Vikan


Vikan - 03.03.1949, Page 1

Vikan - 03.03.1949, Page 1
/ 16 síður Vcrð 1,50 Nr. 9, 3. marz 1949 Skáldkonan og listakonan Hedvig Collin Eftir RANNVEIGU SCHMIDT Ef vinkona mín Hedvig Collin vissi, að ég væri að skrifa grein um hana, þar sem ég kalla hana skáldkonu, þá myndi hun hlæja sig máttlausa . . . en svo myndi hún státa sig að titlinum með mikilli á- nægju. Og ég held því fram, að hún sé skáldkona . . . hún hefur mikið hug- myndaflug og skrifar ágætlega. Það eru barna- og unglingabækur, sem hún skrif- ar, en fáir kunna að setja sig inn í hugs- analíf hinna ungu eins og hún. Hún er viðurkennd sem einhver hinn bezti teikn- ari fyrir börn, bæði í Norðurálfunni og í Ameríku og eins nýtur hún mikjls álits sem höfundur barnabóka. Ég þarf ekki að fara lengra en vísa til bókarinnar Wind Island — Vindeyjan — sem valin var af „Junior Literary Guild“ í New York sem bezta bók eins mánaðarins árið 1945. Bók- in átti miklum vinsælda að fagna í Ame- ríku og er nú að koma út í París á frönsku í tíu þúsund eintökum. Margir hér í Reykjavík hafa hitt Hedvig Collyi, sérstaklega á sýningunni hennar sumarið 1946, og enn fleiri þekkja hana af bók hennar „Hróar og Helgi“, sem kom út fyrir jól í hittiðfyrra og seldist mjög; einnig af teikningum hennar í „Ragnari loðbrók“. Svo eru hér margir af „eldri árgöngunum“, sem enn eiga Pramhald á bls. 3. Efst: Hedvig Collin. — 1 miðju: Frá mynda- og bókasýningu Hedvig Collin í Reykjavík 1946. — Neðst til vinstri: Húsagarður við vinnustofu Hedvig Collin í Santa Barbara i Kalifomíu. — Neðst t. h.: Vinnustofa Hedvig Collin i Santa Barbara 1944.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.