Vikan


Vikan - 03.03.1949, Síða 12

Vikan - 03.03.1949, Síða 12
12 VIKAN, nr. 9, 1949 Margir' farþeganna ganga um á pallinum. Hús- móðir yðar ætlaði að fara til þess, og hefur vafa- laust farið í skinnkápuna í þeim tilgangi." „Já, herra,“ sagði ungfrú Mason. „Og húsbóndi yðar fer eins að. Lestin er upp- hituð, en úti á stöðinni er kalt. Hann fer í frakka og setur á sig hatt og gengur fram með lestinni, og þegar hann lítur upp í uppljómaðan glugg- ann, sér hann allt í einu frú Kettering. Pram að þeim tíma hefur hann ekki haft hugmynd um, að hún væri með lestinni. Auðvitað fer hann upp í lestina og inn í klefann til hennar. Hún rekur upp undrunaróp, þegar hún sér hann og lokar hurðinni milli klefanna, því að hugsast getur, að samtal þeirra verði þannig, að öðrum sé ekki ætlað að heyra það.“ Hann hallaði sér áftur á bak í stólnum og virti fyrir sér áhrif orða sinna. Enginn vissi bet- ur en Hercule Poirot, að ekki þýddi að reka á eftir fólki eins og ungfrú Mason. Hann varð að gefa henni tíma til að losa sig við fyrri hug- myndir sínar. Eftir þriggja mínútna bið tók hún til máls: „Jú, auðvitað getur þetta hafa verið svona. En mér hefur aldrei dottið það í hug. Húsbóndinn er hár og dökkhærður og svipaður á hæð. Það var hatturinn og frakkinn, sem kom mér til að segja, að það hefði verið maður að utan. Já, það hefur getað verið húsbóndinn, en um það get ég ekki sagt með vissu, til eða frá.“ „Þakka yður kærlega fyrir, ungfrú. Ég þarf ekki meira á yður að halda. Jú, eitt atriði enn.“ Hann tók upp úr vasa sínum sigarettuveskið, sem hann hafði áður sýnt Katrínu. „Er þetta veski húsmóður yðar?“ spurði hann ungfrú Mason. „Nei, það er ekki hennar veski — að minnsta kosti —“ Hún tók allt í einu viðbragð. Eitthvað var að brjótast fram í huga hennar. „Já,“ sagði Poirot uppörvandi. „Ég held — ég er ekki viss, en ég held að þetta sé veskið, sem húsmóðirin keypti til að gefa húsbóndanum.“ „Jæja,“ sagði Poirot hlutlausri röddu. „En hvort hún gaf honum veskið nokkurn tíma, veit ég auðvitað ekki.“ „Auðvitað ekki,“ sagði Poirot, „auðvitað ekki. Þetta er víst nóg, ungfrú. Verið þér sælar.“ Ungfrú Mason dró sig hljóðlega í hlé og lok- aði varlega á eftir sér hurðinni. Poirot leit á Van Aldin og dauft bros færðist yfir andlit hans. Miljónamæringurinn var undr- unin uppmáluð. „Þér haldið — þér haldið, að Derek hafi gert það?“ spurði hann, „en — allt bendir í hina áttina, greifinn náðist sama sem með gimstein- ana á sér.“ „Nei.“ „En þér sögðuð mér —“ „Hvað sagði ég yður?“ „Söguna um gimsteinana. Þér sýnduð mér þá.“ „Nei.“ Van Aldin starði á hann. „Ætlið þér að segja mér, að þér hafið ekki sýnt mér þá?“ „Já.“ „1 gær — á tennisvellinum ?“ „Já.“ „Eruð þér vitlaus, Poirot, eða er ég það?“ „Hvorugur okkar er vitlaus," sagði Poirot. „Þér spyrjið mig spurningar; ég svara henni. Þér spyrjið, hvort ég hafi ekki sýnt yður gim- steínana í gær; ég svara neitandi. Það sem ég sýndi yður, Van Aldin, voru haganlega gerðar eftirlíkingar, sem varla er á færi annarra en sérfræðniga að þekkja frá hinum raunverulegu gimsteinum." 24. KAFLI. Poirot gefur góð ráð. Miljónamæringurinn var nokkrar minútur að átta sig á þessu. Hann starði á Poirot eins og hann væri klumsa. Litli Belginn kinkaði lítið eitt kolli. „Já,“ sagði hann, „það breytir stöðunni, finnst yður ekki?“ „Eftirlíkingar!“ Hann hallaði sér áfram. „Og þér hafið allan tímann haft grun um þetta, Poirot? Þér hafið allan tímann stefnt að þessu marki? Þér trúðuð því aldrei, að de la Roche greifi væri morðinginn ?“ „Ég hef mínar efasemdir," sagði Poirot róleg- MAGGI OG RAGGI Teikning eftir Wally Bishop. 1. Maggi: Hefur þú engan áhuga á knatt- spyrnu, Leifur? Leifur: Aðeins sem áhorfandi, ég er næstum aldrei með í knattspyrnu. 2. Leifur: Samt sem áður hef ég áhuga á hinní reikningslegu hlið knattspyrnunnar . . . Maggi: Nú, hvernig? 3. Leifur: Ég eyði oft skemmtilegum stundum á áhorfendasvæðinu við að reikna út á reiknings- stokkinn minn mismuninn á tækifærum og mis- tökum hinna ýmsu leikaðferða . . . 4. Leifur: Hefur þú engan áhuga á tölum, Raggi ? Raggi Ha? Jú . . . Maggi: En það er aðeins, þegar hann fær eink- unnabókina sína! FELUMYND Hvar er maðurinn á myndinni? ur. „Ég hafði orð á því við yður. Rán með of- beldi og morði — það kom ekki heim við per- sónuleika de la Roche greifa.“ „En þér trúið því, að hann hafi ætlað að stela gimsteinunum ?“ „Áreiðanlega. Það er enginn efi á því. Ég skal rekja gang málsins fyrir yður eins og ég ímynda mér hann. Greifinn vissi um rúbínana og hann lagði ráðin á í samræmi við það. Hann bjó til rómantíska sögu um bók, sem hann væri að skrifa, í þeim tilgangi að fá dóttur yðar til að koma með þá með sér. Hann útvegaði sér ágæta eftirlíkingu af steinunum. Dóttir yðar er enginn sérfræðingur á sviði gimsteina. Sennilega mundi langur timi líða áður en hún uppgötvaði, hvað komið hefði fyrir. Og þegar til þess kæmi •— býst ég ekki við, að hún mundi lögsækja greif- ann. Of margt mundi þá koma í hámæli. Hann hefur í fórum sínum ýms bréf frá henni — mjög hyggileg varúðarráðstöfun hjá greifanum, ráð- stöfun, sem hann hefur sennilega oft gripið til áður.“ „Já, þetta virðist augljóst mál,“ sagði Van Aldin hugsandi. „Það er í samræmi við persónuleika de la Roche greifa,“ sagði Poirot. „Já, en —“ Van Aldin leit rannsakandi á Poirot. „Hvað skeði þá? Segið mér það, Poirot.“ Poirot yppti öxlum. „Það er ósköp einfalt," sagði hann; „einhver greip fram fyrir hendurnar á greifanum.“ Það var löng þögn. Svo virtist sem Van Aldin væri að velta mál- inu fyrir sér í huganum. Þegar hann tók til máls, kom hann beint að kjarna málsins. „Hve lengi hafið þér grunað tengdason minn, Poirot?“ „Frá þvi fyrsta. Hann hafði tilefnið og tæki- færið. Allir töldu víst, að maðurinn í klefa frú- arinnar í París væri de la Roche greifi. Ég hélt það líka. En svo höfðuð þér orð á því, að þér hefðuð einu sinni tekið greifann í misgripum fyrir tengdason yðar. Það gaf mér vísbendingu um, að þeir væru svipaðir á hæð, í vexti og litar- hætti. Það vakti hjá mér hugmynd. Stúlkan hafði aðeins verið skamman tíma í þjónustu dóttur yðar. Það var ólíklegt, að hún þekkti herra Kettering vel í sjón, því að hann hafði ekki búið í Curzonstræti; maðurinn gætti þess einnig að láta hana ekki sjá framan í sig." „Þér haldið, að — hann — hafi myrt hana,“ sagði Van Aldin hásum rómi. Poirot lyfti hendinni í flýti. „Nei, nei, það sagði ég ekki — en það er hugs- anlegt — miklar líkur til þess. Hann var í slæm-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.