Vikan


Vikan - 22.04.1948, Blaðsíða 11

Vikan - 22.04.1948, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 17, 1948 11 13 Framhaldssaga: Grunsamlegar persónur Sakamálasaga eftir Dorothy L. Sayers þriðjudag, eða með lest frá Ayr eða einhverri annarri stöð þar í grennd síðdegis á þriðjudag eða miðvikudag. Því að honum datt í hug, að hjólreiðamaðurinn hefði getað ekið frá Ayr til einhverrar nálægrar stöðvar og tekið þar aðra lest, eftir að hafa kannske breytt útliti sinu að einhverju leyti. Svo kom honum til hugar, að hjólið kynni að hafa verið skilið eftir á einhverj- um þægilegum stað og gerði ráðstafanir til að láta leita í öllum stöðvargeymslum að vanskiia hjóli og einnig meðfram vegunum í nánd við Ayr. Hann gaf lýsingu á hjólunum þrem, sem saknað var, en lagði þó svo fyrir, að leitin yrði ekki aðeins miðuð við þau, heldur öll vanskila hjól. Þegar hann hafði komið þessari leit í gang, sneri hann sér að ljósmyndunum. Það reyndist auðvelt að fá þaý sem hann þurfti, hjá frétta- stofum borgarinnar og klukkan sex var hann búinn að fá ágætt safn mynda af öllum sex lista- mönnunum. Þá uppgötvaði hann, að hann hafði misst af síðustu lestinni til Newton-Stewart, og að eina vonin til að komast heim um kvöldið, var að fara til Girvan eða Lockerbie og aka þaðan i bíl. Bíllinn hans var auðvitað í Ayr. Dalziel hringdi til lfcgreglustöðvarinnar í Ayr og fékk að vita, að Ross hefði látið eftir skilaboð til hans um, að hann væri að rekja slóð í áttina til Kilmar- nock, og að hann myndi láta heyra frá sér bráð- lega aftur. Dalziel bölvaði óheppni sinni, en gladdist þó við, að Ross skyldi hafa komizt á eitthvert spor. Svo hringdi hahn til Kirkcudbright. Macpherson svaraði. Já, margar nýjar upplýsingar höfðu bor- izt. Já, hann taldi réttara, að Dalziel kæmi heim um kvöldið, ef hann gæti. Það varð því að sam- komulagi, að Dalziel færi með lestinni klukkan 19.30 til Ayr, og að bíll yrði sendur eftir hon- um þangað. 11. Macpherson. Meðan þessu fór fram, bárust ýmis sönnunar- gögn til aðalbækistöðvanna. Ungur bóndi kom með hin fyrstu. Hann kom til lögreglustöðvarinn- ar í Kircudbright og spurði einurðarlítill eftir Macpherson. Það kom í Ijós, að hann hafði setið við drykkju i Murray Arms kránni I Gatehouse klukkan niu á mánudagskvöldið, þegar herra Farren hafði skyndilega komið inn í krána, æstur og undarleg- ur á svipinn, og spurði hárri, hvassri röddu: „Hvar er h.......hann Campbell?" Þegar hann sá, að Campbell var ekki inni, sefaðist hann og bað um tvo eða þrjá sjússa hvem á fætur öðrum. Vitnið hafði reynt að komast að, hvað að var, en fekk ekkert út úr Farren annað en óljósar hótanir. Farren hafði aftur spurt, hvar Campbell væri. Vitnið, sem var nýkomið frá Kirkcudbright, vissi, að Campbell var í McClellan Arms kránni, en fannst Farren vera í svo hættulegu skapi, að hann taldi ekki heppilegt að láta hann vita, hvar Campbell væri. Hann sagðist þvi halda, að hann hefði séð Cambell'í bilnum sínum á veginum til Creetown. Farren hafði þá tautað eitthvað um að ,,ná honum enn‘ og hnýtti aftan í nokkrum skammaryrðum, og skildist vitninu af þeim, að frú Farren væri eitthvað viðriðin málið. Hann (Farren) hafði síðan flýtt sér út og vitnið hafði séð hann aka af stað, samt ekki í áttina til Cree- town, heldur Kirkcudbright. Vitnið hafði þó ekki látið þar við sitja, heldur hlaupið út á eftir honum. En þegar Farren var kominn að striðs- minnismerkinu, hafði hann beygt til vinstri, inn á veginn, sem liggur út á golfvöllinn. Vitnið hafði þá yppt öxlum og hætt að hugsa um málið. En á miðvikudaginn, þegar ljóst varð af at- ferli lögreglunnar, að talið var, að Campbell hefði verið myrtur, hafði þetta atvik rifjast upp fyrir honum. Hann (vitnið) hafði rætt málið við þjón- inn í Murray Arms kránni og einn eða tvo menn aðra, sem verið höfðu með honum í kránni, þegar Farren kom, og þeir höfðu orðið ásáttir um, að segja bæri lögreglunni frá þessu. Vitnið hafði verið valinn til þess, og var nú hingað komið. Vitnið hefði enga löngun til.að koma Farren i vandræði, en morð væri morð og málið yrði að hafa sinn gang. Macpherson þakkaði bóndanum og sendi undir eins fyrirspurnir til Creetown, til að fá úr því skorið, hvort Farren hefði farið þangað. Það var undarlegt, að hann skyldi beygja út af i áttina til golfvallarins. Hann hafði skilið við Campbell í Kirkcudbright þrem klukkustundum áður, og ekkert var trúlegra en að hann sneri aftur til Kirkcudbright til að leita hans á veginum þangað, úr því hann fann hann ekki í Gatehouse. En hvers vegna hafði hann farið í áttina til golf- vallarins? Nema —. Nema hann hefði farið til að finna Stracþan. Vitað var, að Strachan og Farren voru sér- lega góðir vinir. Var eitthvað óhreint i pokanum þar? Hafði Strachan verið heima milli klukkan níu og tíu á mánudagskvöldið ? Það var tiltölu- lega auðvelt að fullvissa sig um það. Macpherson símaði til Gatehouse eftir upplýsingum og beið síðan. Þá komu óvæntu upplýsingamar, og þær voru miklu gleggri og meira uppörvandi. Þær birtust í líki tíu ára gamals telpuhnokka, sem dregin var áfram af móður sinni með harðri hendi. Móðirin fjasaði mikið yfir baminu og æskunni yfirleitt nú á dögum. Macpherson lét í Ijósi samúð sína og spurði konuna að heiti. „Ég heiti frú McGregor og við eigum lítið hús milli Gatehouse og Kirkcudbright,“ sagði hún. „Við hjónin vorum ekki heima á mánudags- kvöldið, fórum til Kirkcudbright, og skildu Helenu eftir eina heima. Og ekki vomm við fyrr farin, en hún'stalst út og skildi húsið eftir opið.“ „Helena, er það dóttir yðar?“ spurði Macpher- son. „Já, þetta er Helena. Ég taldi réttast að koma með hana sjálfa, úr því að þessi veslings herra Campbell hefir verið drepinn, eins og pósturinn sagði. Og ég sagði við Georg, ef Campbell hefir lent í bardaga á veginum á mánudagskvöldið, þá ætti lögreglan að fá að vita það. Og Georg sagði —.“ Macpherson greip aftur fram i fyrir henni. „Ef Helena litla getur sagt okkur eitthvað um Campbell, þá viljum við gjaman heyra það. Vilj- ið þér nú ekki, frú McGregor, lofa telpunni að segja okkur söguna frá byrjun. Heyrðu, Helena, þú þarft ekki að vera hrædd lengur. Segðu okk- ur nú alla söguna.“ Helena var nú búin að átta sig og ekki hrædd lengur og hóf máls. En henni var mikið niðri fyrir og móðir hennar greip oft fram í fyrir henni, svo að frásögnin varð næsta ruglingsleg. Þó tókst Macpherson um síðir að fá botn í söguna. McGregorhjónin höfðu farið til Kirkcudbright á mánudagskvöldið í bil nágrannans, til að heim- sækja einhverja kunningja, og skilið Helenu eftir eina, með ströngum fyrirmælum um að læsa hús- inu og fara strax að hátta. En í stað þess að hlýða, hafði telpan farið út að leika sér við stráka á næsta bæ. Þau höfðu ráfað niður göt- una og út engi í hálfrar mílu fjarlægð frá hús- inu, þar sem strákamir ætluðu að setja upp kan- ínusnörur í leyfisleysi. Macpherson hristi höfuðið yfir þessari lög- leysu, en lofaði því, að ekki skyldi tekið hart á sökudólgunum, og Helenu, sem virtist hafa ótt- azt refsingu fyrir þessa yfirsjón, varð nú lið- ugra um málbeinið. Staðurinn, þar sem þau voru að leita að kan- ínum, var hér um bil miðja vegu milli Gatehouse og Kirkcudbright, þar sem mjög kröpp og hættu- leg S-beygja er á veginum milli "tveggja stein- veggja. Það var gott veður, ekki dimmt, en rokk- ið, og dálítil dalalæða hér og þar. Strákamir höfðu farið langt út á engið og ætluðu að vera lengi fram eftir, en um það bil kortér fyrir tíu hafði Helena minnzt þess, að foreldrar sínir myndu bráðum koma heim, og hafði skilið við strákana og lagt af stað heim á leið. Hún vissi, að klukkuna hafði vantað kortér i tíu, því að annar strákurinn hafði verið með nýtt úr, sem afi hans hafði gefið honum. Hún gekk yfir engið og ætlaði að fara að klifra yfir vegginn og út á veginn, þegar hún tók. eftir manni í bil, sem stóð kyrr á vegbrún- inni, og sneri í áttina til Gatehouse. Vélin var í gangi og í sömu svifum ók maðurinn bílnum þvert út á veginn, eins og hann ætlaði að fara að snúa við. Þá heyrði hún annan bil nálgast hratt eftir veginum frá Gatehouse. Hún lýsti staðnum mjög nákvæmlega. Það var ekki við krappasta og hættulegasta hluta beygj- unnar, þar sem veggimir eru háir til beggja hliða, heldur það sem hún ‘kallaði neðri beygj- úna. á S-inu — þeirri, sem nær var Kirkcud- bright. Þar er beygjan ekki eins kröpp, og vegg- urinn þeim megin, sem hún var, siginn og vax- inn mnnum. Bíllinn, sem var að koma, ók hratt fyrir efri beygjuna, rétt um ieið og hinn bíllinn ók út á veginn og lokaði honum. Það heyrðist hávært iskur í hemlum og komubíllinn nam stað- ar hársbreidd frá hinum bílnum. Bílstjórinn kall- aði eitthvað og maðurinn í fyrri bílnum svaraði og þá sagði bílstjórinn reiðilega: „Campbell! Auð- vitað! Það hlaut að vera, að það væri Camp- bell!“ eða eitthvað á þessa leið. Svo höfðu þeir hnakkrifizt og Campbell hafði stöðvað vélina í sinum bíl og farið út; hún hafði séð hann stökkva upp á aurbrettið á hinum bíln- um. Einhver átök urðu, og áður en varði voru báðir mennimir komnir út á veginn og famir að berjast. Þeir létu höggin ríða og höfðu ljótt orðbragð hvor um annan. Hún gat ekki séð ná- kvæmlega, hvað fram fór, því að mennirnir vom á bak við bílana. Þeir höfðu dottið og virtust veltast hvor um annan. Ekki gat hún heldur séð nákvæmlega, hvemig bílamir vom útlits, nema að bíll Campbells var fjögra manna bíll, en hinn stór tveggja manna sportvagn með mjög björt- um ljósum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.