Vikan


Vikan - 03.03.1949, Blaðsíða 15

Vikan - 03.03.1949, Blaðsíða 15
I VIKAN, nr. 9, 1949 15 UPPREISTIN Framhald af bls. lk- Móðir hans mælti: „Þú drepur mig, er þú kvænist henni, og skilur mig eina eftir." , Johan sagði: ,,Ég veit að þetta ■verður ekki banamein þitt. Og ég giftist henni þó ég vissi að svo yrði, sem þú segir. Ekkert skal aftra mér frá þessum ráðahag." Ðaginn eftir fór frúin á , fætur og setti auglýsingu í blaðið. Hún var svohljóðandi: „Brunbygaard er til sölu .“ En Johan þekkti ritstjórann og náði í auglýsinguna. Hún var því ekki birt. Svo ók Johan til vefnaðar- vöruverzlunarinnar, og fór inn í búð- ina. Hann mælti: ,,Ég tek ungfrú Lor- ens með í bílferð. Það eru engir við- skiptavinir hér að þessu sinni. Þar að auki ætla ég að kvænast ungfrúnni, og ganga í herinn að því búnu.“ Þetta var daginn, sem Þjóðverjar réðust á Pólland. Johan vissi, hvað koma myndi. „Jæja hvað segirðu um þetta mál?“ spurði Johan er þau voru kom- in af stað í bílnum. „Það er stríð, og ég geng i loftherinn. Áður en ég fer vil ég vita um það hvort þú vilt giftast mér.“ „Ó, Jonne,“ sagði Gerd og brast í grát. Johan faðmaði hana að sér, og þerraði tárin. „Litli kjáninn þinn. Geturðu ekkert annað en grátið? Svo vil ég ekki láta nefna mig Jonne.“ Hann kyssti hana aftur. Daginn eftir tók frúin blaðið, er hún sat yfir borðum, og ætlaði að lesa auglýsinguna' um sölu herra- garðsins, sá hún auglýsingu um opin- berun sonar síns. Johan mælti: „Brunbygaard verður ekki seldur. Á meðan stríðið stend- ur verður jörðin hlutuð niður til smá- búreksturs margra manna. En að stríðinu loknu tek ég alla jörðina. Hér skulu börn min uppalast." Flugmaður fær heiðursmerki fyrir sjúkraflug, og hjálp við flóttamenn." Þetta las Jakob gamli í blaðinu, og benti á myndina. Hann var eins og menn.muna, staddur í verzlun ung- frú Pettersons. „Þessi flugmaður er Johan Huysman. Hann hefur fært sönnur á það, að hann er ósvikinn karlmaður. Móðir hans var það mjög á móti skapi að hann gerðist flug- maður. Hún fluttist til Stokkhólms. En eftir að börnin fæddust kom hún heim aftur.“ Jakob braut saman blaðið og gekk í átt til dyra. Á þröskuldinum staðnæmdist hann, sneri sér inn í búðina, og mælti: „Hugsið ykkur! Ekkert af þessu hefði skeð, ef Johan hefði ekki einn góðan veðurdag, kinkað kolli til mín á uppboði í Tommastorp. Já, já,. því- líkt." Hæsta verð, sem borgað hefur verið fyrir veðreiðahest er 214 milj. kr. Aga Khan fékk þessa upphæð, þegar hann seldi „Stardust" brezku verzlunarfélagi. • Hraðfryst grænmeti er eins og nýtt. ^nliifpl/KT Fœst í flestum UUIUIcldg garðyrkjumanna . kjötverzlunum. Sími 5836. í Happdrætti Háskóla Islands Dregið verður í 3. flokki 10. marz 402 vinningar — samtals 133700 kr. Hæsti vinningnr 15000 krónur. Endurnýið strax i dag B I A L I A Umboðsmenn vorir: MESSRS. JACKY, MAEDER & CO., Piazzale Biancamano N. 8, Milano, ð og undirumboðsmenn þeirra í öllum aðal viðskiptaborg- um taka vörur til gegnumgangandi flutnings frá ítalíu til Islands, með umhleðslu í Antvverpen og Rotterdam. Frá Genoa, 5 ferðir á mánuði. Frá Leghorn, 6—7 ferðir á mánuði. Vörur cru fluttar með fyrstu ferðum til Antxverpen og Rotterdam, en þaðan eru örar ferðir til landsins. Upplýsingar um flutningsgjöld og annað fást á aðal- skrifstofu vorri. r r.f. Eimskipafélag Islands Hraðfrystihús j IJtvegum og smíðum öll nauðsynleg tæki S fyrir hraðfrystihús. 2-þrepa frystivélar 1-þrepa —„— " ■ hraðfrystitæki flutningsbönd ísframleiðslutæki Þvottavélar Umboðsmenn fyrir hinar landskunnu ATLAS-vélar. H.F. HAMAR REYKJAVÍK Símnefni: Hamar. Sími: 1695 (4 línur). ,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.