Vikan


Vikan - 03.03.1949, Side 4

Vikan - 03.03.1949, Side 4
4 VIKAN, nr. 9, 1949’ UPPREISTIIM Þýdd smásagd að gerðist ekki oft, að menn frá Brun- by séu nefndir í blöðunum. Brunby er lítið sveitaþorp langt inn í landi. Það hefur lítið borið hér til tíðinda frá því Linné kom og skrifaði um jurtir. Og er það að finna í bók hans „Ferð til Skánar“. Það er í eina skiftið sem Brunby er getið í bókum. Ég hefi þó ekki lesið ferðasögu Linné. Það var heimiliskennari Huysmans er sagði mér þetta. En það eru mörg ár síð^n. En það er einmitt um hr. Huysman, sem saga þessi hljóðar. Það var mynd af honum á fyrstu síðu í höfuðstaðarblað- inu sem Jakob gamli Rundgren kaupir. En gamli Jakob vann í verksmiðju í Stokkhólmi þar til hann komst á eftirlaun. Hann er fæddur í Brunby, og ætlar að dvelja hér það sem eftir er æfinnar. Jakob kom inn í verzlunina til ungfrú Petterson, en þar er bréfhirðingin. „Þekkið þér þennan mann?“ spurði Jakob og rétti ungfrúnni blaðið. Ungfrúin lagði frá sér pokann með sykrinum, sem hún var að vigta. Ungfrúin var gleraugnalaus og varð að halda blaðinu all fjarri augunum. Hún mælti: „Er það sem mér sýnist? Er þetta ekki ungi herrann frá Brunsbygaard ?“ Frú Jonasson, versta kjaftakerling í Brunby, hafði litið á blaðið. Hún sagði: „Sjómaður tekinn fastur fyrir sprengi- efna þjófnað." Jakob mælti með þjósti: Herra Huys- man hefur ekki verið við það riðinn. Hann hefur líka aldrei verið sjómaður. Eða ekki er mér kunnugt um að svo hafi verið. Það eru bifreiðir, hreyflar og vélar sem hann hefur áhuga á. En grunur minn er sá, að þiðr munið lítið eftir þeim mæðgirrtfm majórsfrú Huysman og syni hennar.“ '*• Nú fékk ungfrú Pitterson orðið: „Hvort ég man eftir þessum manni? Já, það er áreiðanlegt. Hann var kurteis og vel upp alinn frá blautu barnsbeini. Ég minnist hans sem lítils drengs. Hann keypti oft brjótsykur fyrir tíu aura. Hann vildi teg- undina ..Kóngur Danmerkur“. Og laglegur var hann. En það var vandræðamál hve. móðir hans drottnaði yfir honum.“ Jakob svaraði: „Það er hverju orði sannara. Drengurinn mátti ekki um frjálst höfuð strjúka. Það var ofstjórn á honum. Ég man eftir því að móðir hans sagði eitt sinn við prestinn: „Nei, John minn giftir sig aldrei. Hann hefur ekki enn, sem komið er, hitt stúlku, sem honum geðjast vel að eða orðið skotinn í. Hann veit það, að honum mundi hvergi líða eins vel og hjá móður sinni, og ekki þó hann kvæntist." Majórinn dó úr spönsku veikinni, þegar drengurinn var tveggja ára, og móðir hans hefur ekki um annað hugsað en vel- ferð sonar síns. Hún lét hann ekki í skóla, en fékk heimiliskennara. handa honum. Hann er greindur vel, og tók ágætt stúdentspróf. Hann var móður sinni afar hlýðinn, og gerði allt sem hún bauð. En hann bar það þó aldrei með sér að hann væri ósjálf- stæður mömmudrengur. Hann var karl- mannlegur, hár og herðabreiður, og ágæt- lega íþróttum búinn. En hann fór mjög einförum, og lék sér ekki við önnur börn né unglinga. Móðir hans mátti ekki af honum sjá. Hann fékk ekki að ganga í landbúnaðarskóla, þó að hann ætti að taka við jörðinni. Ég sá hve móðir , hans var vel á verði er ungar stúlkur voru á næstu grösum. Og ég var jafn sannfærður um það og hún, að hann kvæhtist aldrei. Hann var orðinn tuttugu og fimm ára. Honum þótti vænt um móður sína, en var all feiminn við ókunnuga. Á herra- garðinum snerist allt um hann. Það var spurt um hvað hann vildi fá í miðdegis- verð. Enginn mátti ónáða hann, er hann var að föndra á litlu vinnustofunni sinni í skúrnum. En hana hafði hann sjálfur útbúið. Ég fylgdist með öllu, sem gerðist á herragarðinum. Það var smá atvik sem hafði óvæntar \tllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll|l|l|ltlVllllllllllllllltllllllllllltlllllllllVI I/, VEIZTU -? 1. Hver er leikkonan, sem myndin er af? 2. Hvenær var fyrsta innlenda verzlunar- félagið stofnað og hver veitti því for- stöðu ? 3. Hverrar þjóðar var tónskáldið Wolf- gang Amadeus Mozart og hvenær var hann uppi? 4. Hvað er fjallið Hekla hátt? 5? Hver var mannfjöldinn í Reykjavík 1762? 6. Hvað eru margir kílómetrar frá Reykjavík að Höfn í Hornafirði? 7. Or hvaða sýslu er bifreið, sem merkt er umdæmisbókstafnum L ? 8. Hvenær var síðasta stórgosið í öskju? 9. Hvað heitir forsætisráðherra Svía? 10. Hvað er furstadæmið Monaco stórt og hvað eru íbúarnir margir? z Sjá svör á bls. 14. afleiðingar. Afleiðingar sem móður hans hafði aldrei dreymt um. Það var uppboð í Tommastorp. Ég aðstoðaði uppboðshald- arann. Það. hefi ég oft gert. Ég er snjall við að stjóma fólki. Herra Huysman kom á uppboðið. Hann heilsaði mér. Uppboðs- haldarinn kom og sagði Huysman eiga síðasta boðið, og hafði hluturinn verið sleginn honum. Það var ágætt bílaútvarps- tæki. „Ég bauð ekki í þetta,“ sagði Huys- man dálítið feiminn, er Herman kom og ætlaði að taka á móti borguninni. s „Ég hefi ekki hugmynd um hvað það er, sem þið segið að ég hafi keypt.“ „Ég sá að þér hneigðuð yður í átt til okkar, er þér komuð,“ sagði Herman. En hann var laginn við óþjála menn. Og herra Huysman vildi forðast óþarf- ar stælur. Hann greiddi 60 krónur fyrir útvarpstækið. Það voru nógir peningar á herragarðinum. Það var ég sem hann kinkaði kolli til er hann kom, þó að uppboðshaldarinn á- liti að hann vildi kaupa hlutinn, og gæfi því þetta merki. Huysman eignaðist, sem sagt, útvarpstækið. Hann keypti nokkrar rafhlöður í það, og fór heim með allt dótið. Hann sýndi móður sinni varning- inn, sem hafði sögulegar afleiðingar.“ Jakob þagnaði og leit á myndina 1 blað- inu. Svo hélt hann áfram máli sínu: „Frú Huysman var viljasterk og ákveðin. Hún athugaði útvarpstækið, leiðslurnar, raf- hlöðurnar og annað er þarna var um að ræða, og hringdi svo á þjóninn.“ Hún mælti: „Lindgren! Farðu með þetta drasl út í vinnustofuna í skúrnum.“ Skömmu síðar var' hringt til miðdegis- verðar. Þegar sonur hennar kom inn í borðstofuna mælti hún all kuldalega: ..Ég veit ekki hverju þetta sætir, Jonne.“ Majórsfrúin nefndi son sinn ennþá þessu gælunafni. „Þú hefðir getað varið þessum hundrað krónum viturlegar. Ég sendi Lindgren með allt draslið út í skúr. Ég vildi ekki hafa þetta í húsinu.“ En þetta kvöld óhlýðnaðist hann móður sinni í fýrsta skipti. Hann gerði uppreist, þó orðalaust væri framkvæmd. Hann reis þegjandi á fætur, gekk út í skúrinn, tók útvarpstækið með öllu tilheyrandi og fór með það upp í herbergi sitt. Svo kom hann hann niður, var hinn rólegasti, og hélt áfram að borða. Þá mælti hann hóg- værlega til móður sinnar. „Þú verður að fyrirgefa. En ég er orðinn tuttugu og fimm ára. Ég átti þessa peninga, og her- bergið sem ég bý í.“ Móðir hans var vitur. Á henni sáust engin svipbrigði. Hún sagði: „Vitanlega máttu hafa útvarpstæki í herbergi þínu, ef þig langar til þess.“ Johan kyssti á hönd móður sinnar. Svo var ekki rætt meira um þetta mál. En báðum var það ljóst að með þessu yrði breyting á sambúð^þeirra. Utvarpstækið var prýðilegt. Það var úr biluðum cadillacbíl. Amerísk gerð, og náði Framhald á bls. 7.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.