Vikan


Vikan - 25.11.1948, Blaðsíða 4

Vikan - 25.11.1948, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 48, 1948 * A miðvikudögum klukkan átta ■fVigandi veitingahússins, Madame Lafitte, gekk brosandi á milli gesta sinna og talaði við suma þeirra — stundum á ensku og ítölsku, en auðvitað oftast á frönsku, því að kaffihúsið var í einu út- hverfi Parísarborgar. Hún var klædd einföldum, svörtum kjól og eina skrautið, sem hún bar, voru mislit, tilbúin blóm, og rautt hár hennar ljómaði eins og geislabaugur um höfuðið. Undirhakan dúði lítið eitt við hverja hreyfingu. Úti streymdi regnið niður. Þjónn þaut án afláts fram og aftur og hélt hátt fötum og diskum, sem höfðu að geyma girnilegustu krásir: ljósrauðan vatnasilung, nýsteikta kjúklinga og ljós- brúnar eggjakökur. 1 miðjum salnum stóð borð með spjaldi og á því var letrað orðið: ,,Frátekið“. Þar hafði verið lagt á borð fyrir tvo. Á borðinu stóð kristalsvasi á háum fæti með yndislegum ilmandi rósum í, silfur- borðbúnaðurinn virtist hafa verið fágað- ur, glösin gljáðu eins og spegill og ávext- irnir í körfunni höfðu sýnilega verið valdir með vandvirkni. Madame Lafitte átti leið fram hjá borðinu. Hagræddi hún um leið blómun- um, strauk með nærgætnum fingrunum úr ímynduðum hrukkum á dúknum og sífellt lék ánægjulegt bros um varir hennar. Klukkan nákvæmlega átta opnaðist hurðin á veitingahúsinu og hár, svart- hærður, ungur maður gekk álútur og dapur á svip að frátekna borðinu. Hægt — næstum því hikandi fór hann úr frakkanum og tók ofan hattinn, og gestirnir á veitingahúsinu sáu sér til undr- unar að hann var klæddur samkvæmis- fötum. Gestir Madame Lafitte töldust ekki til æðri stéttanna, þeir voru flestir úr hópi listamanna, fyrrverandi leikarar og fram- gjarnir, en ennþá óþekktir rithöfundar. Áður en maðurinn settist sjálfur, dró hann rólega og með áberandi kurteisi fram annan stólinn og beið eins og ímyndaður förunautur fengi sér sæti. Hann laut áfram og muldraði eitthvað og settist sjálfur á hinn stólinn. Hann togaði skyrtulíningarnar örlítið fram, þreif matseðilinn og rétti hann kurteislega hinum ósýnilega vini sínum. Samræðukliðurinn og brakið í stólunum þagnaði skyndilega. Það ríkti um stund dauðakyrrð í salnum — úti heyrðist sama umferðin í bílunum. Ungi maðurinn með þunglyndislegú augun var auðsjáanlega ekki var við athyglina, sem hann vakti. Hann héít áfram að tala lágum rómi við hinn .ímynd- aða vin sinn. Stundum virtist hann vera að biðja um eitthvað — og hann láut Þýdd smásaga áfram með mikilli umhyggju og talaði við auða stólinn. Madame Lafitte horfði með meðaumkvm á hann, þegar hún færði sig nær honum og undirhakan dúði angurvært. „Gott kvöld, herra!“ sagði hún og næstum hver maður í salnum gat heyrt orð hennar. „Gott kvöld, frú,“ hún sneri nú máli sínu að auða stólnum. „En hvað þér eruð yndislegar í kvöld! Já, frúin er fegurri með hverri vikunni, sem líður, er ekki svo, herra minn? En hvað frúin er í fallegum kjól í kvöld!“ Þunglyndislegi maðurinn brosti. „Þér hafið gott minni, Madame Lafitte, þér munið að konan mín á afmæli í dag? Hún hefur samt ekkert elzt í útliti, eða finnst yður það?“ „Það er öðru nær, hún er bara ennþá fallegri. Hvaða vín vill frúin? Búrgundar- vín?“ Gestirnir störðu vantrúaðir á svip. Þeir voru auðsjáanlega að íhuga, hvort þá dreymdi eða hvort þeir höfðu drukkið staupi of mikið. Of mikið vín gat stundum haft furðu- legustu áhrif á menn. Anatole Poupin flýtti sér að biðja um kaffi, svart og sterkt! Tveir bollar af því hresstu hann ekki hið minnsta — hann sá stöðugt Madame Lafitte og þennan undarlega, unga mann tala við auða stólinn. Hann sj;rauk órólegur skegg sitt og horfði aftur á veitingahússgestina. Þjónn nálgaðist borð þunglyndislega mannsins með tvo diska af rjúkandi súpu og setti þá með fimum hreyfingum sitt hvoru megin á borðið. Madame Lafitte muldraði eitthvað við hinn sérkennilega gest og gekk hægt frá borðinu. Anatole notaði tækifærið og benti henni að koma. Hún kom óðara til hans. „Hvers óskið þér, herra? Viljið þér aðra eggjaköku?" „Nei, nei, ég búinn að borða — hún var góð, sem ég fékk. Ég — ég er aðeins for- vitinn að vita, hvers vegna þér og þessi ungi maður eruð með þessi látalæti. Hver er ástæðan?" Lítil og hvöss augu hennar fylltust tárum og undirhakan dúði aftur. „Ö, sá veslings maður! Það er löng saga að segja frá því, herra minn! Yður mun vafalaust leiðast að hlusta á hana.“ Að svo mæltu tróð hún sér samt ofan í stólinn gegnt honum. „Er hann þá ekki geggjaður, úr því að hann hagar sér svona?“ „Geggjaður? Nei, öðru nær. Hann er óvenju greindur maður.“ Hún benti þjón- inum að bæta í tómt sykurkar Anatoles. Anatole horfði á undarlega manninn og sá að hann var að hella í staup hins ó- sýnilega förunautar síns og hann hristi höfuðið yfir þeirri sýn. „Og þér segið að hann sé ekki geggj- aður.“ „Hann hefur fullt vit, ekki síður en þér og ég —“ Hún studdi holdugum handleggjunum á borðið. „Og hlustið nú, herra minn. I stríðinu var þessi maður liðsforingi. Hann kom alltaf í veitingahús mitt — það er að segja í leyfum sínum í París. „Madame Lafitte,“ var hann vanur að segja, „það er aðeins eitt veitingahús í París, sem hefur að bjóða gestum sínum aðrar eins eggjakökur og þessa“.“ „Já, já,“ greip Anatole fram í fyrir henni geðillur. „En hvernig er sorgarsaga hans ?“ „Þér verðið að vera þolinmóður, herra minn! Þetta er löng saga. Hann pantaði alltaf eggjaköku og hann hældi mér alltaf fjmir þær. En kvöld eitt — ég man það eins og það hefði verið í gær — það var kvöldið fyrir orustuna við Marne. Ég man það of vel — tveimur dögum seinna frétti ég að Jules minn væri fallinn . . .“ Hún þerraði augim með sterkgulum vasaklút og hélt áfram: „Hann kom þetta kvöld með stúlku með sér. Hún var fögur og yndisleg. Hún hafði Framhald á bls. 7. VEIZTU -? 1. „Gamli Tryggur" gýs í 150 fetá* hæð á 70 mínútna fresti. Hvar er sá hver? 2. Hvenær gerði Napoleon Jósep bróður sinn konung á Spáni? 3. Hvenær var fræðimaðurinn Jón Espólín uppi? 4. Hvaða saga hefst á þessum orðum: „Síðan er Erlingr varð þess víss, hver ráðagörð þeira Hákonar var, þá sendi hann boð öllum höfðingjum, þeim er hann vissi að trúnaðarvinir höfðu verit Inga konungs"? 5. Hvað heitir höfuðborg Uruguay? 6. Hvaðan er orðið ,,klaustur“ ? 7. I hvaða óperu er arían „La Donna e Mobile" ? 8. Hver var Amelia Earhart? 9. Hvenær sameinaðist England og Skot- land undir sama konung ? 10. Eftir hvern er óperan „Bi’úðkaup Fígarós"? Sjá svör á bls. 14.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.