Vikan


Vikan - 25.03.1948, Side 3

Vikan - 25.03.1948, Side 3
VIKAN, nr. 13, 1948 3 Kona sigruð Smásaga. „Ég kem ef til vill á óheppilegri stund. Vonandi er „andinn ekki yfir þér“. Ég þarf að tala við þig.“ Rolf Bugge ávarp- aði vin sinn, Ib Elsters, með þessum orð- um. Ib var rithöfundur. Hann varð dálítið undrandi af þessari heimsókn Rolfs. Eink- um vegna þess, að hann kom svo snemma á degi. Ib bauð Rolf sæti og vindling. Hann mælti: „Segðu mér, hvað þér ligg- ur á hjarta. Get ég gert þér nokkurn greiða?“ Rolf svaraði: „Já. Svo er mál með vexti -----Ég þarf tæplega að segja, hvað mér býr í brjósti. Það hlýtur að mega sjá það á mér. — Ég er ástfanginn!“ Ib varð forviða. „Ástfanginn ?“ „Já, einmitt,“ svaraði Rolf brosandi. „Þú verður hissa. Allir álíta mig leiðinlegan fésýslumann, fjörlausan og púkalegan. En dómar fólks reynast ekki ætíð réttir.“ Ib mælti: „Hver er hún?“ „Nei, það segi ég ekki strax. En auð-, vitað er hún dásamleg. Það ætti að nægja. Þú ert rithöfundur og getur getið í eyð- urnar.“ Ib beindi huganum að Elvi konu Rolfs. Hann hafði aldrei skilið það, að hún, þessi fagra, fjöruga kona, með brúnu augun og svarta hárið, skyldi hafa gifzt Rolf. Og margir voru sömu skoðunar. „Ég veit um hvað þú ert að hugsa," mælti Rolf. „Þú ert að hugsa um Elvi Ég er þess fullviss, að þú vorkennir henni. Þú sérð hana í anda sem fráskilda, yfir- gefna konu. Hefi ég ekki á réttu að standa?“ Ib svaraði: „Góði Rolf, þú ferð ekki að láta smáskot verða örlagaþrungið!*' „Þetta er ekki smáskot,“ mælti Rolf al- varlegur á svip. „Og þess vegna vil ég ganga hreint til verks.“ Ib sagði: „Þú — þú ætlar að fá skilnað!" „Já.“ Ib starði á vin sinn og roðnaði: „Ég legg ekki trúnað á þetta. Þú hefir ávallt verið svo siðavandur og formfastur, hæg- látur og ábyggilegur. Rolf svaraði: „Ef til vill of_ ábyggileg- ii r. En ég er engin undantekning frá öðr- tun karlmönnum. En erindi mitt hingað var það, að biðja þig að vera mér hjálp- legur. ,Þú ert vinur okkar hjónanna. Sem betur fer ertu ógiftur." Ib snurði: „Hvað ætlast þú til að ég geri?“ ,,Eg ætla að biðja þig að hugsa dálítið UTt Elvi fyrsta sprettinn eftir að við skilj- nm. Ég ætla að vinda bráðan bug að þessu. gar í dag mun ég halda héðan með konu þr.lrri, er ég ann. Þess vegna bið ég þig að h'tta Elvi og segja henni þessi tíðindi. Cg vera henni til skeinmtunar og hug- Flóðin fyrir austan fjall. Miklir vatnavextir hafa verið víða um land undanfarnar vikur, svo að sumsstað- ar hefir annað eins ekki átt sér stað í manna minnum. Við birtum hér fjórar myndir frá Selfossi og Ölfusá. Gefa þær þar eystra. I sumum íbúðarhúsunum náði vatnið allt upp í mitti á manni, og hefir auðvitað orðið mikið tjón að þessu hjá mörgum. Mest hafði flóðið verið fyrstu dagana í marz. Flóð þessi ollu og miklum ljósa hugmynd um, hvað á hefir gengið erfiðleikum víða í sveitum. (Ljósm.: Pétur Thomsen). hreystingar fyrst um sinn. Vitanlega yrði það henni fyrir beztu, að hún gifti sig sem fyrst. En þann mann þarf hún að elska. Já, vinátta Mn verður henni mik- ils virði.“ Ib reykti í ákafa. Hann mælti: „Því miður, Rolf, ég get ekki gert það, sem þú biður mig um.“ „Geturðu það ekkí! Með öðrum orðum: Þú vilt ekki gera það.“ Ib sagði: ,JÉg get það ekki. Ég er sjálf- ur að leggja af stað í ferðalag nú í dag. Ég ætla til Svíþjóðar, til fundar við kvik- myndatökustjóra. Ég fer í kvöld, og verð að heiman einn eða tvo mánuði. Komdu og sjáðu. Ég var að láta dót mitt niður, rétt áður en þú komst.“ Hann opnaði svefnherbergisdyrnar. Þar mátti líta opna feiðatösku og flíkur, sem auðsjáanlega áttu að fara í hana. Rolf kirJraði kolli og mælti: „Jæja, ég verð að fá einhvern annan en þig, til þess að hughreysta Elvi.“ Ib fylgdi Rolf til dyra. Hann mælti: „Ætlarðu ekki að hugsa þetta mál bet- ur. Þessi stúlka getur tæplega verið jafn- oki------.“ „Þessi stúlka,“ hafði Roif upp eftir hon- um. „Hún er konan, sem ég elska. Mér er einnig farið að leiðast að vera svo á- byggilegur og þunglamalegur og orð er á gert. Ég ætla að lifa, elska og láta hend- ur standa fram úr ermum. Vertu sæll!“ Elvi stóð á járnbrautarpallinum. Hún fölnaði, er hún sá mann sinn nálgast. Hún mælti forviða: „Því kemur þú hing- að?“ Hann svaraði: „Et það ekki eðlilegt, að eiginmaðurinn komi að kveðja konu sína áður en hún leggur af stað í ferðalag?" Elvi tvísteig vandræðalega og dálítið æst. „Hér er ekki um langferð að ræða. Ég ætla einungis til Ebbu frænku. Og verð fáa daga að heiman. En hvernig komstu að því, að ég ætlaði með þessari lest?“ „Ég sá það skrifað á minnisblað. Þú hef- ir skrifað það eftir símtal. Það lá hjá síma- áhaldinu.“ Elvi svaraði: „Þú ert forvitinn. Kemur fram eins og njósnarL“ Rolf tók undir handlegg hennar og sneri henni að sér. og brosti. „Þú fyrirgefur þetta, er þú hejTÍr uppá- stungu mína. Hún e*- á þessa leið: Þú hættir við að cara til Ebbu, en kem- ur með mér út á Skaga. Betra veður er ekki hægt að fá en nú er. Þú hefir svo oft sagt, að mér komi ekkerl fyndið í hug og að mig vanti nýjungagirni. En þetta er ákveðið. Ég er búinn að kaupa farseðl- ana. Ég hefi einnig fengið loforð fyrir herbergjum. Við höfum rétt tíma til að borða morgunverð hérna á stöðinni, áður en við leggjum af stað.“ Elvi skimaði í kringum síg. Svo sagði hún í hálfum hljóðum: „Ég get þetta ekki. Það er órétt gagnvart Ebbu.“ -(Framh. á bls. 7.)

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.