Vikan


Vikan - 25.11.1948, Síða 1

Vikan - 25.11.1948, Síða 1
Merkileg útgáfustarfssemi Það hefur oft verið kvartað yfir því, að þeir sem við útgáfu bóka fást hér á landi, séu ekki nógu vandir að virðingu sinni í vali verkefna. Margt má þó gott um íslenzka bókaútgáfu segja, og er það í rauninni furða, hve mikið kemur hér út góðra bóka, þegar miðað er við allar aðstæður. Starfsemi Islendingasagnaútgáfunnar er t. d. með fullum rétti hægt að kalla menningarátak, því að á skömmum tíma hefur hún gefið út tólf bindi Islendingasagna og verið er að leggja síðustu hönd á þrettánda bindið, Nafnaskrána. I þessari útgáfu eru 33 sögur og þættir, sem ekki hafa birzt í eldri útgáfum Islendingasagna, og átta þeirra hafa aldrei verið prentaðar áður. (Sjá bls. 7) Guðni magister Jónsson við skrifborðið. Hann hefur það vandaverk með höndum að sjá um útgáfu þessa nýja flokks Islendingasagna. Um hann segir dr. phil. Páll E. Ólason: „.... Til umsjónar þessu verki öllu hefur verið ráðinn Guðni magister Jónsson. Er hann alkunnur hérlendis af rit- um sínum og umsjá með bókum, vandvirkur maður, ættvís og margfróður............“ Guðni er fæddur 1901 á Gamla Hrauni á Eyrarbakka, sonur Jóns bónda þar og formanns Guðmundssonar og Ingibjargar Gíslínu Jónsdóttur frá Miðhúsum í Sandvíkurhreppi Jónssonar. Guðni varð stúdent 1924 og mag. art. í íslenzkum fræðum 1930. Auk fræðistarfa sinna hefur hann verið kennari við Gagnfræðaskóla Reykvikinga (nú Gagnfræðaskóla Vest- urbæjar) frá stofnun hans 1928, varð yfirkennari 1944 og skólastjóri 1945. Um ritstörf hans verður frekar getið í lok greinarinnar um Islendinga- sagnaútgáfuna.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.