Vikan


Vikan - 22.04.1948, Blaðsíða 4

Vikan - 22.04.1948, Blaðsíða 4
4 GRUNUR 5MÁSAGA EFTIR PAUL DE KOCK TVTathalía de Hamteville var búin að vera ekkja í þrjú ár. Hún var ein af feg- urstu konum í París, og þar sem hún taldi sig of unga til þess að búa ein, hafði hún boðið gömlum frænda sínum, d’Ablain- court, að dvelja hjá sér. D’Ablaincourt yar gamall piparsveinn, sem ekki hugsaði um neitt nema sjálfan sig. Hann var framúrskarandi eigingjarn, en jafnframt of latur til að gera öðrum miska að óþörfu. Hann þáði boð frænku sinnar, af því að hann bjóst við, að hann gæti haft gott af því. D’Ablaincourt fór með frænku sinni í samkvæmi og á mannamót. En stundum, ef hann nennti ekki að fara, sagði hann: ,,Góða Nathalía, ég er smeykur við, að þú skemmtir þér ekki vel í kvöld. Það verð- ur bara spilað, og ég býst ekki við, að neinar af vinkonum þínum komi. Auðvitað skulum við fara, ef þú óskar þess.“ Og Nathalía, sem trúði öllu, sem frændi hennar sagði, fór hvergi. En það var ekki aðeins á þessu sviði, að Nathalía fór að ráðum frænda síns. Hún hlýddi raunverulega boðum hans í öllu. Nathalía var léttlynd og fjörug og það urðu margir til að biðja hennar. En hún svaraði þeim öllum á einn vég: „Áður en ég segi af eða á, verð ég að spyrja um álit frænda míns.“ Nathalía hefði sennilega ekki svarað þannig, ef hún hefði verið hrifin af ein- hverjum biðlanna, en allt til þessa hafði hún viljað vera laus og liðug. En gamli frændi, sem nú var einvaldur á heimilinu, vildi fyrir alla mimi að Nathalía yrði ógift áfram. Og hann þreyttist aldrei á að benda henni á einhverja stórgalla í fari ungu mannanna, sem leituðu ástar hennar. Auk eigingirninnar, var frændinn hald- inn annari ástríðu — að leika kotru. Hann var ákaflega hrifinn af þessum leik, en erfiðleikar hans voru fólgnir í því, að fá einhvem til að leika við. Ef einhver af gest- um Nathalíu kunni þenna leik, lagði gamli maðurinn þá í einelti, en flestir vildu held- ur spila á spil. Nathalía reyndi að læra leikinn, en gekk illa. D'Ablaincourt ávítaði hana, og loks gafst hún upp. Þannig var málum komið, þegar Nathalía var kynnt Apremont, foringja í flotanum, á dansleik. Þegar hún leit á foringjann, bjóst hún við að sjá risavaxinn sjómann með tréfót og bindi yfir öðm auganu. En það var öðm nær, því að andspænis henni stóð glæsilegur maður um þrítugt, með góð- leg augu. Armand Apremont hafði ráðist í sjóher- inn á unga aldri og var ’nú orðinn foringi, efnaður og mikils metinn. En hann var I . ' enn ókvæntur og gerði gys að ástamálum, að því er sagt var. En þegar hann sá Nathalíu, skipti hann um skoðun. I fyrsta sinn á ævinni sá hann eftir því, að hafa ekki lært að dansa, og hann hafði ekki augun af Nathalíu allt kvöldið. Hrifning hans af ungu ekkjunni varð brátt umtöluð, og barst að lokum til eyrna gamla frændans. Þegar Nathalía sagði hon- um eitt sinn, að hún hefði boðið foringj- anum til kvöldverðar, varð d’Ablaincour reiður. „Nathalía,“ sagði hann, „þú ert hætt að fara að mínum ráðum. Ég hefi heyrt, að foringinn sé óheflaður og ruddalegur í framkomu. Eg segi þér frá þessu, af því að ég vil þér vel.“ Nathalía bað frænda sinn fyrirgefning- ar, og bauðst jafnvel til að gera foringj- ann afturreka. En það kunni gamli maður- inn ekki við — en hann strengdi þess heit, að heimboðin skyldu ekki verða mörg. En það þarf ekki mikið til að rifta heit- strengingum mannanna. I þessu tilfelli varð kotruleikurinn raunveruleg orsök þess, að Nathalía varð frú Apremont. Foringinn var snillingur í að leika kotru. Þegar frændinn komst að því, bað hann foringjann þegar að leika við sig. Og Apremont, sem var ljóst, að hylli frændans var hálfur sigur, tók boðinu tveim höndum. En Nathalíu féll I VEIZTU—? • 1. Ágiistinus munkur, sem var hringjari \ í einu klaustri Benediktusar-reglunnar 1 fyrir þúsund árum, notaði saltarann ; til að ákveða stundir sólarhringsins. 1 Hvemig fór hann að því? 2. Hvaða dýr eru stærst af rándýnmum? [ 3. Hvaðan er orðið maddama, sem notað = var um prestskonur, komið? 4. Hver var Jean Goujon? 5. Hver var Hades í grísku goðafræðinni ? = 6. Hver er stærst borg i Vestur-Indíum ?y 1 7. Á hvað trúðu Inkar, hinn fomi þjóð- § flokkur í Perú? = 8. Hvenær er talið, að prentlistin hafi i borizt hingað til lands? 9. Hverjir reistu nýlenduborgina Kartagó = á norðurströnd Afriku? 10. Hvaða heimsálfan hefir mesta vatns- ! orku ? ' i Sjá svör á bls. 14. = VIKAN, nr. 17, 1948 • þetta ekki vel, því að hún ætlaði sér að sinna þessum gesti ein. Þegar allir gestirn- ir voru farnir, sagði hún: „Þú hafðir á réttu að standa, frændi. Mér geðjast ekki að framkomu foringjans og ég sé eftir að hafa boðið honum.“ „Þvert á móti, hann er ákaflega prúð- mannlegur. Ég hefi boðið honum að koma oft, til þess að leika kotru við mig — ég meina, til þess að hitta þig.“ Eftir þetta kom foringinn oft og lék kotru við gamla maijninn, sem varð stöð- ugt hrifnari af hinum glæsilega, unga manni, sem lék svo vel eftirlætisleik hans. Dag nokkurn kom Nathalía til frænda síns og var kafrjóð. „Apremont hefir beðið mín,“ sagði hún, „hverju á ég að svara?“ Eftir nokkra umhugsun, ráðlagði hann frænku sinni að segja já við bónorðinu. Ef hún neitaði, myndi foringinn ekki leika kotru við hann framar. Það reið bagga- muninn. Nathalía elskaði Armand, en hún ætlaði ekki að giftast honum skilyrðislaust, hann varð að færa sönnur á ást sína. Hann varð að lofa henni tvennu: að bölva aldrei fram- ar og að reykja aldrei framar. Armand andvarpaði, en lofaði þessu þó. Fyrsti mánuðurinn eftir giftinguna var yndislegur, en stundum var þó eins og Armand yrði hugsandi og eirðarlaus. Eftir því sem lengur leið, færðust þunglyndis- köstin í aukana. Þegar Nathalía spurði um ástæðuna, svaraði hann, að ekkert amaði að sér. Unga konan varð áhyggjufull og sagði frænda sínum, hvernig komið var. „Já, ég veit, hvað þú átt við, góða mín,“ sagði hann, „ég hefi tekið eftir þessu sjálfur, þegar við erum að leika kótru. Hann er eins og utan við sig og strýkur hendinni um ennið.“ Eitt kvöld, þegar eiginmaðurinn var venju fremur órór og daufur í dálkinn, sagði hann við konu sína: „Ég held, að ég hefði gott af að fá mér göngutúr, inni- setur eiga illa við gamlan sjómann eins og mig. En ef þú ert mótfallin því —*“ „Hvað ætti ég að hafa á móti því?“ Hann fór út, og þetta ændurtók sig kvöld eftir kvöld, á sama tíma. Hann var alltaf í góðu skapi, þegar hann kom heim úr þess- um gönguferðum. Nú varð Nathalía reglulega óhamingju- söm. „Hann elskar aðra konu,“ sagði hún við sjálfa sig, „og hann fer á fund hennar á hverjum degi. Ö, hvað ég á bágt! En hann skal fá að vita, að svik hans eru kom- in upp. Ég þarf aðeins að fá sönnun.“ Hún fór til frænda síns og sagði. „Armand fer út á hverju kvöldi eftir kvöldverðinn og er í burtu í tvo klukku- tíma. Þegar hann kemur aftur, leikur hann við hvern sinn fingur eins og á brúðkaups- daginn. Ég þoli þetta ekki lengur. Ef ég fæ ekki að vita, hvert hann fer, sæki ég um skilnað." D’Ablaincourt gamli vildi fyrir hvern mun koma í veg fyrir skilnað, því áð slíkt Framhald á bls. 14. I

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.