Vikan


Vikan - 03.03.1949, Síða 6

Vikan - 03.03.1949, Síða 6
6 VIKAN, nr. 9, 1949 „Jæja, einmitt það. Ég skil, að þetta hefur verið ærið starf fyrir yður.“ „Já, það má vist segja það réttilega," svar- ( aði Celía hlæjandi. „En mér finnst gaman að hafa mikið að gera.“ „Eruð þér trúlofaðar, ungfrú Eatimer ?“ „Trúlofuð! Drottinn minn, nei! Hvers vegna haldið þér það?“ „Ég hélt það ekki, en mér datt í hug að þér hefðuð aldrei gefið yður tíma til slíks." „1 sannleika sagt, hefi ég aldrei gert það,“ svaraði Celía, sem gat ekki annað en hlegið að þessu. Þau borðuðu kvöldverð klukkan 6% til að koma ekki of seint heim til Sedrushlíðar. Lancing, sem sat við borðsendann var afar gest- risinn, skemmtilegur og kátur. Hann hafði drukkið talsvert eins og allir karlmenn gerðu á Blanaue, en það hafði ekki önnur áhrif á hann en þau, að augu hans urðu bjartari og glað- værð hans óx. Celíu fannst hún heilluð af hon- um — aldrei hafði henni fundizt hann jafn glæsilegur og þarna í húsbóndasessi sínum á heimilinu. Hitt fólkið virtist einnig smitast af glaðværð hans — Olga var í óvenju góðu skapi og Celíu fannst jafnvel Alec Mackenzie tala á allt annan hátt en áður. Hún skyldi, að Lancing og Mac- kenzie voru innilegir vinir. Og þó að Alec fyndi að mörgu hjá vini sínum — og það gerði hann að vissu leyti — bar hann fölskvalausa vináttu til Lancing og var sú vinátta auðsjáanlega end- urgoldin. Rétt þegar þau voru að ljúka máltíðinni, kom einhvern hlaupandi inn í húsið. Þau heyrðu Horace gamla reka upp gleðióp og unglingsleg rödd sagði: „Það er Guy!“ Augu Lancing fengu ailt í einu nýjan ljóma og bros lék um fagran munn hans. Celía komst við, að sjá þennan innilega föðurkærleika, sem hann sýndi móðurlausum syni sínum. Borðstofuhurðin opnaðist og ungi maðurinn kom inn. Lancing spratt á fætur og faðmaði grannvaxinn piltinn að sér, sneri sér svo við, með handlegginn á herðum sonar síns. Alec hafði einnig staðið á fætur og þrýsti hlýlega hönd Guys. „Komdu sæll, Alec frændi,“ sagði Guy. „Það var gaman að sjá þig. Ég vissi ekki, að ég myndi hitta þig hérna.“ Hann losaði sig brosandi úr faðmi föður síns. „Og Olga frænka er héma líka!“ Hann laut niður og kyssti hana. „Og Annetta —- ljóti and- arunginn minn — guð blessi þig!“ Hann kyssti á gullið hár Annettu, rétti úr sér og horfði bros- andi á Celíu. „Þetta er sonur minn, ungfrú Celía. Þetta er ungfrú Latimer, Guy. Þú manst að hún átti að koma til Olgu frænku þinnar?“ „Komið þér sælar, ungfrú Celía." Guy rétti henni höndina. „Jú, auðvitað man ég eftir yður. En ég hélt, að þér væruð gömul kerkingar- skurka!" „Ég vona, að þetta hafi ekki verið mikil von- brigði fyrir yður,“ svaraði Celía hlæjandi. „Ekki er hægt að segja það. En ég er hræddur um, að ég hafi verið ókurteis að segja þetta. Afsakið. Það er svo yndislegt að koma heim — og hitta ykkur öll hérna —“ Það var auðséð að pilturinn var utan við sig af fögnuði. „Seztu, drengur," skipaði Lancing, „og reyndu að haga þér sem maður. Hefur þú borðað kvöld- verð?“ „Ég hefi ekki bragðað vott né þurrt. Við kom- um í land fyrir klukkutíma og fór ég þá beint heim. Ég gat ekki beðið.“ ,,Ég skal færa yður eitthvað, herra Guy,“ sagði Horace gamli, sem staðið hafði allan tím- ann í dyrunum. Hann flýtti sér fram og kom skjótt aftur með hlaðinn bakka. Guy settist á móti Celíu og tók að borða með beztu lyst með- an hitt fólkið át ávexti úr stóru skálinni á miðju borðinu. Celía veitti þessum syni Lancings athygli á meðan. Hann liktist föður sínum að sumú leyti, hafði fíngerða og reglulega andlitsdrætti og þykkt, svart hár. En augu hans voru grá, afar stór og ljósleit með næstum ótrúlega löngum augnhárum. Dökkblá augu Lancing voru einnig falleg, en það var ekkert kvenlegt við sterkan lit þeirra eða annan svip. Augu Guys voru ein- kennileg og dreymandi og Celíu fannst þau næst- um of ljómandi. „Hann er ekki hraustlegur," sagði hún við sjálfa sig. Andlit hans var magurt, og sömuleiðis lang- ar og viðkvæmnislegar hendur hans. Það var auðséð að pilturinn bjó yfir æstu skapi. En hann var óvenju fríður maður, hafði hið fallega. bros föður sins, eðlilega framkomu og frjáls- legar hreyfingar. Þegar hann hafði lokið við að borða, gengu, allir út í súlnagöngin til að drekka kaffi þar. Annetta settist, eins og venja hennar var, nokk- uð afsiðis og Guy á þrep við hlið hennar, þeg- ar hann hafði rétt fólkinu bollana. „Jæja, hvernig líður þér þá, kona góð?“' spurði hann. „Ágætlega." Celía, sem horfði á hana, sá að Annetta varð blóðrjóð. „Jæja, það er þá þannig," hugsaði hún undr- andi og hálf hrædd. En stúlkan var þó orðin sextán ára og nú var farið að tiðkast að stúlk- ur giftust sautján ára, en Celía var samt mjög á móti slíku. Og enda þótt Annetta væri að sumu leyti mjög barnsleg var hún það ekki á öllum sviðum. Hún var áreiðanlega ekki of ung til að verða ástfangin. „Skyldi fólkið gera sér þetta ljóst?“ hugsaði Celía. „Vissi Guy sjálfur, hvaða tilfinningar hún bar til hans? Var hann einnig ástfanginn af henni ?“ Nei, hún hélt ekki. Guy virtist ekki skilja þetta og það var áreiðanlegt, að allt fólkið skoðaði Annettu sem hvert annað barn. „Ég vona að mér skjátlist," hugsaði Celia. „Það getur verið að hún sé ekki of ung til að verða ástfangin, en hún er of ung, veslings barnið, til að hugsa um giftingu." Þau fóru frá Ljósalundi óðara og þau höfðu lokið við kaffið. Lancing ætlaði að flytja þau aftur heim á bátnum í tunglskininu. Alec, sem ætlaði að gista hjá vini sínum í eina eða tvær nætur áður en hann færi á hótelið, fór með þeim, til að Lance yrði ekki einn á heimleiðinni. Guy vildi einnig fara með, en faðir hans skipaði hon- Blessað barnið! Teikning eftir George McManus. Pabbinn: Mamma er nýbúin að gera heimilið Pabbinn: Æ, nú lenti hann Pabbinn: Þú verður að fara inn á meðan ég tandurhreint, svo að við verðum að leika okkur uppi á þaki! fer upp á þak að ná i boltann. í garðinum. Nú ætla ég að sýna þér, Lilli minn, hve sniðugur ég er í að hitta í mark, þegar ég var í skóla, þótti ég snillingur í knatt- spyrnu. Pabbinn hvar getur hann verið, ég sá, að hann lenti á þakinu? Pabbinn: Hann hlýtur að hafa farið Pabbinn: Lilli! Hættu þessu! Ég sagði þér, að mamma væri ný- niður um reykháfinn, fyrst ég kem ekki búin að gera heimilið tandurhreint! auga á hann hér uppl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.