Vikan


Vikan - 03.03.1949, Page 13

Vikan - 03.03.1949, Page 13
VIKAN, nr. 9, 1949 13 PKIMSESSAM BARNASAGA ,,Það er ekkert eins leiðinlegt í heiminum og að vera prinsessa,“ and- varpaði fallega prinsessan Hugbjört „aldrei kemur neitt óvænd og skemmtilegt fyrir.“ „Hvernig getur prinsessan talað svona,“ svaraði hirðmærin. „Eru ekki alltaf veizlur í höllinni? 1 sein- ustu viku voru þrir dansleikir og í þessari —“ „Já, ég veit það vel,“ svaraði prinsessan óþolinmóð. „En það er alltaf það sama. Allir dansleikirnir, veizlurnar, leiksýningarnar og hljóm- leikarnir eru jafn leiðinlegir. Það sem i rauninni er skemmtilegt fáum við prinsessurnar ekki að gera.“ Hirðmærin var skelfd á svip, en hvað gagnaði það að reyna að mót- mæla prinsessunni. 1 raun og veru var þetta rétt, lífið við hirðina var leiðinlegt. Hugbjörtu prinsessu leiddist 'alltaf meira og meira eftir því sem hún eltist og hún furðaði sig á, hvers vegna foreldrar sinir voru ekki dauð- ir úr leiðindum fyrir löngu. „Þvættingur, barnið mitt, þetta lagast,“ sagði drottningin, þegar Hugbjört kvartaði við hana. „Þegar þú giftir þig verður þú svo störfum hlaðin að þér leiðist aldrei framar.“ „Gifti mig! Og það prinsi! Það verður aldrei af því!“ sagði prins- essan. „Þá drepst ég alveg úr leið- indum. Allir prinsar, sem ég hefi kynnzt, hafa verið reiginslegir, leið- inlegir og með yfirlætissvip." Kóngurinn hristi höfuðið, þetta var erfið dóttir, sem hann átti. „Svona mátt þú ekki tala. Ef prinsinn í Austurlandi heyrði nú til þin. Hann er göfugastur og 'auðug- astur allra prinsa og honum átt þú að giftast," sagði kóngurinn. Nú varð prinsessan alvarlega hrædd, því að hún hafði heyrt að von væri á prinsinum og skildi, að þá ætti að gifta hana honum. En henni var ekkert jafn mikið á móti skapi og að giftast prinsi. „Hann er þar að auki sá ríkasti og göfugasti, svei því! Ég er viss um, að hann hefur langt og ljótt andlit, kannske er hann nefmæltur og gengur eins og storkur af ein- tómu monti,“ tautaði prinsessan við sjálfa sig. Þetta sama kvöld læddist hún frá höllinni og hljóp til strandar. Þar lá gömul og fornfáleg kista og faldi prinsessan sig í henni. ,,Nú mega þeir leita og reyna að finna mig,“ sagði hún og sofna-ði. Það var liðið langt frarrj á nótt, þégar prinsessan vaknaði og þá fannst henni hvílustaður sinn vagga svo undarlega. Hún var steinhissa þegar hún sá að hún hvíldi ekki í rúmi sínu heldur i gamalli kistu, > sem vaggaöi af því að flætt hafði undir hana í fjörunni og hún borizt með öldunum á haf út. Þarna sigldi kistan áfram og sást hvorki land né nokkurt skip. Þetta var ólíkt því að vera heima í höllinni, og var prinsessan hug- fangin þótt hún væri hálfhrædd. En þegar sólin kom upp, skoluðu öldurnar kistunni á land, en skammt þar frá stóð stór og skrautleg höll. „Ég ætla að vita, hvort ég get ekki fengið vinnu í höllinni,“ hugs- aði prinsessan. „Ég vil miklu fremur vera þjónustustúlka en prinsessa.“ Svo faldi hún skartgripi sína og fallega kjólinn og læddist hrædd upp að eldhússdyrunum á höllinni. „Ætli nokkur vilji gefa mér að borða og einhvern kjól til að fara í?“ sagði hún. „feg strandaði hérna við ströndina og á ekkert til.“ „Ó, veslingur," sagði feita og góð- hjartaða eldabuskan. „Komdu inn og borðaðu! Hérna er góð og heit brauð- súpa og þú kemst víst i kjól hjálpar- stúlkunnar —- þú ert svo lítil og grönn." Svo var prinsessan látin faya í gamlan og slitinn baðmuliarkjól af hjálparstúlkunni og setja á sig stóra köflótta svuntu og hún borðaði brauðsúpuna, en brauðsúpu hafði hún aldrei bragðað fyrr. Þegar þessu var lokið lét eldabuskan hana þvo upp matarílát. „Þú mátt vera hérna áfrarn," sagði eldabuskan, „því að hjálparstúlkan vill fara heim til sín. Móðir hennar er veik og getur ekki án hennar ver- ið. Við verðum að fá einhvern sem getur fægt hnífa og silfurdót, þvegið upp og burstað skó fyrir húsbænd- urna.“ Prinsessan vann allan daginn, svo að hún var dauðþreytt, en hún fékk ekki tíma til að láta ^ér leiðast — alltaf var nóg að gera og sífellt voru einhverjar stúlkur og þjónar að tala við hana. En um þetta leyti riktí mikil sorg heima i landi prinsessunnar vegna hvarfs hennar. Prinsinn í Austur- landi kom og heyrði nú, hvað fyrir hafði komið og varð afar sorgmædd- ur, því að hann vildi svo fúslega kvænast þessari fallegu og góðu prinsessu. Heitin voru mikil verðlaun þeim, sem gæti fundið prinsessuna, én það var til einskis. Að lokum fór prinsinn þaðan aftur til að leita sér að öðru konuefni. Morgunn einn frétti Hugbjört að von væri á gesti til greifahallarinn- ar, þar sem hún dvaldi nú, og var gestur sá prinsinn af Austurlandi. Greifinn átti tvær dætur, sem voru kvenna fríðastar og gat komið til mála að prinsinn kvæntist annarri þeirra. Það var því uppi fótur og fit í höllinni og annríkið mikið og einn góðan veðurdag var blásið í lúðrana og greifinn og dætur hans heilsuðu prinsinum á hallartröppunum. Hugbjört gægðist út um einn kjallaragluggann og sá hversu fríður og fyrirmannlegur prinsinn var, og allt í einu iðraðist hún þess, sem hún hafði gert. „En nú vil ég bíða og sjá hverju fram vindur!" hugsaði prinsessan og reyndi hún ætíð að sjá þennan fallega prins sem oftast. Um kvöldið vissi hún að hann var ekki eihurigis góður og vingjarnleg- ur við menn, heldur við dýrin einnig. Hann var hugdjarfur og vitur, kom vel fyrir sig orði og var í öllu sem prinsi sæmdi. Þá læddist prinsessan niður að ströndinni, þar sem hún hafði falið skartgripi sina, og tók fallegan hring. Þegar þjónn átti að færa prinsinum morgunkaffið, lét hún hringinn detta ofan í kaffikönnuna. „Hvaðan er þessi hringur?“ spurði prinsinn og horfði forviða á þessa gersemi. Allir í höllinrii voru spurð- ir, en enginn vissi neitt, þó kom eng- um til hugar að spyrja hjálparstúlk- una í eldhúsinu. Um kvöldið var sett full ávaxta- skál inn til prinsins og Hugbjört læddist inn og setti annan hring milli ávaxtanna. Prinsinn fann hann og spurði aft- ur, en enginn gat gefið svar við þessu. Það var til hálsnisti með mynd af Hugbjörfu í, og þessa mynd hafði prinsinn einhvern tíma séð. Það vildi svo til að Hugbjört hafði einmitt I____________________ borið nisti þetta um hálsinn daginn sem hún flýði. Snemma morguninn eftir læddist hjálparstúlkan mður að ströndinni og fór með nisti sitt upp í höllina. Síðan hnoðaði Hugbjört deig og stakk nistinu í það. Ur 4eiginu bjó hún svo til smákökur, sem hún bak- aði á meðan eldabuskan átti eitt- hvað annrikt. Hugbjört vissi í hvaða köku nistið lá og þegar allt var til- búið lagði hún kökuna á disk prins- ins. Hann varð alveg forviða við að finna nistið með myndinni í því að hann þekkti það óðara. „Þetta er nisti Hugbjartar prins- essu,“ sagði prinsinn. „Hún hlýtur að vera sjálf hérna — eða einhver hér veit, hvar hún felur sig.“ Hann kallaði á greifann og dætur hans og sagði þeim frá fundi sínum. „Safnið öllu fólkinu -í höllinni hingað inn og látum það segja hver bakaði kökurnar," skipaði greifinn. Eldabuskan varð dauðhrædd þeg- ar sent var eftir henni og hún sagði við hjálparstúlkuna: „Ef eitthvað er að, þá er það þín sök, því að þú bjóst til Kökurnar. Farðu upp og segðu prinsinum það.“ Hugbjört brosti og fór i gamla kjólnum og með rúðóttu svuntuna inn í salinn, þar sem prinsinn stóð. En óðara og prinsinn sá hana, þekkti hann hana. „Hugbjört prinsessa! Vertu vel- komin.“ Hann hneigði sig djúpt og kyssti hönd hennar, en greifinn og dætur hans stóðu undrandi. Síðan sagði Hugbjört sögu sína, en lofaði að fylgja prinsinum heim til hallar sinnar, svo að hægt væri að halda brúðkaup þeirra samkvæmt öllum gömlum venjum. Veiztu þetta Efst til vinstri: Tvöföld gleraugu (bæði til lestrar og útivistar) voru fundin upp af Benjamin Franklin. 1 miðju: Sltór með langri tá komust í tízku é. dögum Hinriks I. Englandskonungs, en annar fóturinn á konung- inum var miklu stærri. Að neðan til vinstri: Meðal vindlar innihalda tíu sinnum meira tóbak en venjulegar sígaréttur. Til hægri: Fjall þetta er í Colorado í Bandaríkjunum og er nefnt „fjallið með krossinn helga".

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.