Vikan


Vikan - 22.04.1948, Síða 12

Vikan - 22.04.1948, Síða 12
12 VIKAN, nr. 17, 1948 Þegar áflogin höfðu staðið stundarkom, greip hana skyndilegur ótti. Stórum skrúflykli var fleygt á loft, og féll hann til jarðar rétt við hliðina á henni. Hún hnipraði sig saman í skjóli við vegginn. Hún heyrði stimpingar og stunur, eins og verið væri að kæfa einhvem. Eftir stund- arkom gægðist hún fyrir vegginn, og það, seni hún sá, gerði hana enn hræddari. Maður var að klifra upp á vegbrúnina, og yfir öxl hans lá annar maður, alveg máttlaus, og taldi hún víst, að hann væri dauður. Hún æpti ekki, því að hún var hrædd um, að ef maðurinn heyrði til hennar, myndi hann drepa hana líka. Hann bar manninn yfir að tveggja manna bílnum og fleygði honum inn í aftursætið. Þetta var bíllinn, sem stóð nær Gatehouse. Hún sá ekki andlit lifandi mannsins, því að hann gekk álútur undan byrð- inni, en um leið og hann gekk fyrir Ijósin á fjögra manna bílnum, greindi hún rétt sem snöggvast andlit dauða mannsins, og það var hræðilegt og hvítt. Hún gat ekki lýst þvi, nema hún hélt, að það hefði verið nauðrakað og aug- un vom lokuð. Maðurinn settist svo við stýrið og ók aftur á bak fyrir beygjuna í áttina til Gatehouse. Hún heyrði hljóðið breytast í vél- inni, og ljósin hreyfðust fram og aftur, eins og verið væri að snúa bílnum við. Svo heyrði hún hann fara af stað aftur, og smám saman fjar- lægðist hljóðið og dó loks út. Þegar bíllinn var horfinn, klifraði hún yfir vegginn og ætlaði að skoða fjögra manna bílinn, sem stóð á veginum. Hann sneri í áttina til Gatehouse, og ljósin beindust þvert yfir veginn. En áður en hún fékk tíma til að skoða hann, heyrði hún fótatak nálgast eftir veginum frá Gatehouse. Hún vonaði, að það væri einhver, sem gæti fylgt henni heim, en þá datt henni allt í einu í hug, að kannske væri það vondi mað- urinn að koma til að drepa hana líka. Hún varð ofboðslega hrædd og tók til fótanna heim á leið allt hvað af tók. Svo heyrði hún, að vél var sett í gang, og hún faldi sig í bílnum. En eng- inn kom, og eftir stundarkom hætti hún sér út á veginn aftur og hljóp heim. Um leið og hún skauzt inn um hliðið heima hjá sér, brunaði bíll fram hjá á leið til Kircudbright. Hún kom inn í eldhúsið um leið og klukkan sló tíu. Hún hljóp inn í svefnherbergið, fleygði sér í rúmið í öllum fötunum og dró sængina upp yfir höfuð. Frú McGregor tók síðan til máls. Þau hjónin höfðu komið heim klukkan hálf ellefu og fund- ið barnið skjálfandi og grátandi i rúminu í öll- um fötunum. Hún var svo yfir sig hrædd, að þau gátu ekkert fengið upp úr henni. Það eina, sem þau gátu gert, var að skamma hana dug- lega, hátta hana, gefa henni heitt að drekka og vera hjá henni þangað til hún sofnaði, ör- magna af þreytu. Allan næsta dag neitaði hún að segja nokkuð, en nóttina eftir hafði hún vak- ið þau þrisvar með þvi að hrópa upp úr svefn- inum, að vondi maðurinn væri að koma til að drepa sig. Á miðvikudagskvöldið tókst föður henn- ar að fá upp úr henni söguna, og þegar þau heyrðu hana nefna Campbell, ákváðu þau að segja lögreglunni alla söguna. Sem svar við spurn- ingu frá Macpherson sagði frú McGregor, að eldhúsklukkan hennar væri fimm eða sex mín- útum of sein. Macpherson þakkaði þeim báðum kærlega — enda fannst honum hann hafa fulla ástæðu til þess. Hann sagði Helenu, að hún væri dugleg stúlka, bað mömmu hennar að refsa henni ekki, með tilliti til þess, hve sagan væri mikilvæg, og lauk samtalinu með því að leggja ríkt á við þær að segja söguna engum öðrum. Þegar þær voru farnar, settist hann niður hugsi. Tíminn kom nokkumveginn heim við álit lækn- isins, nema að hann. neyddist nú til að gera ráð fyrir, að morðið hefði verið framið lítið eitt fyrr, en hann hafði hingað til ætlað. Hann skýrði mál- ið þannig, að Campbell og hinn maðurinn hefðu mætzt og lent í illdeilum, og Campbell hefði ver- ið drepinn í átökunum. Morðinginn hafði svo troð- ið líkinu inn í tveggja manna bílinn og falið hann eihnvers staðar við veginn. Svo hafði hann komið aftur, sótt bíl Campbells og ekið honum til Gatehouse, þar sem hann varð auðvitað að vera til þess að hægt yrði að láta líta svo út, sem um slys hefði verið að ræða. Einhvern tíma seinna hlaut hann svo að hafá komið aftur, tek- ið bílinn sinn með likinu í og — já, hvað svo? Ekið honum aftur til Gatehouse? Macpherson ræskti sig. Það var eitthvað skrítið í sambandi við þetta. Hvers vegna hafði morð- inginn ekki sett likið í bil Campbells og ekið með það strax? Hvers vegna tefldi hann á þá hættu, að skilja líkið eftir í bíl við veginn ,á meðan hann ók bíl Campbells til Gatehouse og kom aftur á hjóli? Því að hann hlaut að hafa komið aftur á hjóli eða fótgangandi. Sjálfsagð- ast var fyrir hann að nota hjól. En eftir var að fá skýringu á því, hvers vegna hann skildi líkið eftir. Verið gat, hugsaði Macpherson — já, meira að segja sennilegt — að morðinginn hafi þá ekki verið búinn að hugsa ráð sitt. Ef til vili var skýr- ingin sú. Hann ætlaði sér bara að aka burt, eins og ekkert hefði skeð, og það var ekki fyrr en eftir á, að hann hafði fundið ráðið og sneri þá aftur til að sækja líkið. Nei! það gat ekki verið. Það var bíll Campbells, sem hann hafði ekið burtu í. Eina skýringin á því var sú, að hann hefði þegar lagt á öll ráðin. En það var næst- um óskiljanlegt. Ef gert var ráð fyrir, að frá- sögn barnsins væri rétt, en allt virtist benda til að svo væri, virtist augljóst mál, að hann og Campbell höfðu hitzt af tilviljun. Óhugsandi var, að morðinginn hefði getað lagt á svona flókin ráð um undankomu á þessari stuttu stund, eftir á- tökin milli þeirra. Og þó -— hafði fundum þeirra, þegar allt kom til alls, borið saman af tilviljun? Hegðun Camp- bells benti til hins gagnstæða, þegar nánar var athugað. Hann hafði komið bílnum sinum þvert fyrir á veginum, einmitt þar, sem erfiðast var fyrir bíla að mætast, og þegar hann hafði heyrt hinn bílinn koma, hafði hann ekið fram á veginn til að loka honum alveg. Það var brjálæðislegt tiltæki, þegar þess var gætt, að það gat hæg- lega valdið slysi. Raunar var vitað, að Camp- ,bell hafði verið drukkinn, og gat það verið skýr- ingin. En ef treysta mátti vitninu (og annað hvort varð að taka alla sögu þess trúanlega eða ekk- ert), þá var augljóst, að morðinginn hafði ekki átt von á að hitta Campbell. Gg ef morðinginn hafði ekki búizt við fundum þeirra, þá gat hann ekki fyrirfram hafa lagt á ráðin um morðið, og þá heldur ekki lagt á ráðin um undankomii. ,,Og þó,“ hugsaði Macpherson, „hann gat vel hafa undirbúið undankomu sína með það fyrir augum að fremja morðið á einhverjum öðrum stað eða tíma. Og svo þegar hann mætti Camp- bell á svona heppilégum stað og tíma, hafi hann notað tækifærið." En eftir var að finna fullnægjandi skýringu á bílnum. Og svo bílnum, sem ók á fleygiferð í átt- ina til Kirkcudbright skömmu eftir bardagann. Var morðinginn í honum? Það gat ekki verið, ef hann var á leiðinni til Gatehouse með bíl Campbells. En hver var það þá? Hann hlaut að hafa mætt morðingjanum á veginum. Það varð að finna þann mann. Eftir stutta umhugsun á- lyktaði Macpherson, að sú hlið málsins væri ó- leysanleg eins og sakir stæðu, og sneri sér að annari hlið. Hvemig komu þessar upplýsingar heim við það, sem vitað var um Farren? Macpherson tók við- bragð. Auðvitað! Tíminn kom alveg heim, og hér var fengin skýringin á því, hvers vegna Far- ren hafði beygt inn á veginn upp á golfvöllinn. Hann hafði bersýnilega séð í gegnum lygi bónd- ans um Creetown. Hann hafði leitað að Camp- beli i Gatehouse, og þegar hann fann hann ekki þar, hafði hann komizt að þeirri niðurstöðu, að hann hlyti að vera enn í Kirkcudbright. Hann hafði þá flýtt sér til Strachans til þess að fá lánaðan bílinn hans. Hvort Straehan var með í vitorði eða ekki, var ekki fyliilega ljóst. Senni- lega ekki. Nei. Aftur tók Macpherson viðbragð. Þama var skýringin á öllu saman — hvers vegna skakkur bíil hafði verið tekinn, hvers vegna líkið hafði verið skilið eftir og öllu hinu. Hugmynd Farrens hafði upphaflega. verið sú, að koma sökinni á morðinu á Strachan. Líkið átti að finnast í bíl Strachans, og af því átti að draga þá ályktun, að Strachan hefði lokkað Campbell burtu og myrt hann. Þetta var auðvitað ákaflega klaufalega að far- ið. Strachan myndi undir eins segja, að hann hefði lánað Farren bílinn. Sennilega myndi hann geta leitt vitni að þvi, að hann hefði gert það. Auk þess sem aðferðin var ósennileg. Hver var svo heimskur, að skilja eftir bílinn sinn einhvers staðar með lík innanborðs? Þetta var einmitt at- riðið, sem Macpherson hafði fyrst dottið í hug, og Farren gat ekki hafa komizt hjá þvi að sjá MAGGI OG RAGGI Teikning eftir Wally Bishop. Copr 1947, King Fcatures Syndicatc. Inc.. Wofld nglits rcscivcd A //// Afi er flínkur!

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.