Vikan


Vikan - 22.04.1948, Blaðsíða 6

Vikan - 22.04.1948, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 17, 1948 verði þegið, — en það skiptir auðvitað ekki máli, þegar um Clare er að rœða. Aðalatriðið er, að hún kemur og ég hefi boðið henni til há- degisverðar með okkur í dag, svo að þið gætuð kynnzt.“ „Ætla þau — ég á við frænda yðar og hana — að gifta sig á næstunni?" spurði Stella, sem hélt þá kannske að hennar þyrfti ekki með eftir það. „í>að er ekkert ákveðið ennþá. Þau hafa ekki opinberað trúlofun sína. Gay verður að frískast betur, áður en hann fer að hugsa til hjónabands, veslings drengurinn. Mér virðist. þessi trúlofun þeirra mjög heimskuleg að svo stöddu, — en Clare hefir auðsjáanlega allt aðra skoðun á mál- unum. Þau eru mjög ástfangin hvort af öðru. Ég er hrædd um að Piers geðjist ekki vel að þessari ráðabreytni þeirra. En þó má vel vera, að þetta sé Gay fyrir beztu. Piers hefir ekki séð hana ennþá og auðvitað líkar honum miður, að Gay skuldi trúlofast stúlku, sem hann þekkti ekkert." Ungfrú Emrys þagnaði, því að hurðin opnað- ist og þjónn tiikynnti komu ungfrú Montrose. Stella, sem þegar hafði fengið meðaumkun með ungfrú Montrose af þeirri ástæðu, að Piers var mótfallinn trúlofuninni, varð alveg hugfangin, þeg- ar hún sá Clare. Hún var fögur — fegursta kona, sem Stella hafði séð. Hár hennar var rauðgyllt og vafið lauslega upp í hnakkann, augun voru egglaga og gulbrún á lit. Andlitsdrættimir voru reglulegir og húðin falleg. Varir hennar voru ef- til vill nokk- uð þunnar, en þó fallega lagaðar. Há var hún og grannvaxin og hreyfingamar hægar og mjúkar. En þó var það röddin, sem Stella var hrifn- ust af, Hún var djúp og lág og mjög ástúðleg. Clare var afar vingjamlega við Stellu og sagði að það gleddi sig að hún ætti að aðstoða Gay við ritstörfin. Stella, sem var feimin, muldraði eitthvað til svars. Henni hafði fundizt kjóllinn, sem hún var í, eiga vel við þetta tækifæri, en nú fyrirvarð hún sig fyrir hann. Hún var bæði feimin og vandræðaleg. En það leið ekki á löngu, áður en feimnin við Clare rynni af henni. Framkoma Clare gagnvart ungfrú Emrys var líka afar falleg — og það var auðséð að hún vissi, hverjum tök- um hún átti að taka gömlu konuna. En Chang mátti hvorki sjá hana né heyra, hverjum ráðum sem hún beitti. Hann fór að gjamma um leið og hún kom inn í stofuna og engin leið að fá hann til að hætta. Að lokum varð imgfrú Emrys að stinga Chang inn í svefn- herbergið og loka. Bað hún Clare afsökunar á þessari hegðun hundsins. Chang hætti að gjamma, en þær heyrðu hann þefa og snuðra mjög ókurt- eislega við dymar. 2. KAFLI. Daginn, sem lagt var af stað frá Englandi, var landið hulið grárri þokumóðu. Það var hvasst, — kaldur, rakur vindur, svo að fólk fékk hroll í sig og varð blátt af kulda. Þunnt nefið á ungfrú Emrys var rautt, og hár hennar hékk í druslum niður undan flókahattin- um. Stella var sannfærð um, að sjálf væri hún hræðileg útlits — jafnvel Chang var blautur og ræfilslegur. En það sá ekkert á Clare Montrose þrátt fyrir veðrið. Hún var jafnfögur, þar sem hún stóð í rakri þokunni á hafnarbakkanum. Piers Harringay hafði pantað tvær einsmanns- káetur handa frænku sinni og Stellu. Clare hafði verið sett í tveggjamanna káetu með annarri stúlku. En skipið var ekki fullskipað farþegum og naumast hafði verið siglt úr höfn, þegar hún var búin að fá þilfarskáetu út af fyrir sig, sem var annars ætluð fyrir þrjá farþega. „Auðvitað," hugsaði Stella með aðdáun. Hún þurfti ekki annað en að líta á yfirþjóninn og segja nokkur orð með fallegu röddinni sinni, þá gerði hann allt fyrir hana, sem stöð í hans valdi,. Stella, sem hafði aldrei ferðazt áður með skipi, varð himinlifandi yfir litlu káetunni sinni. Hún hafði aldrei séð neitt eins snoturt og hreint. Það var naumast svigrúm fyrir hana til að hreyfa sig, en þó gat hún gert allt þama. Alls staðar voru hillur og skúffur, á ótrúlegustu stöðum, og sömuleiðis var þama fataskápur. Mjótt rúmið var ótrúlega þægilegt. Hún fór snemma að hátta og hlustaði á öldu- skvampið við kýraugað. Strax annan daginn fór að hitna í veðri. Stella fór í léreftskjól og Clare birtist í hvítum síð- buxum, sem féllu þétt að grönnum líkama henn- ar, og blússu úr hvítu, þykku silki. „Þér emð dásamlegar í þessu,“ sagði Stella. „Og þér erað indælar," svaraði Clare. „Njótið þér ferðalagsins, Stella?" „Já, sannarlega," svaraði Stella með ákafa. Þetta var ekki stórt skip og ekkert annað ungt fólk um borð en þær tvær. En þeir fáu far- þegar, sem voru með, voru viðkunnanlegir. Veður var sífellt gott og heitara varð með hverjum deginum sem leið. „Ég elska þetta sólskin," sagði Stella. Þau fóra fram hjá ströndum Frakklands og Portúgals. Hér og hvar sáust hvítir blettir í landi, og hlutu það að vera sveitaþorp. „Ég Vildi óska, að við gætum komist í land,“ sagði Stella. „Mig langar svo til að sjá fólkið þama og vita hvemig það býr.“ Hún gat naumast trúað, að þetta væru þorp í raun og veru, — það greip hana svo skrítin tilfinning, sem erfitt væri að lýsa, en sem svo margir finna til þegar þeir ferðast í fyrsta sinn — það er að segja fólk, sem er gætt ímynd- • unarafli. Það var auðfundið, að Clare hafði ekki mikið ■ímyndunarafl. Hún hló að Stellu og sagði, að þessi þorp væri vafalaust sóðabæli, sem viður- styggilegur óþefur væri í. Og auðvitað hafði hún þar rétt fyrir sér. Ungu stúlkumar urðu beztu vinkonur. Stella hafði, strax við fyrstu sýn, orðið hugfangin af fegurð Clare, og ekki minnkaði aðdáun hennar á ferðalaginu. Clare var bæði fjörag og skemmtileg. Hún kom Stellu alltaf til að hlæja og Stella elskaði hláturinn. Stundum kom Clare henni þó til að hlæja á móti vilja hennar, en Clare hafði næmt auga fyrir öllu kyndugu í fari fólks og hafði ein- staka hæfileika til að gera aðra hlægilega. Margt af því, sem hún sagði, var miður vingjamlegt. „En það getur ekki sakað," hugsaði Stella, dá- Blessað barniðl n Teikning eftir George McManus. oo o Pabbinn: Mömmu þinni hefir seinkað, Lilli. Pabbinn: Lilli! Lilli! Almáttugur, Annars var ég óttalegur kjáni að biðja hana að hann hefir skriðið inn í pípumar! hitta mig á þessum leiðinlega stað. Pabbinn (ini í pípunum): Lilli! snúðu við, Lilli! Eg sé þig ekki, Lilli! Mamman: Lilli, þú ert aleinn! Hvar er pabbi ? Lilli: Da! 1. lögregluþjónn: Það er einhver að kalla á hjálp. Ættum við að anza því? 2. lögregluþjónn: Við vitum ekki einusinni í hvaða átt við eigum að fara. 1. lögregluþjónn: Vertu kyrr, aulabárðurinn þinn, annars lend- irðu í ánni! 2. lögregluþjónn: Snúðu við! Pabbinn: Lilli! Lilli!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.