Vikan


Vikan - 03.03.1949, Side 11

Vikan - 03.03.1949, Side 11
VIKAN, nr. 9, 1949 11 BLAA LESTIN Framhaldssaga: Sakamílasaga eftir Agatha Christie 18 Hann saup á kaffinu hugsandi. „Ég sagði við sjálfan mig,“ hélt Poirot áfram: „hvílík heppni! Papopolous, hinn gamli vinur minn, er í Nice. Hann mun hjálpa mér.“ „Og hvernig haldið þér, að ég geti hjálpaö yður?“ spurði Papopolous kuldalega. „Ég sagði við sjálfan mig: Papopolous er sjálf- sagt í viðskiptaerindum í Nice.“ „Nei, alls ekki,“ sagði Papopolous, „ég er hér heilsu minnar vegna — samkvæmt fyrirmælum læknis míns." Hann hóstaði með erfiðismunum. „Það þykir mér leiðinlegt að heyra,“ sagði Poirot af miður einlægri samúð. „En svo ég haldi nú áfram. Þcgar rússneskur stórhertogi, austur- rískur erkihertogi eða ítalskur prins vilja koma ættardýrgripum sínum í peninga — hvert fara þeir þá? Til herra Papopolousar, er það ekki? Hann sem er frægur um allan heim fyrir þag- raælsku um allt, sem hann gerir í slíkum mál- um.“ Papopolous hneigði sig. „Þér sláið mér gullhamra." „Þagmælska er mikils virði,“ hélt Poirot áfram og það brá fyrir brosi á andliti Grikkjans. „Ég get líka verið þagmælskur." Augu þeirra mættust. Svo hélt Poirot áfram og talaði nú hægt og var greinilegt, að hann valdi hvert orð af mikilli nákvæmni. „Ég segi við sjálfan mig: ef gimsteinarnir hafa farið manna á milli í Nice, hlýtur Papo- polous að hafa frétt það. Hann hefur veður af öllu, sem skeðui' í gimsteinaheiminum.“ „Einmitt!" sagði Papopolous og fékk sér tertu- sneið, „Lögreglan blandar sér ekki í málið,“ sagði Poirot. „Þetta er persónulegt mál.“ „Maður heyrir orðróm," sagði Papopolous var- kár. „Eins og hvað?“ spurði Poirot. „Er nokkur ástæða til að ég segi yður frá honum ?“ „Já,“ sagði Poirot, „það er ástæða til þess. Þér munið kannski, Papopolous, að fyrir seytján árum var ónefndur gripur í yðar vörzlu — fenginn sem trygging frá mjög — háttsettum manni. Á meðan hann var i vörzlu yðar, hvarf hann. Þér voru í mjög slæmri klípu.“ Poirot leit blíðlega til stúlkunnar. Hún hafði ýtt bollanum og diskinum til hliðar, studdi niður olnbogunum og hvíldi hökuna í lófunum og hlust- aði af athygli. Poirot hafði ekki augun af henni á meðan hann sagði: „Ég er í París um það leyti. Þér sepdið eftir mér. Þér felið yður minni forsjá. Ef ég fæ yður aftur þenna — grip, segið þér, að ég skuli hljóta ævarandi þakklæti yðar. Og hvað skeði? Þér fenguð gripinn!“ Þung stuna kom fram yfir varir Papopolous- ar. ,.Það er óskemmtilegasta atvikið, sem skeð hefur í starfi mínu,“ sagði Papopolous. „Seytján ár er langur timi," sagði Poirot hugsandi, „en ég held ég fari með rétt mál, þegar ég segi, að þjóðbræður yðar gleymi aldrei því sem þeim er gert.“ „Grikkir?" spurði Papopolous og brosti háðs- lega. „Ég átti ekki við Grikki," sagði Poirot. Það var þögn, og svo rétti gam'i maðurinn hreykinn úr sér. „Þér hafið rétt að mæla, Poirot," sagði hann rólega. „Ég er Gyðingur. Og eins og þér sögðuð, þá gleymum við aldrei því sem okkur er gert.“ „Þér ætlið þá að hjálpa mér?“ Að þvi' er snertir gimsteina, > herra minn, þá get ég ekkert gert.“ Gamli maðurinn valdi orð sín af mikilli ná- kvæmni, eins og Poirot hafði gert áður. „Ég veit ekkert. Ég hef ekkert heyrt. En ég get kannski gefið yður góða vísbendingu — það er að segja, ef þér hafið áhuga á veðreiðum." „Það hef ég, þegar svo stendur á,“ sagði Poirot og einbltndi á gamla manninn. „1 Longchamps keppir hestur, sem ég hygg, að muni borga sig að gefa gaum. Ég get ekkert sagt með vissu, eins og þér getið skilið; Þessar upplýsingar hafa komið til mín gegnum marga milliliði.“ Hann þagnaði, festi augun á Poirot eins og til að ganga úr skugga um, að Poirot skyldi hann. „Ég skil, ég skil,“ sagði Poirot og kinkaði kolli. „Nafn hestsins," sagði Papopolous, hallaði sér áfram og lagði saman fingurgómana, „er Mark- greifinn. Ég held, en er þó ekki alveg viss, að þessi hestur sé enskur, er það ekki, Zia?“ „Það held ég líka," sagði stúlkan. Poirot stóð hvatlega á fætur. „Ég þakka yður fyrir," sagði hann. „Það er mjög mikilvægt að fá það, sem Englendingar kalla vísbendingu úr hesthúsinu. Verið þér sælir, Papopolous, og þakka yður kærlega fyrir." Hann sneri sér að stúlkunni. „Sælar, ungfrú Zía. Mér finnst eins og það hefði verið í gær, sem ég sá yður í París. Ég mundi segja, að það væri í almesta tvö ár.“ „Það er mikill munur á því að vera sextán ára eða þrjátiu og þriggja," sagði Zía rauna- mædd. „Það á ekki við yður,“ sagði Poirot kurteis- lega. „Þér og faðir yðar viljið kannski borða með mér eitthvert kvöldið?" „Okkur væri ánægja að því,“ svaraði Zia. „Þá skulum við láta verða af því,“ sagði Poirot, „og nú verð ég að fara.“ Poirot gekk eftir götunni og raulaði smálag fyrir munni sér. Hann sveiflaði stafnum einu sinni eða tvisvar og brosti með sjálfum sér. Hann fór inn í fyrsta pósthús, sem varð á vegi hans og sendi skeyti. Það tók hann nokkurn tíma að orða það, þvi að það var dulmál og hann varð að semja það eftir minni. Það fjallaði eitt- hvað um týndan slifsisprjón og var stílað til Japp lögreglumanns hjá Scotland Yard. I þýðingu var það stutt og laggott. „Síviið mér allt, sem pér vitið um mann, sem gengur undir dulnefninu Markgreifinn.“ 23. KAFLI. Nýtt sjónarmið. Klukkan var nákvæmlega ellefu, þegar Poirot kom í gistihúsið til Van Aldin. Miljónamæring- urinn var einn. „Þér eruð stundvís, Poirot," sagði hann og brosti um leið og hann stóð upp til að heilsa leynilögreglumanninum. „Ég er alltaf stundvís," sagði Poirot. „Ná- kvæmni á öllum sviðum er orðtak mitt. Án skipu- lagningar og —" Hann þagnaði. „En ég hef kannski sagt eitt- hvað í þessa átt fyrr. Við skulum snúa okkur strax að tilefni komu minnar." „Hugmynd yðar?“ „Já, hugmynd minni.“ Poirot brosti. „Fyrst af öllu langar mig til að tala enn einu sinni við þjónustustúlkuna, ungfrú Mason. Er hún hér?“ „Já, hún er hér.“ „Jæja.“ Van Aldin leit forvitnislega á hann. Hann hringdi bjöllunni og sendill var látinn sækja ungfrú Mason. Poirot heilsaði henni með þeirri kurteisi, sem honum var töm, og það hafði sin áhrif. „Gott kvöld, ungfrú," sagði hann glaðlega. „Fáið yður sæti, ef húsbóndinn leyfir." „Já, já, setjist niður, stúlka mín,“ sagði Van Aldin. „Þakka yður fyrir, herra," sagði ungfrú Mason og tyllti sér á yztu brún stólsins. Hún virtist enn holdgrennri og toginleitari enn áður. „Ég er komin til að spyrja yður enn nokkurra spurninga," sagði Poirot. „Við verðum að kom- ast til botns í málinu. Ég kem alltaf aftur að manninum í lestinni. Yður hefur verið sýndur de la Roche greifi. Þér segið, að hann geti verið maðurinn, en þér eruð ekki viss.“ „Eins og ég sagði yður, herra, þá sá ég aldrei andlit mannsins. Þess vegna á ég svo erfitt með að dæma um það.“ Poirot kinkaði kolli brosandi. „Einmitt, einmitt. Ég skil vel erfiðleikana á því. Þér segist hafa verið tvo mánuði í þjón- ustu frú Kettering. Hve oft sáuð þér manninn hennar á þessum tveim mánuðum?" Ungfrú Mason hugsaði sig um stundarkorn, og svo sagði hún: „Aðeins tvisvar." „Og var það nærri yður, eða álengdar?" „Einu sinni kom hann í Curzonstræti. Ég var uppi á lofti og horfði yfir handriðið og sá hann í anddyrinu niðri. Ég var dálítið forvitin — af því ég vissi, hvernig — ástandið var.“' Ungfrú Mason hóstaði hæversklega. „Og í hitt skiptið?" „Ég var í lystigarðinum, með önnu — einni af þjónustustúlkunum, og hún benti mér á hús- bóndann, þar sem hann var á gangi með út- lendri konu.“ Poirot kinkaði aftur kolli. „Hlustið nú á, ungfrú Mason: Þessi maður, sem þér sáuð í lestinni tala við húsmóður yðar við Gare de Lyon, hvernig vitið þér, að það var ekki maðurinn hennar?" „Maðurinn hennar? Ég held, að það hafi ekki getað verið." „En þér eruð ekki alveg viss,“ ítrekaði Poirot. „Viss — mér hefur aldrei dottið það í hug.“ Ungfrú Mason komst sýnilega í geðshræringu við þetta. „Þér hafið frétt, að húsbóndi yðar var einnig með lestinni. Hvað er eðlilegra en að það hefði verið hann, sem kom eftir ganginum?" „En maðurinn, sem var að tala við húsmóður- ina, hlýtur að hafa komið að utan. Hann var þannig klæddur — í yfirfrakka og með linan hatt.“ „Alveg rétt, ungfrú, en hugsið yður nú um andartak. Lestin er nýkomin á Gare de Lyon

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.