Vikan


Vikan - 22.04.1948, Blaðsíða 5

Vikan - 22.04.1948, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 17, 1948 5 Ný framhaldssaga: ..-.—.......—. PARAÐÍS ÁSTASAGA EFTIR ANNE DUFFIELD En það kom í ljós, að starf það sem ungfrú Emrys hafði i huga handa henni, var allt öðru- vísi. Stella hafði jafnvel ekki látið sér detta í hug, að henni byðist neitt, sem var í líkingu við þetta. Það hljóp roði í kinnar hennar og augu hennar ljómuðu eins og stjömumar, sem hún hét eftir. Ungfrú Emrys hélt heimili fyrir tvo frændur sína — þeir voru hálfbrseður og tólf ára aldurs- munur á þeim. Sá yngri var veiklaður. „Hann er ekki fatlaður, en við verðum að fara mjög gætilega með hann.“ Það var hann, sem þurfti að fá einkaritara og frænku hans hafði verið fal- ið að útvega stúlku til starfsins. „Hann skrifar," útskýrði ungfrú Emrys. „Skrifar!" Stella varð ennþá ákafari. „Já, ég er hrædd um að vinnutimi Gays sé mjög óákveðinn og ég veit ekki með vissu, hvað það er, sem hann krefst af einkaritara sínum, en ég er viss um að þér eruð færar um að leysa það starf af hendi. En auðvitað verður þetta ekki það sama og að vera á skrifstofu, þar sem er ákveðinn vinnutími," bætti ungfrú Emrys svo við og leit kvíðafull á ungú stúlkuna. „Það er einmitt svona starf, sem ég hefi van- izt síðustu þrjú árin,“ sagði Stella. „Mér er vel kunnugt um hvernig það er. Eg býst við að það sé svipað að vinna hjá flestum rithöfundum." „Lofið ungfrú Emrys að ljúka máli sínu, Stella," greip ungfrú Briggs fram í fyrir henni. „Þér hafið ekki ennþá sagt Stellu Mannering, h v a r þið eigið heima, ungfrú Emrys.‘‘ Heimili ungfrú Emrys var á einni af eyjun- um við norðurströnd Afríku. Á eldbrunninni eyju, sem hét mjög rómantísku nafni. „Eyjan er að sumu leyti mjög afskekkt," við- urkenndi ungfrú Emrys, „en þarna búa þó nokkr- ir Englendingar og það er stutt að fara til næstu eyja. Frændi minn hefir lystisnekkju. Þarna er fagurt landslag og blóm — enda þótt stundum komi slæm sandrok." Stellu langaði mest til að faðma gömlu kon- una að sér. Það var auðséð, að hana langaði til að Stella tæki þessu. „Ég hefi aldrei farið neitt,“ tautaði Stella við sjálfa sig. „Og nú—.“ „Haldið þér að þér getið hugsað yður að fara?“ spurði ungfrú Briggs. Stella harkaði af sér. Hún mátti ekki láta ákafann hlaupa með sig í gönur, eins og hún væri skólastelpa. „Ég vil mjög gjarnan reyna það,“ svaraði Stella eins rólega og hún gat. „Ef þér haldið að ég sé hæf til þess, ungfrú Emrys?“ Um það var ungfrú Emrys ekki í neinum vafa. Hún hafði orðið hugfangin af Stellu við fyrstu sýn. Hún hafði kviðið fyrir að fá einkaritara á heimilið. Frændi hennar hafði aldrei haft einka- ritara áður, og í raun og veru fannst ungfrú Emrys hann ekki hafa þörf fyrir neinn. En Gay vildi fá hjálp, og hann fékk allt, sem hann bað um. Það var ekkert tilhlökkunarefni, að fara með bláókunnuga stúlku heim til P a r a d í s a r. Ef hún yrði óheppin í vali sínu á stúlkunni, yrði það þeim öllum heima til leiðinda og óþæginda. Stelia var snotur stúlka, veluppalin, lagleg,' 'að vísu ekki áberandi lagleg, og mikill hundavin- ur. Meðmæli hennar voru óaðfinnanleg og auk þess hafði hún reynslu að baki sér sem einka- ritari rithöfundar. Þær töluðust við stundarkom, en síðan reis ungfrú Emrys á fætur og bjóst til að fara. Hún ætlaði að dvelja í London í nokkrar vikur og þá að tala seinna við Stellu. „En auðvitað verður Piers að hafa úrskurðar- vald í þessu máli,“ sagði hún. „Piers?“ „Það er eldri frændi minn,“ útskýrði ungfrú Emrys. „Ég skrifa honum í kvöld. Viljið þér gefa mér heimilisfang og nafn lögfræðings yð- ar, barnið mitt? Piers vill áreiðanlega leita upp- lýsinga hjá honum — hann er mjög aðgætinn maður, þér skiljið." Stella var rjóð í kinnum, þegar hún skrifaði heimilisfang lögfræðingsins. Henni hafði brugðið við síðustu orð ungfrú Emrys, sömuleiðis ung- frú Briggs. Þetta átti að vera tryggt, þar sem meðmæli frá ráðningarstofunni voru fyrir hendi. Lögfræðing, ekki nema það þó!“ Þegar ungfrú Emrys og Chang voru farin, átti ungfrú Briggs langt samtal við Stellu. Hún hefði ekki þorað upp á eigin ábyrgð að mæla með svona ungri stúlku í þetta starf, en ungfrú Em- rys hafði lagt svo að henni. „Hún var afar hrifin af yður, Stella," sagði hún. „Og ég þorði ekki að mæla á móti henni. Auðvitað er ekkert athugavert við fjölskylduna," bætti ungfrú Briggs við í flýti. „Við þekkjum þau öll vel og vitum allt um þau. Ágætis fólk — og af mjög góðum ættum. En þetta er langt í burtu, og hugsið yður, ef þér fengjuð heimþrá!" „Ég er fús til að eiga það á hættu.“ „En hvað mun frænka yðar segja um þetta?“ „Já, það verða einu vandkvæðin á þessu,“ svar- aði Stella. „Mér þykir leiðinlegt að verða að fara svona langt frá frænku, en ég get ekki verið áfram hjá henni. Og hún mun gleðjast yfir því, að ég skuli fá tækifæri til að litast ujn í heim- inum. Hún hefir alltaf þráð það, að ég gæti feng- ið að ferðast. Þér vitið, að þannig er hún.“ „Já, það veit ég,“ sagði ungfrú Briggs. „Og þetta verður einnig ævintýralegt fyrir yður. Já, auðvitað getið þér komið heim aftur, ef yður fellur ekki vel vistin hjá þeim.“ „Áuðvitað get ég það. En ég er sannfærð um, að ég verð hrifin af því öllu. Paradís! Dásam- legt nafn!“ „Það heitir sennilega Paradíso, eða eitthvað í líkingu við það,“ svaraði ungfrú Briggs og fuss- aði með fyrirlitningu. „Þar verður fjöldi af inn- fæddum mönnum, Spánverjum og Portúgölum. Og blendingur af öllu þessu! En — þér getið reynt J>að.“ „Hvernig stendur á því, að Englendingar hafa gerzt jarðeigendur þarna?“ spurði Stella. Ungfrú Briggs sagði henni, að þeir hefðu átt eyjuna í fjölda ára og væru stórauðugir, — jafn- vel þótt þessir tímar væru. Eldri bróðirinn átti raunverulega einn landareignma, en sá yngri hefði erft mikið fé eftir móður sina. „Búa þáu þama öll að staðaldri?" „Já, það held ég." ■ „Þetta hljómar allt mjög skemmtilega," sagði Stella og stóð á fætur til að fara. „Ég vona, að ,,Piers“ geri sig ánægðan með vitnisburð lögfræð- ingsins." Ungfrú Briggs hnusaði aftur með fyrirlitn- ingu. Stella fór beint heim til frænku sinnar, glöð og eftirvæntingarfull. Og Doris frænka hennar, sem var kát og frjálslynd kona, hreifst óðara með henni. Henni fannst þetta óvenju skemmti- legt og glæsilegt tilboð. Hún sagði, eins og ung- frú Briggs, að ef henni líkaði illa, gæti hún kom- ið heim aftur. En þetta væri tækifæri, sem ekki ætti að láta sér úr greipum ganga, — ferðalag- ið eitt væri þess virði, að hún tæki starfið. .. Ungfrú Emrys kom i heimsókn til Doris og vann óðara hylli hennar. „Hún er skrítilega gamaldags í útliti, en sönn hefðarkona, Stella. Hjá henni ertu í góðum hönd- um.“ Launin voru há — næstum of há, hugsaði Stella. „En ég reyni að gera allt, sem ég get til ;að verðskulda þau.“ Allt virtist því vera i lagi, og nú var bara beðið eftir úrskurði Piers. Stellu brá alltaf ó- notalega, þegar henni datt Piers í hug. Hún var alveg sannfærð um að henni myndi geðjast illa að honum, Að lokum kom bréfið. Stella var kölluð fyrir lögfræðing sinn til að hlusta á það. Það var mjög stutt og laust við að vera vingjamlegt. Þar stóð aðeins, að upplýsingamar um ungfrú Mannering hefðu verið fullnægjandi og að hann væri samþykkur því að ráða Stellu til reynslu. Hún átti að koma með ungfrú Emrys. Lögfræð- ingur fjölskyldunnar ætlaði að sjá um farseðl- ana o. s. frv. Undir bréfinu stóð aðeins „Hr. Harringay". „Drottinn minn, er hann hertogi eða jarl?“ varð Stellu að orði. „Hvorugt. Fjölskyldan hefir enga nafnbót. En yður hefir líklega verið kunnugt um, að þetta var herra Harringay?" „Já, en hvers vegnt skrifar herra Harringay bara ættamafnið sitt?“ Lögfræðingurinn rýndi i gegnum gleraugun á eitthvert hrafnaspark á bréfinu. „Ég held að þetta eigi að vera P hérna á undan." „Það efast ég um,“ hugsaði Stella. Tveimur dögum áður en þær %ttu að leggja af stað, fékk Stella bréfspjald frá ungfrú Em- rys, þar sem hún bauð Stellu til hádegisverðar. Stella fór í einfaldan, svartan kjól og fór til hótelsins. Henni var vísað til dagstofu ungfrú Emrys, þar sem Chang tók á móti henni með konunglegu lítillæti og eigandi hans með vin- gjamleika, en votti af taugaæsingu. „Ég var að frétta, að Clare Montrose ætlaði að fara með sama skipi og við,“ sagði hún, dá- lítið slitrótt, eins og vani hermar var, þegar henni var mikið niðri fyrir. „Hver er Clare Montrose, ungfrú Emrys?“ „Ég get ekki sagt yður það nákvæmlega. Hún er komin af fyrirfólki, en fjölskyldumál henn- ar eru flókin. Ég held að forfeður hennar hafi fyrir mörgum ámm flutt til nýlendnanna. Við hittum hana í vetur á Madeira, ég og Gay, og þau trúlofuðust, eða sama sem gerðu það. Það er ekki undarlegt, — hún er einhver hin feg- ursta kona, sem ég hefi nokkru sinni séð.“ „Er hún að fara til ykkar?“ Nei, nei. Þetta er heimili Piers og honum dytti aldrei í hug að bjóða nokkrum heim, sem hann þekkti ekki. Sem gesti, á ég við,“ stamaði hún. „Nei, Clare ætlar til annars fólks, sem hún þekk- ir þama á eyjunni, — hún kynntist því einnig á Madeira. Þau urðu mjög hrifin af henni og buðu henni að koma til sin hvenær sem hún vildi — þér vitið, að fólk, sem býr eins og við, tíðkar það mjög að bjóða fólki að koma. Ekki veit ég, hvort það býst í rauninni við að boðið

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.