Vikan


Vikan - 03.03.1949, Blaðsíða 7

Vikan - 03.03.1949, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 9, 1949 IJPPREISTIIM Framhald af bls k- -öllum stöðvum á stuttbylgjum. Þetta var sjaldgæft þá. Og þetta útvarpstæki varð til þess að John keypti bifreið. Á Grimby- gaard var þörf á bíl. En frúin var aðsjál, og hafði hummað það fram af sér að kaupa bíl. Einn góðan veðurdag kom Johan heim í skínandi fallegum, bláum Buick. Það var tveggjamanna bifreið, með aftursæti, sem mátti leggja niður. Frúin stillti sig. Hún sagði prestinum, og öllum er hún sagði frá bílnum, að son- ur sinn hefði keypt þessa bílgerð vegna sín. Hún kvað Johan engum aka nema sér. Hann myndi ekki bjóða ókunnu fólki upp í þennan bíl. Það var bílnum að þakka að stúlka kemur við sögu þessa. Johan var mjög hrifinn af bílnum. Hann leit ekki í bú- fræðibækurnar, en var allan daginn ak- andi eftir þjóðveginum. Höfuðhneiging hans til Jakobs gamla olli því að hann eignaðist útvarpstæki, útvarpstækið gat af sér bíl, og bíllinn flutti Johan til stúlk- unnar. Sannleikurinn var sá, að Johan Huysman hafði aldrei kynnst öðrum stúlk- um en þeim, sem móðir hans valdi. Og hverju sem það sætti voru þær þannig úr garði gerðar, að engum ungum manni hefði til hugar komið að verða skotinn í þeim. Þetta voru vel uppaldar stúlkur, af góðum ættum og áttu mikinn arf í vændum. En þær voru annaðhvort svo ljótar eða leiðinlegar, að engin fjárupp- hæð gæti freistað ungs manns til þess að biðja þeirra. Stúlkan, sem ætluð var Johan Huýsman sat á girðingu við þjóðveginn, er hann kom akandi. Stúlkan sat grátandi og fól andlitið með höndunum. En samt sást að hún grét, hún hristist af ekka. Johan ók í fyrstu fram hjá henni. Svo stöðvaði hann bílinn, sneri við. Hann mælti: ,,Get ég nokkuð gert fyrir yður? Bíðið þér eftir áætlunar- bíl? Hann kemur ekki fyrr en að tveim tímum liðnum. Ég get ekið yður til Tommastorp, ef þér ætlið þangað.“ Þetta var ólíkt venjulegri framkomu Johan Huysman. Hann vissi að þetta var uppreist gegn móður sinni. Stúlkan leit á hann tárvotum augum. Svo flýtti hún sér burt. Þá heyrði hann kvenmannsrödd bak við sig. Kona sú stóð í dyrunum á litlu rauðu húsi, er var í nánd við veginn. Hún var gift ökumanni mjólkurbúsins. Maður þessi sótti mjólk til Brunbygaard á hverjum morgni. Konan þekkti því Johan. Hún mælti: ,,Þessi stúlka var mjög ó- heppin.“ Konan sagði svo frá þvi, að stúlkan hefði komið til þess að fá vatn að drekka. Hún hafði gefið henni mjólk og smurt brauð, þar sem hún var sár- svöng. Hafði stúlkan ekkert borðað 'allan daginn. Hún hafði ráðist til úrsmiðs eftii' auglýsingu í blaði. En allir vissu nú hvernig úrsmiðurinn væri. Stúlkan hafði ekki haldist í vistinni lengur en þrjár klukkustundir. Þá fékk hún að fara með bíl er ætlaði á stöðina. En þar sem bíl- stjórinn var drukkinn, fór hún innan skamms úr bílnum. En það gekk ekki hljóðlaust. Stúlkan átti ekki einn eyri. Síðustu peningar hennar fóru fyrir far- seðilinn. ,,En hún er barn,“ sagði Johan Huys- man. „1 hæstalagi tvítug.“ Að svo mæltu ók hann á eftir stúlkunni. „Verið ekki hræddar við mig, unga stúlka. Frú Andersson sagði mér í hvað þér hefðuð ratað. En ég er enginn flagari. Leyfið mér að aka yður til Tommastorp. Ég vil færa yður heim sanninn um það, að ekki eru allir karlmenn dónar.“ Stúlkan svaraði: „Þakka yður fyrir. En ég er ekki hjálpar þurfi. Ég get gengið þessa leið.“ Og hún greikkaði sporið. „Þér getið setið í aftursætinu. Þá eruð þér f jarri mér,“ mælti Johan. Hann ók ekki hraðar en hún gekk. Eftir litla stund settist stúlkan inn í bílinn. Ekki í aftur- sætið, heldur við hlið hans. I sæti móður hans. Hún þagði í fyrstu. Svo sagði hún: „Ferðataskan mín er hjá úrsmiðnum.“ Johan svaraði: „Hjá úrsmiðnum! Ég þekki manninn.“ Svipur hans varð harð- ur. Hann sneri við, og ók til úrsmiðsins. Úrsmiðurinn kom til dyra. Varð hann óttasleginn, er hann sá, hver var í bíln- um. Hann mælti: „Ungfrú Lorens kpm í vist til mín í morgun, en fór sína leið án þess — —“ Johan sagði: „Komdu samstundis með ferðatösku hennar.“ Úrsmiðurinn sótti töskuna. Hún var ekki stór, og létt var hún. Ef allar eigur ungfrúarinnar voru í henni, þá voru þær ekki miklar. Johan settist við stýrið og sagði: „Hvert eigum við að aka?“ Stúlkan horfði út í bláinn. Hún var ljós- hærð, og fríð sýnum. Hafði hún löng augnahár. Stúlkan mæltí: „Ég veit ekki. Ég á hvergi heima. Ég á enga ættingja né fjölskyldu, sem ég get farið til.“ „Og enga peninga.“ sagði Johan. „Hvað varðar yður um það?“ svaraði hún. „Mig langar til að hjálpa yður. Við verðum að finna ráð.“ Hún svaraði: „Ég vil svo ógjarnan valda yður erfiðleikum, eða nokkrum öðrum. Ég sé að þér eruð ekki eins og fólk er flest. En ég býst við að þér skiljið ekki hvernig peningaleysi orkar á menn, og það að hafa hvergi höfði sínu að halla.“ Johan svaraði: „Ég skil það vafalaust ekki til hlítar. En ég 'get því gert mér nokkra hugmynd um það. Nú ökum við dálítinn spöl, og hlustum á hljóðfæraslátt. Við finnum ráð innan skamms.“ Þau hlustuðu á hljóðfæraslátt frá Wivex í Kaupmannahöfn. Indæla tóna og hress- andi. Johan fékk svo hugrekki til þess að bera fram tillögu, er hann hafði haft í 7 huga nokkra stund. Móðir hans hafði bú- bústjóra og bústýru. Þau bjuggu á lítilli jörð í grennd við herrasetrið. Konan hafði verið fóstra Johans. Hjónin voru bamslaus. Johan heimsótti þessi hjón í hverri viku. Þótti þeim vænt um þær heimsóknir. Drakk hann ætíð kaffi hjá þeim. Nú kvað Johan ráðlegt að stúlkan færi til þessara hjóna. Fóru þau þangað. Gekk allt eins og í sögu. Ekki sagði Johan móð- ur sinni frá þessari ráðstöfun. Morguninn eftir taldi Johan rétt að fara til Frederikssons, og heilsa upp á stúlk- una. En er hann hafði hugsað málið, á- leit hann það full nærgöngult. Svo datt honum í hug að stúlkan færi þennan dag til að leita eftir verustað. Það reið baggamuninn. Hann fór. Stúlkan mælti: „Hjónin hafa sagt mér frá yður og móður yðar.“ Johan bauð henni að aka með sér um stund. Hún mælti: „Ég býst við að móður yðar væri það ekki að skapi, ef hún vissi það.“ „Hvað varðar móður mína um þetta mál?“ spurði Johan Huysman. Veðrið var enn fegurra en daginn áður. Þau óku svo út í blíðviðrið. Stúlkan sagði Johan að móðir sín hefði verið leikkona, og all víðfræg. Faðir hennar hafði verið leikari. En þau skildu áður en Gerd fædd- ist og hafði hún aldrei séð föður sinn. „Mamma lét mig í fóstur hjá æskuvin- konu sinni. Þar var ég þar til ég hafði lokið skólanámi. Móðir mín var mikið á ferðalögum í sambandi við leiksýningar. Hún var illa stæð síðustu árin. Hún sagði oft að ég skyldi ekki gefa mig að leik- list. En mig hefur einmitt langað til þess. Skömmu eftir lát mömmu fór ég til Stokk- hólms. Þar stundaði ég dansnám fyrir þá litlu fjárupphæð er ég erfði eftir móður mína. Svo komst ég að í söng og dans- leikjum. En 200 krónur á mánuði hrukku ekki til lífsviðurværi's. Þá réði ég mig hjá úrsmiðnum. En það var verr farið en heima setið.“ Gerd leit á Johan spyrjandi augum. Augun voru dökkblá og fögur. „Það er allt svo erfitt þegar menn eru einstæðingar,“ bætti hún við. Frederiksson hafði talað við mág sinn, sem átti vefnaðarvörUverzlun inn í kaup- staðnum. Réði hann Gerd þar. Johan fékk skyndilega áhuga fyrir Tommastorp, eða mörg erindi að reka þar. Móðir hans var forviða á því hve oft Johan fór í kaupstaðinn. En hann hafði ávallt fullnægjandi svör á reiðum hönd- um. En hann nefndi Gerd aldrei á nafn. Móðir Johans var þess fullviss, að hann yrði aldrei ástfanginn, og var því ekki með nein heilabrot í sambandi við ástamál. Kvöld nokkurt er þau Gerd og Jöhan höfðu verið saman á dansleik en það var oft, að þau dönsuðu, ók hann heim í tunglsljósi. Hann stöðvaði bílinn hjá Framhald á bls. 14.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.