar
skuluð þið lesa þessi hollráð hygginnar konu.
f ' ifztu ekki manni með það fyrir augum
að breyta honum. Það blessast aldrei.
Það er ekki hægt að breyta mönnum. Þeir
geta ef til vill komið þér á óvart í háttum
eða smekk — þú uppgötvar ef til vill, að
maðurinn, sem þú hélzt að væri heimakær,
vill helzt fara út á hverju kvöldi, eða að
maðurinn, sem þú hélzt að værir kaffihúsa-
rápari, vill sitja heima öll kvöld. Slíkt og
því líkt er algengt hjá nýgiftu fólki. En
ekki breytingar. Maðurinn, sem er af-
brýðissamur kærasti, heldur áfram að
vera afbrýðissamur; letinginn, sem alltaf
er að skipta um atvinnu, heldur áfram
uppteknum hætti eftir að hann er kvænt-
ur; strákurinn, sem drekkur of mikið og
eyðir peningum sínum í f járhættuspil, held-
ur áfram að drekka og spila eftir sem áður.
Fyrir skömmu átti ég tal við stúlku, sem
ætlaði að fara að gifta sig, og síðan hefi ég
verið að velta því fyrir mér, hvort manns-
efnið hafi nokkurn grun um, hvað hann
á í vændum. Þau hafa öll skilyrði til að
verða hamingjusöm í hjónabandinu —
f jölskyldur þeirra eru gamalt vinafólk og
þau hafa þekkst frá því að þau voru börn,
efni eru góð og þeirra bíður rúmgóð og
skemmtileg íbúð. En afstaða brúðurinnar
lofa.r ekki góðu.
Hún var að kaupa hanzka ásamt einni
af brúðarmeyjum sínum og ræddi frjáls-
lega um fyrirætlanir sínar við mig.
Tom þarf oft að fara til New York,
atvinnu sinnar vegna, og honum þykir
þægilegast að fara með flugvél, en Sharon
hefir lagt blátt bann við því. ,,Ég er svo
hrædd að láta hann fljúga, að ég þvertók
fyrir það.“
Hún sagði mér einnig, að hún hefði tal-
að hreinskilnislega við Tom um móður
hans. Tom hafði viljað, að þau kæmu við
í Santa Barbara hjá móður hans, þegar
þau færu brúðkaupsferð sína til Mexíkó.
Sharon neitaði því. „Það yrði aðeins til að
skapa hættulegt fordæmi, við yrðum þá að
koma þar við í hvert skipti, sem við ættum
leið þar nálægt,“ sagði hún við mig. Við
minntumst eitthvað á veiðiskap. Tom er
ágæt skytta og þykir gaman að fara á
andaveiðar. ,,Ég er svo hrædd við byssu,“
sagði Sharon. „Ég yrði miður mín af
hræðslu, ef Tom héldi áfram þessum veiði-
ferðum eftir að við erum gift.“
„Tom verður áreiðanlega bezt vandi eig-
inmaðurinn í öllum bænum,“ sagði hún von-
góð og glaðleg. „Vinir hans munu ekki
þekkja hann. Ég bað hann um að sýna
mér ávísanabókina sína hérna um daginn,
og hann varð að gefa mér skýringar á
ýmsu. Heldurðu ekki,“ sagði hún og sneri
sér til mín, „að bezt sé að venja þá strax
í upphafi?“
Ég var of undrandi til að geta svarað.
Ef hún hefði verið að tala um kjölturakk-
ann sinn, mátti segja að eitthvert vit væri
í þessu, sem hún var að segja, en Tom er
þriggja álna, þrekvaxinn, f jörmikill og ein-
beittur, ungur maður, velgefinn og með
góða menntun. Sharon borgaði hanzkana
og kvaddi mig full tilhlökkunar, en ég fyllt-
ist meðaUmkun með veslings Tom.
Það koma auðvitað fyrir þau tilfelli,
þegar eiginkona getur beitt áhrifum sín-
um, en það er sjaldan, og gæta verður þess
að beita þeim með nærgætni. Menn breyt-
ast, og konur einnig, í hamingjusömu
hjónabandi; en þau breytast án þess að
vita af því. Þau áhrif til breytinga, sem
hjón hafa hvort á annað í ástríku hjóna-
bandi, eru aldrei sýnileg.
Mér segir því illa hugur um hjónaband
þeirra Sharon og Tom. Ég er nokkurn
veginn viss um, að hann muni fyllast eirð-
arleysi og uppreisnaranda undir þessari
skipulögðu tamningu. Engin stúlka skyldi
giftast manni, nema henni þyki vænt um
hann eins og hann er. Svo virðist sem
Sharon elski aðeins þá möguleika, sem hún
telur sig sjá í Tom, og ef hann fær ein-
hvern tíma grun um, að hann hafi kvænst
einskonar kennslu- eða tamningarkonu,
mun hann gera uppreisn.
Stundum kemur þessi ráðríkistilhneig-
ing fram hjá konum eftir margra ára
hjónaband. „En því ekki að hafa gráa
veggfóðrið í forstofunni?" spyr eiginmað-
urinn. „Af því að það væri blátt áfram
hlægilegt, góði minn,“ segir konan. „Af
hverju væri það hlægilegt? Var ekki gamla
stofan okkar heima þannig?“ „Gamla stof-
an okkar var líka leiðinleg,“ segir konan,
„og auk þess vita allir, að þú hefir ómögu-
legan smekk, elskan.“
Ég þekki konu, sem aðeins brosir og
hlustar, þegar maðurinn hennar lætur í
ljósi við morgunverðarborðið álit sitt á
ýmsu viðvíkjandi heimilishaldinu. Hún
brosir og hlustar, og lyftir augnabrúnun-
um og hristir höfuðið lítið eitt um leið og
hún kinkar kolli til dóttur sinnar.
Svipur hennar segir: „Við höfum þetta
eins og okkur sýnist undir eins og hann
er farinn.“
Það er mjög sjaldgæft, að menn sýni
konum sínum jafnhrokafullt yfirlæti. Þvert
á móti virðist sú skoðun mjög almenn, að
„mamma viti bezt, hvernig þetta eigi að
vera.“ Þannig hætta sumir menn að um-
gangast skyldmenni sín, og gamla vini,
leggja niður gamlar, notalegar venjur,
borga kvörtunarlaust húsgögn og veggfóð-
ur, sem þeim geðjast í raun og veru alls
ekki að. Þetta getur gengið árum saman,
en að lokum fyllist mælirinn — og það er
hyggilegt fyrir eiginkonur að nema stað-
ar áður en svo langt er komið. Kona, sem
gerir sér mikið far um að reyna að breyta
manni sínum, getur eins vel búizt við því,
að það verði til þess að hún missi hann
alveg.
Mjög- óvenjulegt flugslys varð fyrir skömmu 800 km. undan ströndum Nýfundnalands. „Constellation“-
farþegaflugvél var á leið til Evrópu í 6000 metra hæð, þegar glerþakið yfir sæti flugmannsins svift-
ist skyndilega af. Klefar flugvélarinnar voru loftþéttir, og til þess að farþegar og áhöfn gætu andað
í svona mikilli hæð, var loftþrýstingurinn inni í vélinni miklu meiri en fyrir utan. Þegar þakið sviftist
af, varð loftstraumurinn upp um gatið svo öflugur, að hann hreif með sér flugmanninn. Öðrum flug-
manni tókst að lækka flugið áður en farþegum varð meint af loftleysinu. Leitað var að flugmanninum,
en árangurslaust. Örin sýnir, hvernig menn hugsa sér að slysið hafi orðið.