Vikan


Vikan - 25.03.1948, Side 12

Vikan - 25.03.1948, Side 12
12 VIKAN, nr. 13, 1948 mér; það er aldrei að vita, hvemig þessu get- ur lyktað.“ „Það er ekki annað hægt, en að láta sér geðj- ast vel að manninum,“ hugsaði Pete. Þeir drukku kaffi sitt saman. Gústav kom upp til að ná i ferðatöskumar, og vom þær þá alveg tilbúnar. Fyrir ómakið gaf Anthony hon- um ilmandi náttföt, silkislopp og ríflegt þjórfé. „•^iljið þér þiggja þetta?" spurði Anthony. „Ég glopraði bara rakvatni ofan í fötin------— Gústav þakkaði fyrir sig, en hugsaði margt. Pete fór inn til Lolly til að segja henni frétt- imar. „Hann neyðist til að fara til borgarinnar." „Ó!“ Lolly spratt skelfd upp úr rúminu, greiddi sér og leitaði sér að elopp og inniskóm. „Kemur hann aftur?“ „Hann veit það ekki. Hann fer að minnsta kosti með töskur sínar. En — eftir á ao hyggja — það var skrítið, að hann skyldi vera alklædd- ur, þegar han'n var kallað.ur í símann,“ sagði Pete hugsandi. „Hann er kannske morgunhani! Ó,“ kveinaði Lolly, „en hvað mér þykir þetta leiðinlegt, — en Cherry verður líklega fegin,“ bætti hún svo við. „Hvers vegna?“ „Henni geðjast illa að honum, — líklega með- al annars af þvi, að hann þekkti Smith. Pete — finnst þér það ekki undarlegt, að Cherry, sem ég hefi þekkt alla mína æfi, skuli vera gift — manni, sem ég hefi aldrei séð!" „Já, og úr þvi að svona fór, muntu aldrei sjá hann,“ sagði Pete spekingslega. Lolly og Pete kvöddu gest sinn. Hann hallaði sér aftur í bílsætinu og hrópaði: „Segið Pat, að ég vonist til að sjá hann í borginni." „En ætlið þér ekki að koma aftur til okkar?" sagði Lolly biðjandi. „Ég vona það, — ég sendi ykkur skeyti eða hringi," lofaði hann. „Þið hafið verið afar vin- gjarnleg við mig. Berið öllum hinum kveðju mina —- einkum ungfrú Chester," bætti hann svo við og brosti meinlega, „segið henni, að ég hafi ver- ið kallaður til Böston.“ Bíllinn ók af stað. „Við hvað átti hann með þessu?" spurði Lolly þegar þau hjónin sneru saman aftur inn i húsið. „Hvernig ætti ég að vita það?“ spurði Pete geðvonzkulega. „Það er vonlaust að reyna að sofna aftur. Hvemig væri að leika golf þar til hitt fólkið fer á fætur?" 16. KAFLI. Cherry borðaði morgunverðinn í rúminu. Hún borðaði af beztu lyst og talaði svo fjörlega við herbergisþemu sína,. að stúlkutetrið var alveg frá sér numin af hrifningu. Henni farrnst það óviðjafnanleg sæla, að komast svona nálægt þess- ari kvikmyndastjömu, sem hún hafði dáð ipest allra. Hún var svo heilluð, að hún gleymdi al- veg að minnast á brottför rithöfundarins. „Ég var svo óheppin, að brjóta ilmvatnsflösku í gærkveldi," sagði Cherry afsakandi. „Mér þykir það leitt, Marta, að gera yður þessa fyrirhöfn, en gætuð þér tekið glerbrotin upp núna? Ég er hrædd við að skera mig —." Þegar Marta fór niður til að sækja sóp og sorpskóflu, mætti hún Nóru og varð þá tiðrætt um ungfrú Chester. „Hún er það dásamlegasta, sem ég hefi séð, — hún er svo látlaus og aðlaðandi, þar sem hún situr uppi í rúminu. Ó, ég gleymdi, að hún braut ilmvatnsglas í gærkveldi, — það angar um allt herbergið, — hún bað mig að sópa saman gler- brotunum!" „Ilmvatnsflösku ?" tautaði Nóra við sjálfa sig og starði á eftir litlu þjónustustúlkunni, sem skundaði fram í geymsluna eftir sópi. „Ég' verð hér uppi til klukkan tíu,“ hugsaði Cherry. „Hann — hann verðskúldar að verða svolítið órólegur, — en klukkan tíu fer ég nið- ur og —.“ Hún spennti greipar um hné sér og laut á- fram. Rauða hárið faldi bros hennar. Klukkan tíu kom Cherry niður, — einmitt í sömu mund og Lolly og Pete komu inn frá golf- vellinum. Eins og venjulega, voru þau að rífast um leikinn. Að endingu sagði Pete: „Eigum við ekki að fá okkur bita; ég er soltinn eins og úlfur!" „Það var leiðinlegt, að það skuli þá ekki vera lambakjöt á borðum í dag! — En þama kem- ur Cherry —.“ „Hvar hafið þið verið?" spurði Cherry bros- andi. „Mér þykir þið vera árrisul." „Við lékum golf! Amberton reif okkur upp fyrir allar aldir. Satt að segja —.“ „Amberton — — „Já hann er farinn, — lögfræðingurinn hans MAGGI OG RAGGI Teikning eftir Wally Bishop. 0 1. Raggi: Farðu varlega, Feiti-Nonni! 3. Ekki gengur nú lítið á! 2. Feiti-Nonni hugsar sig ekki um —. 4. Raggi: Ég var að reyna að vara þig við, að tjömin er grunn. hringdi eftir honum —,“ tók Pete til máls, en Lolly greip fram i fyrir honum. „Ég vildi að ég vissi hvert erindið var." „Sennilega hefir verið um svikið hjúskaparlof- orð að ræða,“ sagði Pete og gekk inn í borð- stofuna, þar sem hann lyfti lokunum áf matar- fötunum og gægðist ofan í þau. „Komið hingað, stúlkur mínar, þetta er allt gimilegt! Hvar em hinir gestimir?" „Þeir em ekki ennþá komnir á fætur, herra," sagði Gústav, þar sem hann stóð bak við stólinn. I stofunni við hliðina á borðstofunni, stakk Lolly handleggnum í handarkrikann á Cherry og sagði: „Komdu nú, Cherry —.“ „Þakka þér fyrir, ég er búin að borða," svar- aði Cherry með skjálfandi vöram. Svo bætti hún við með uppgerðar hirðuleysi: „Kemur — kem- ur Amberton aftur?" „Hann vissi það ekki sjálfur, — hann ætlar að senda skeyti," sagði Lolly. Hún leit á vin- stúlku sína og hugsaði: „Drottinn minn, hún er svo áhyggjufull á svipinn, — hún virðist vera í þann veginn að bresta í grát!“ „Það var dálítið, sem mig langaði til að tala um við hann,“ flýtti Cherry sér að segja. „Já, auðvitað," sagði Lolly með samúð. „Halló!" hrópaði Pete. „Hvað er að ykkur, stúlkur." „Farðu inn til hans,“ sagði Cherry. Hún sett- ist niður og kveikti sér í vindlingi, en slökkti svo óðara aftur í honum. Hún lagði engan trún- að á þetta með lögfræðinginn. Hann gerði þetta til þess eins að koma fram hefndum. Ó, ef hann hefði aðeins beðið í nokkrar klukkustundir! Skeyti kom frá honum um hádegið. Honum þótti það afar leitt, en aftur gat hann ekki komið. Hann neyddist til að vera í borginni næstú daga, og síðan hafði hann lofað sér til Kanada. Kærar þakkir fyrir alla gestrisnina og að siðustu alúðarkveðjur. Síðar um daginn barst stór blómakarfa til Lolly og fimm dögum síðar fékk hún aftur kassa af dým súkkulaði og Pete vínkassa með víntegund, sem Anthony vissi að Pete þótti mjög góð. Cherry hafði þessa dagana leitað sér frétta. Hún talaði við Nóru ógvsvo við Gustav. Þannig fékk hún að vita um sloppinn og símahringingu hans um morguninn. „Þetta grunaði mig,“ hugs- aði hún. En nú var jafnt ákomið með þeim báðum! Hún hafði einu sinni strokið, en hann núna. Þ6 var dálítill munur á því hvað brúður gat leyft sér í samanburði við brúðguma! „Hann veit hvar ég er,“ sagði hún við sjálfa sig. „Ef hann elskar mig, getur hann komið og sótt mig. En það skal þó ekki verða auðvelt fyrir hann!“ Þrem dögum siðar kom Boycie. Þá var Lolly orðin farin á taugum og Cherry fýld í skapi. Allir hinir gestirnir voru farnir, þar á meðal Pat. Lolly tók Boycie með sé afsíðis og sagði: „Ég veit ekki lengur til hvaða ráða ég á að taka með Cherry! Þetta gekk allt vel þar til fyrir tveimur dögum. Hér gengur hún um með fýlu, vill ekkert borða og yrðir ekki á neinn. Hún lokar sig inni í herbergi sínu klukkustund- um saman." „Það var þá orðið mál á því, að ég kæmi,“ sagði Boycie. Hún fór inn til Cherry eftir að hafa neytt hana til að opna hurðina. ,Ég hefi naumast verið hér í tvo klukkutíma, en hefi samt heyrt ótal sögur um framferði þitt. Hvað er að þér? Gerir þú þetta í einhverjum tilgangi?" „Nei,“ sagði Cherry, „alls ekki." Hún reyndi að brosa, en fór að gráta í þess stað. „Ó, Boycie," kveinaði hún, „ég er svo óhamingjusöm! Fömm héðan.-------Mér þykir vænt um Lolly og Pate -----enég get ekki þolað þetta hús lengur------.“ „Þetta er eklcert alvarlegt," sagði Boycie skömmu síðar hughreystandi við Lolly. „Hún hef- ir áður tekið svona köst. Þatta liður frá. Ég fer

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.