Vikan


Vikan - 03.03.1949, Side 5

Vikan - 03.03.1949, Side 5
VIKAN, nr. 9, 1949 5 Framhaldssaga: 10 Beiskur drykkwr Ástasaga eftir Anne Duffield „Ég má ekki láta ykkur standa hér,“ sagði hann húsbóndalegur. „Horace, svarti þrjóturinn þinn, hvar ertu? Og hvar hefur þú vinföngin?" Hávært káll hans rauf þögnina. Celíu fannst áhrifin, sem staðurinn hafði haft á hana í fyrstu hverfa. Enginn staður gat verið einmana- legur i návist þessa fjörmikla og óróa manns. ,,Ég kem, herra Lance!“ Gamall negri kom út um breiðar dyrnar og bar stóran bakka. „Góðan daginn, frú Olga! Góðan daginn, litla ungfrú!" Svarta andlitið Ijómaði af velvilja, þegar þjónniim horfði á gestina. „Þetta er Horace, ungfrú Celia," sagði Lanc- ing. „Hann er bróðir Mam’Easter" „Góðan daginn, Horace!" „Góðan daginn, ungfrú Cely,“ svaraði Horace hjartanlega. Alec Mackenzie kom nú gangandi fyrir hus- hornið. „Þið eruð þá komin öll heil á húfi.“ „Já, heil á húfi, en erum að drepast úr þorsta. Fáið ykkur sæti.“ Þau settust öll í þessa gömlu, en þægilegu stóla. Horace rétti þeim glösin og fór að svo búnu og skildi eftir vínflösku, skál með ís og nýjan vönd af myntu. Celía dreypti hægt á glasi sínu og horfði með athygli á grasflötinn og stóra fúchsíurunnana og alparósakjarrið, sem um- kringdi hann. Lance tæmdi glas sitt í einum teyg og hellti í það að nýju. „Vilja fleiri meira? Þú Alec?“ „Ekki strax.“ „Ert þú búin, telpa mín? Viltu meira? „Nei, Lance frændi“ „Það vonaði -ég líka,“ hugsaði Celía, sem aldrei gat vanizt því að sjá Annettu drekka myntu- drykkinn, þó hann væri sennilega meinlausari cn venjulegur „kokteil". En hún átti ekkert að drelcka því að hún var ekki ennþá orðin sautján ára. Annetta drakk sjaldan meira en eitt glas á dag, en gerði það líka alltaf, eins og ekkert væri eðlilegra. Hún hafði bragðað þennan sterka drykk áður en hún gat farið að ganga, eins og flest börn þarna. ,,Það varnar hitasóttinni," hafði ung móðir sagt Celíu alvarleg á svip. Annetta lagði frá sér glasið og laumaðist burt án þess að nokkur veitti því athygli eins og venju- lega. „Hún ætlar sér áreiðanlega til þjónustufólks- ins, það er ég viss um,“ sagði Celía við sjálfa sig. Lancing stakk upp á því að þau færu að skoða búgarðinn úr því að fólkið vildi ekki drekka meira af myntudrykknum. „Ungfrú Celíu langar til að skoða hann. En hvað vilt þú, Olga? Viltu heldur sitja hér i rólegheitum og hvíla þig?“ „Nei, ég kem með ykkur." Þau fjögur gengu saman niður í garðinn og yfir grasflötinn, fram hjá stórum olíuviðarrunn- um. Þetta var gríðarstór búgarður með mikilli á- vaxtarækt. Alls konar undarlegir ávext.ir voru ræktaðir þarna til útflutnings og milli ávaxta- ekrunnar og blómagarðsins voru stórar breiður af fresíum og liljum, sem uxu í hnöppum, og lauk- ekrur. Laukarnir voru fluttir út og sömuleiðis var talsvert af blómum selt. Kartöflugarðar voru þarna og var búið að taka upp kartöflurn- ar og búa um þær til burtsendingar. Lítið var ræktað af öðrum tegundum en þess- um. Það var ein maísekra og matjurtagarður, sem Lance sagði að bæri sig ekki, enda þótt hann fullnægði þörf helmings eyjarskeggja, þar sem vinnan við hann væri svo mikil. Þar fyrir handan tóku svo aftur við skógar. Eftir að hafa skoðað blómabreiðurnar og á- vaxtaekrurnar, gengu þau aftur heim að hús- inu í gegnum alparósakjarrið. Celía sá þá í gamlar byggingar á bak við ibúðarhúsið, sem voru komnar að hruni. Olga og Celía gengu inn í húsið. Þvi var skipt í tvennt af stóru anddyri eins og í Sedrushlíð og með sams konar palli uppi á loftinu, en stig- inn sjálfur var miklu skrautlegri. Olga gekk á undan upp í eitt af svefnherbergjunum, tóku þær af sér hattana, þvoðu sér um hendur og greiddu hár sitt. Svefnherbergið, sem var búið gömlum, fallegum húsgögnum úr rauðviði, var rykugt og vanhirt, en þetta var nú líka húsmóð- urlaust heimili, hugsaði Celía. Hún ætlaði sér ekki að finna að neinu á Ljósalundi. Þegar þær komu niður aftur, stóð Lancing í anddyrinu „Funduð þið allt, sem þið þörfnuðuat ?“ spurði hann og horfði á Celíu. „Mig langar til að tala nokkur orð við þig, Lance,“ sagði Olga. „Ég fékk bréf í dag frá lögfræðingnum mínum og þú veizt hvað ég er alltaf úrræðalaus í peningamálum." „Sjálfsagt," svaraði hann. „Viljið þér ekki fara út í súlnagöngin, ungfrú Celía. Alec er þar. Komdu inn I bókaherbergið, Olga.” Celía fór út. Alec Mackenzie reis á fætur óð- ara og hann sá hana. „Viljið þér að drekka, ungfrú Latimer?” „Nei, þakka yður fyrir.“ Hann settist við hlið hennar. Það var þegar komið rökkur, andrúmsloftið var heitt og ilm- andi. Annetta var úti á grasfletinum og reikaði um eins og fiðrildi í hvíta kjólnum sínum. „Þetta er eirðarlaust barn,“ sagði Alec. „Já, það er hún.“ „Getið þér ekki miðlað henni örlitlu af ró- lyndi yðar, ungfrú Latimer ? Hún myndi hafa gott af því.“ „Það er of snemmt fyrir mig að reyna að hafa áhrif á hana. Ég á auðvitað að vera nokkurs konar leiðtogi fyrir Annettu, en það verður að fara hægt í sakirnar við stúlkur, sem eru svona skapi farnar. Ef ég gerðist strax ráðrík við hana, myndi ég hrinda henni frá mér og við aldrei kynriast neitt að ráði.“ „Það er ósennilegt að þér mynduð hrvnda henm frá yður. Ég held að þér séuð mjög nær- gætnar að eðlisfari og skemmtilegar." Hún brosti að þessu kurteislega hrósi. „Þetta er vingjarnlega mælt, læknir." „Þykir yður vænt um Annettu?” spurði hann. „Já mjög, ég hefi svo gaman af henni.“ „Það er gott,“ sagði hann. „Ég vonaði þetta líl^a. Ég hélt, að þér yrðuð glöggskyggnari en flest það fólk, sem daglega umgengst hana.“ „Og þó er ekki lengra siðan en í gær, að þér sögðuð mér að ég væri heimsk." „Ég sagði það ekki beinlínis,“ sagði Alec bros- andi. „Ég held, að okkur hafi sinnazt hálfvegis í gær. Auðvitað var það mín sök — ég er svo ruddalegur stundum. Og ég hefi verið svo þreytt- ur undanfarið. Algjörlega óhæfur til að taka nokkurn þátt í félagslifi, eins og þér hafið sjálf- sagt orðið varar við á leiðinni hingað." Já, hún hafði sannarlega orðið vör við ómann- blendni hans á ferðalaginu og ásamt hinum far- þegunum hafði hún talað illa um hann af þeim ástæðum. Nú varð henni það ljóst, hversu ósann- gjarnt þetta hafði verið af henni. Menn af hans tagi höfðu fullan rétt til að forðast allan ó- þarfa átroðning og kunningsskap og starf hans hlaut að vera þreytandi. Eigi að síður þóttist hún vita, að Alec Mackenzie væri ófélagslyndur maður, sem leiddist allt tildur og dekur, en • sannur vinur vinum sínum. Hún gat borið virð- ingu fyrir slíkum manni, en skemmtilegur þótti henni hann ekki. „Ég vona, að þér getið hvílt yður vel í þessu fríi. Frú Branson sagði mér, að þér yrðuð hér á eyjunni í einn rnánuð." „Já, ég bjóst við því. En hvort það verður hvíld fyrir mig, get ég ekki sagt um.“ „Nú man ég, að þér sögðuð mér, að yður félli ekki staðurinn vel!“ sagði Celía forvitnis- lega. „Nei, mér fellur ekki svo vel að vera hérna,“ svaraði hann, en breytti svo snögglega um um- ræðuefni, þegar hann spurði: „Urðuð þér fyrir nokkrum vonbrigðum með Ljósalund?" „Nei, ég bjóst jafnvel ekki við, að hér væri svona fagurt. Jafnvel pér verðið að viðurkenna fegurðina hér.“ „Ég hefi aldrei neitað því að hér væri fagurt. Ég hefi aðeins sagt, að búgarðurinn gæti verið betri en hann er.“ „Á hvaða hátt eigið þér við?“ „Ræktunarskilyrði eru hér afburða góð, en þau eru ekki notuð sem skyldi. Lancing gæti flutt út þrisvar sinnum meira en hann gerir. Hér eru vanhöld á öllu — engu haldið í horfinu." „Ber búið sig þá ekki?“ „Ég vil ekki halda því fram, að það sé bein- línis tap á Ljósalundi," svaraði hinn varfærni Skoti. „En tæplega getur verið um gróða að ræða. Lancing stundar hálfgerða rányrkju — hann gerir alltof lítið fyrir jörðina. Nei!“ sagði hann, þegar hún gerði sig líklega til að mótmæla. „Ég misnota ekki gestrisni hans. Ég er aðeins að segja yður það, sem ég segi honum sjálfum og hverjum, sem vill heyra álit mitt.“ „En mér finnst, að þér ættuð ekki að segja mér þetta.“ „Ég vil aðeins, að þér skiljið hlutina rétt. ung- frú Latimer. Þér eruð hugfangnar af eyjunni og það er ósköp eðlilegt. Þér hafið líklega ekki ferðazt víða?“ „Nei, það hef ég ekki.“ „Hafið þér aldrei komið til meginlands Evrópu eða til Suðurlanda?” „Ég hefi aldrei farið frá Englandi fyrr.“ „Og mér hefur skilizt svo, að þér hafið átt heima langt inni í landi og fórnað yður fyrir bræður yðar og systur." „Við höfum átt heima í litlu þorpi. Og ég hefi hugsað að nokkru leyti um yngri systkini mín. Móðir mín var afar heilsulaus og dó fyrir nokkr- um árum.“

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.