Vikan


Vikan - 13.11.1947, Blaðsíða 13

Vikan - 13.11.1947, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 46, 1947 13 ÞÚAÐU KEIVNARANN. Barnasaga eftir Enevold Kruse. Það var fyrsti dagnr hins unga nýja Jtennara í skólanum. Hann var á eftirlitsgöngu umhverfis skólann í frimínútunum. Hann var að hugsa um það hvernig honum mundi takast að umgangast þessa háværu drengi svo . vel væri. Þeir virtust vera feimnir við kennarann og forðuðust að koma í nánd við hann. Hann vissi að hann var strangur á svip. Og hina fyrstu tima um morguninn var hann mjög alvarlegur. Hann vildi ógjarn- an láta henda gaman að sér. En í raun og veru var hann mannblend- inn og vingjarnlegur, og óskaði þess að góð vinátta tækist með sér og nemendunum án þess að þeir gerðu sér dælt við hann. Jú hann gerði sér góðar vonir um að allt gengi vel. Þarna stóð hópur drengja úr miðdeild og lét móðan mása. Hann hafði kennt landafræði í þessari deild um morguninn. Og hafði það gengið prýðilega. Umræðuefni drengjanna var að þessu sinni líkt og venja er tii meðal stráka. Þeir voru að grobba af þvi hvað þeir gætu og þyrðu. Einn þeirra sagði: „Ég get synt þarna útí litlu eyj- una, sem er á firðinum." Annar mælti: „Ég þori að klifra upp í hæsta píl- viðinn við tjörnina. Alveg upp í topp.“ „Puh! Það er nú ekki mikið.“ sagði sá þriðji. „Ég þori að stökkva yfir ána án tilhlaups.“ Þannig grobbuðu þeir hver um sig. Allir nema Sören litli. Hann þagði. Hann langaði til þess að grobba. En hann var svo mikill væskill að það var þýðingarlaust. Skyndilega mælti Sören án þess að vita hvaðan hann fékk hugrekki til þess: „En ég þori að þúa nýja kennar- ann.“ Drengirnir störðu steinhissa á Sören. „Nei, þú þorir það ekki,“ sagði stór strákur Karl að nafni. Var hann foringi þessarar deildar. „Jú. Ég þori það,“ sagði Sören. „Eigum við að veðja fimmtíu aur-' um?“ sagði Karl og brosti ertnis- legi. Fimmtíu aurar voru ekki lítill upphæð fyrir Sören. Og ef hann gæf- ist upp mundi hann verða dreginn i sundur og saman í háði. ' • „Já. Við veðjum fimmtiu aurum sagði Sören. „Jæja. Þú þorir það,“ svaraði Karl háðslega. „Þarna er kennarinn." „Á þetta að gerast nú þegar?“ spurði Sören. Hann dauðsá eftir því að hafa lagt út i þetta. „Vitanlega. Farðu strax.“ Einhver drengjanna ýtti á Sören. Hann varð að fara. Hann gekk hægt í átt til kennarans. Karl fór á eftir til þess að fylgjast með gerðum Sörens litla. Hinir strákamir stóðu og góndu, þeim virtist þetta mjög spennandi. Vitanlega yrði Sören gefinn kinn- hestur fyrir þvílíka frekju. Nýi kenn- arinn virtist ekki vera neitt lamb að leika sér við. Sören leið ekki vel. Nú stóð hann frammi fyrir kennaranum, og hug- rekkið var þorrið. Þar var ekki miklu af að taka. Hann tók ofan húfuna og sagði hátt, en röddin titraði allmikið: „Fyrirgefið. Það er drengur héma sem hefir heitið mér fimmtíu aurum fyrir að fara hingað og þúa þig. Hvað segir þú um það?“ Kennarinn horfið forviða á dreng- inn. Hann sá að Sören mimdi ekki ókurteis að upplagi. Hann skildi þeg- ar gang málsins. Kennarinn brosti og mælti: „Ég segi að ég vilji fá tuttugu og fimm aura af upphæðinni." Sören hélt aftur til drengjanna sigri hrósandi. Hann hafði unnið veð- málið. Kennarinn var lika mjög ánægður. Hann hafði unnið traust drengjanna við það hve hyggileg framkoma hans var í þessu máli. Sören kom með tuttugu og fimm- eyring og fékk kennaranum: Og stakk hann pening þessum í vasa sinn sem sigurmerki, og ákvað að geyma það til minja um fyrsta dag sinn i skólanum. LINURITIÐ Framhald af bls. Jf. verið allt að því þrír tímar eða jafnvel að- eins hálftími." „Einmitt það!“ Mason stóð og var djúpt hugsi. „Hvað er venjulegt baðvatn talið vera hæfilega heitt, læknir“? spurði hann skyndilega. „Um 40° á Celsíus.“ „Getið þér mælt hitastig vatnsins núna?“ Wilkinson læknir hrukkaði ennið. „Auðvitað, ef þér óskið þess.“ Hann dró upp úr tösku sinni hitamæli. „Fæstir sjúkramælar geta mælt svona lágan hita, sem nú mun vera á vatninu, en ég held að ég geti það með þessum.“ Hann hristi kvikasilfrið niður og stakk mælinum í vatnið. Skömmu seinna litu þeir á hann. Hann sýndi tæpar 33° „Talsvert lægra en venjulegur baðhiti,“ sagði læknirinn hlæjandi. „Já, líklega,“ muldraði Mason og leit á úr sitt. Klukkan var 15 mínútur yfir 12. „Ég verð að halda áfram.“ Læknirinn tók tösku sína. „Látið þér ekki senda líkið í líkhús?“ Mason kinkaði kolli. Hann stóð í bað- herberginu í þungum þönkum. Var hann að reyna að finna eitthvað glæpsamlegt, þar sem aðeins var um sorg- legt slys að ræða? Var þetta aðeins löng- un hans sjálfs til að sýna yfirmönnunum, hvaða mann hann hafði að geyma! Yrði hann ekki að athlægi ef hann reyndi að flækja þetta mál, sem virtist svo einfalt og auðskilið? Hann klóraði sér ergilegur á hökunni. Síðan tók hann bréfsnepil upp úr vasa sínum og hripaði á hann: Collins sá ofurstann fara inn í baðher- bergið kl. 8,40. Collins fer út kl. 8,45. Collins kemur heim aftur kl. 11,10. Collins hringir á lögregluna kl. 11,15. Lögreglan kemur kl. 11,30. Hitastig vatnsins er 33° kl. 12,15. Læknirinn taldi að maðurinn hefði get- að dáið á tímabilinu frá klukkan 9 til 10,45. Allt í einu kreppti Mason leynilögreglu- maður hnefana. Það var ein leið — honum gat ekki skjátlast með þeirri aðferð. Hann fór í símann og hringdi á lögreglu- varðstofuna. Hálftíma síðar hafði líkinu af ofurstan- um verið ekið burtu í sjúkravagni. Merritt lögreglumaður var kominn á staðinn. „Merritt," sagði Mason, „fyrst eigið þér að kaupa ýmislegt fyrir mig og síðan skul- uð þér, þegar þér komið aftur, yfirheyra Collins. Gerið skýrslu um það sem hann keypti í morgun og vitið um hvort vitnis- burður hans stendur heima. Ég verð hér allan síðari hluta dagsins.“ Fimmtán mínútur yfir eitt hafði Merritt lokið kaupunum og var að yfirheyra Collins. Mason hafði læst sig inni í baðherberg- inu. Klukkan hálf sex kom Merritt að hurð- inni, en Mason kom út sveittur og úfinn, með blaðabunka undir hendinni. „Hafið þér sannfært yður um að fram- burðurinn sé réttur, Merritt?" „Já, eftir föngum.“ „Ágætt.“ „Það er aðeins eitt tímabil, sem hann getur ekki sannað að —“ „Bíðið hægur, Merritt. Ég hefi nú við- að að mér ýmsum gögnum og skulum við. bera okkur saman í viðurvist Collins." Þeir gengu inn í stóru setustofuna. Collins hentist upp úr einum hægindastóln- um og neri augun. 4 „Fyrirgefið, ég hlýt að hafa sofnað — þetta hefir verið svo þreytandi dagur.“ Hann leit á klukkuna. „Mér hefir ekki einu sinni hugkvæmst að bjóða ykkur te.“ Mason brosti. „Það gerir ekkert til Collins! Fáið yður sæti. Við ætlum að rekja gang málsins, allir þrír, einu sinni enn.“ Collins settist. „Jæja, Merritt, er það eitthvert tímabil á milli kl. 9 og 11, sem Collins getur ekki sannað hvað hann hafi verið að aðhafast?" „Já, milli kl. 10 og 10Y2.“ Mason kinkaði kolli. „Undarlegt — mjög undarlegt.“ „Hvers vegna finnst yður það?“ sagði Collins. „Þér getið ekki vænst þess að ég geti gert grein fyrir hverri mínútu. Eins og ég sagði Merritt, þá reikaði ég um og skoðaði í búðargluggana. Ekk er hægt að ásaka mig fyrir, þótt ég talaði ekki við neinn á því tímabili.“ „Mér finnst undarlegt að það skuli vera

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.